Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.11.2019, Blaðsíða 18
Ég ætla ekki að fara neitt í kringum þá hluti. Ég var svekktur að fá ekki heima- leik. Freyr Alexandersson FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knatt- spyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knatt- spyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi. Íslenskir knattspyrnuáhuga- menn hafa haft af því áhyggjur að Laugardalsvöllur, sem er ekki upp- hitaður, verði ekki leikfær þegar leikurinn við Rúmena í undanúr- slitum umspilsins fer fram 26. mars á næsta ári. Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að um staðlaða dagsetningu sé að ræða og tengist því ekkert hvort að um sé að ræða leikvanga þar sem mögulegt sé að leikvöllur verði leikfær eður ei á leikdegi. Ómar Smárason, fjölmiðlafull- trúi KSÍ, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið að tekin hefði verið ákvörðun um að Laugardalsvöllur verði skráður sem heimavöllur íslenska liðsins í þessum leik og að þeirri ákvörðun verði ekki haggað. Þegar Ísland spilaði við Króatíu í umspili um laust  sæti á heims- meistaramótinu  2014  um miðjan nóvembermánuð árið 2013 var fenginn hitadúkur til þess að vernda Laugardalsvöllinn fyrir frosti og líklegt er að farið verði í einhverjar aðgerðir í þeim dúr þegar nær dregur leiknum mikilvæga. Það er vonandi að  aðstæður verði ekki jafn óboðlegar og í leik Íslands og Írlands sem leikinn var í umspili fyrir Evrópumót kvenna árið 2009 í lok október árið 2008. Þá var Laugardalsvöllur líkari skauta- svelli en knattspyrnuvelli og leik- menn runnu til á vellinum eins og íshokkíleikmenn. Ísland vann þann leik og komst á EM. – hó Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember  Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR FÓTBOLTI „Rúmenarnir voru að mörgu leyti sterkasta þjóðin en að sama skapi eru þeir líka með ákveðna veikleika. Þetta snerist aðallega um að fá heimaleik í seinni leiknum og ég ætla ekki að fara neitt í kringum þá hluti. Ég var svekktur að fá ekki heimaleik. En það er eitt- hvað sem maður hefur ekki stjórn á, því miður. Það leið þó hratt hjá og ég var farinn að einbeita mér fljótlega að öðrum hlutum,“ segir Freyr Alex- andersson aðstoðarlandsliðsþjálfari. Freyr fylgdist límdur við skjáinn, eins og trúlega flestir aðrir, með því hvaða mótherjar kæmu upp úr hatti UEFA í gær. Upp komu Rúmenar og þar með hófst vinnan. Hann segir að margar breytur séu í öllu dæminu en hvað snerti þjálfarateymið, hann sjálfan og Eric Hamrén, sé tímalínan fram að leik nokkuð skýr. „Við erum byrjaðir að safna upplýsingum um mótherjana. Líka um Búlgara og Ungverja. Við setjum okkar njósnara á þau lið sem fylgja þeim eftir og gefa okkur skýrslur. Við erum að fara svo til Búdapest og Sófíu í byrjun desember að finna hótel og skoða aðstæður og aðbúnað fyrir úrslitaleikinn og klára æfinga- svæði fyrir Evrópumótið.“ Undanúrslitaleikurinn á móti Rúmeníu verður leikinn á Laugar- dalsvelli 26. mars á næsta ári og úrslitaleikurinn verður síðan spilað- ur í annaðhvort Sófíu eða Búdapest 31. mars. Dregið verður svo í riðla- keppni lokakeppninnar á mótinu laugardaginn 30. nóvember. Byrjaðir að safna gögnum um Rúmena Birkir Bjarnason skorar hér gegn Moldóvum. Hann þarf að finna sér lið í janúar en samningur hans í Katar rennur út í desember. NORDICPHOTOS/GETTY Fallið stórveldi Rúmenar hafa mátt muna sinn fífil fegri. Liðið hefur aðeins farið á tvö stórmót síðan um alda- mótin en eftir að Gheorghe Hagi lagði landsliðsskóna á hilluna hefur leiðin aðeins legið niður á við. Í forkeppninni var liðið með Spánverjum, Svíum, Norðmönn- um, Maltverjum og Færeyjum í riðli. Liðið endaði í fjórða sæti með 14 stig. Claudiu Keșerü varð þó markahæstur í riðlinum með sex mörk. George Pușcaș skoraði fimm en alls skoraði liðið 17 mörk og fékk á sig 15 í riðlinum. Vinna er þegar hafin innan veggja KSÍ við að safna upplýsingum um Rúmena. Einnig er spáð í Búlgara og Ung- verja. Það er ekki setið auðum höndum þessa dagana í Laugardalnum en Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálf- ari segist svekktur að fá ekki tvo heimaleiki. Fari svo að Ísland komist á loka- mótið er orðið ljóst að F-riðill bíður okkar. Þar er þegar búið að raða Þýskalandi niður en spilað verður á Allianz Arena í München og Puskas- leikvangi í Búdapest í Ungverja- landi. Leikirnir fara fram 16., 20. og 24. júní. Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins 2019 Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins fimmtudaginn 28. nóvember nk. kl. 19.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Allar nánari upplýsingar um fundinn má sjá á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -1 D 2 0 2 4 4 F -1 B E 4 2 4 4 F -1 A A 8 2 4 4 F -1 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.