Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 12
Það er ekki öfunds- vert að vera sjúkl- ingur í fangelsi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, for­ maður Afstöðu HEILBRIGÐISMÁL Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sér- stakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heil- brigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkni- efnafaraldri í fangelsum lands- ins og að nær mánaðarlega þurfi að f lytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneyt- endur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skít- ugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frum- varpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bæri- legra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í f lestum tilvikum ekki af brota- menn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúkl- ingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum veru- lega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem not- endur vímuefna geta neytt vímu- efna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæru- valdi. Þrettán umsagnir hafa borist, f lestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hug- myndina en telja ýmist fjármögn- un neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lög- reglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. birnadrofn@frettabladid.is Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins. Neyslurými verði ekki vettvangur viðskipta Lyfjafræðingafélagið styður frumvarpið en í umsögn félags­ ins segir að líta megi á neyslu­ rými sem skaða minnkunar úr­ ræði fyrir bæði neytendur og sam félagið í heild verði þau til að draga úr því að nálar og sprautur liggi á víðavangi. Félagið leggur áherslu á að tryggja fjármagn til verkefnis­ ins en fjármögnun neyslurýma megi ekki koma niður á öðrum úrræðum eins og Frú Ragnheiði og umönnun ópíóíð­fíkla hjá SÁÁ. Kveða þurfi á um ásættan­ legt magn efna sem nota megi í neyslurými og koma í veg fyrir að þau verði vettvangur við­ skipta með fíkniefni. Einnig þurfi að skilgreina skyldur og ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna í neyslu­ rýmum vel og einnig aðkomu eða afskiptaleysi löggæslu. Þá þurfi að kynna úrræðin vel, stað­ setningu þeirra, eðli og hverjum þau eru ætluð og hverjum ekki. Ljósin tendruð á Hamborgartrénu. Miðbakki, Reykjavíkurhöfn Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17:00 laugardaginn 30. nóvem- ber en tréð er staðsett á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Það eru góðir vinir frá Hamborg sem senda jólatréð til Reykjavíkurhafnar. Þessi hefð hefur verið milli aðila allt frá árinu 1965. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Skúli Þór Helgason, formaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd Faxaflóahafna. Dietrich Becker sendiherra Þýskalands á Íslandi, ávarpar gesti við tréð ásamt Dr. Sverrir Schopka, fulltrúa Þýsk-Íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og viðeigandi bakkelsi í Hafnarhúsinu, ásamt því að jólasveinar munu kíkja í heimsókn. Félagar úr Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika jólalög. Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileinkaður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu á Hamborg með fisk strax eftir seinni heimstyrjöldina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum. Á hverju ári síðan árið 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endur- gjaldslaust til Reykjavikur og í ár eru það Íslandsvinafélögin í Hamborg og Köln sem styrkja þetta framtak. Anleuchten des Weihnachtsbau- mes aus Hamburg am Miðbakki, Reykjavik-Hafen Am Samstag, den 30. November 2019, um 17:00 Uhr wird pünktlich zur Weihnachtszeit der Weihnachtsbaum aus Hamburg in Reykjavík ange- leuchtet. Der Baum ist ein Zeichen der Dankbarkeit für die Hilfspakete isländischer Seeleute an bedürftige Menschen in Hamburg nach dem Zweiten Weltkrieg. Der erste Baum kam 1965! Sprecher der Delegation aus Hamburg werden eine kurze Ansprache halten, während sie die Tanne offiziell übergeben. Skúli Þór Helgason, Vor- sitzender der Faxaflóahäfen wird sich im Auftrag des Hafens für die Tanne bedanken. Daraufhin folgt eine kurze Ansprache von Dietrich Becker, deutscher Botschafter in Island, begleitet von Sverrir Schopka, Sprech- er der Deutsch-Isländischen Gesellschaft in Deutschland. Im Anschluß werden die Gäste zu heißer Schokolade und Gebäck ins Hafenhaus einge- laden. Mitglieder der Hafnarfjörður-Blaskapelle spielen Weihnachtslieder. Seit 1965 hat Eimskip den Transport der Tanne jedes Jahr gesponsort und dieses Jahr hat ebenfalls Gesellschaft der Freunde Islands, Hamburg, und Deutsch-Isländische Gesellschaft, Köln, dieses Unterfangen unterstützt. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar meiri- hluta Sjálfstæðisf lokks í bæjar- stjórn Ölfuss hafa hafnað ósk Hvergerðinga um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. „Bæjar fulltrúar Sjálfstæðis- f lokksins telja jákvætt að eiga viðræður um sameiginleg verkefni en telja að svo stöddu ekki þörf á annarri kosningu meðal íbúa enda gangi rekstur beggja sveitarfélaga vel, og jafnvel enn betur en seinast þegar afstaða var tekin til samein- ingar,“ segir í bókun Sjálfstæðis- manna sem vísa þar í að stutt sé síðan slík sameining var felld í íbúakosningu í Ölfusi. Vegna ummæla bæjarstjórnar Hveragerðis um að ást Hveragerð- inga á Ölfusi sé ekki endurgoldin segjast Sjálfstæðismenn ítreka að elska og umhyggja Ölfuss gagn- vart Hveragerði sé „einlæg og rík, jafnvel þótt hugur standi ekki til hjónabands að svo stöddu“, eins og segir í bókuninni. Það sé með vinarþel í huga og ást í sinni sem þeir vitni í orð Einars H. Kvaran: „Það er ekki hjónabandið sem skiptir máli heldur ástin.“ Minnihluti O-listans í bæjar- stjórn Ölfuss vildi hins vegar sam- tal um „kosti og galla þess að sam- eina stjórnsýslu héraðsins Ölfuss á ný“, eins og segir í bókun þeirra. „Slagkraftur sameinaðs sveitar- félags við nýtingu auðlinda þess til atvinnusköpunar í héraði yrði án efa meiri en hún er í dag sem og í baráttunni fyrir stækkun Þor- lákshafnar og af leiddrar starfs- semi.“ – gar Málið er ást en ekki hjónaband segja Ölfusingar við Hvergerðinga Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sjálf- stæðismanna í Ölfusi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Hveragerði. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -1 F 8 4 2 4 6 1 -1 E 4 8 2 4 6 1 -1 D 0 C 2 4 6 1 -1 B D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.