Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 56
Félagið er að halda
upp á 116 ára
afmælið sitt núna í
janúar þannig að þetta
er eitt af elstu kven-
félögum landsins.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Ertu alltaf að elda sömu réttina og langar að prófa eitthvað nýtt? Vantar þig hugmyndir
og innblástur að góðum mat sem
hentar stórum sem smáum? Ertu
ástríðukokkur og leggur mikið
á þig til að finna nýjar og spenn-
andi uppskriftir? Heimsókn á
vefsíðu Gott í matinn er í öllum
tilvikum góður staður til að byrja
á, en þar er að finna stærsta upp-
skriftasafn landsins og í hverri
viku bætast nýjar við. Á síðunni
er að finna yfir 1.000 uppskriftir
af ýmsum toga og má þar nefna
kjúklinga- og saumaklúbbsrétti,
brauð- og smákökuuppskriftir,
osta- og eftirréttahugmyndir og
uppskriftir fyrir hin ýmsu tilefni
á borð við jól og afmæli.
Þú getur unnið
Kitchenaid hrærivél
Gottimatinn.is fékk hressilega
andlitslyftingu í októbermánuði
og er óhætt að segja að vel hafi
tekist til og þykir nýja síðan
sérstaklega notendavæn í bæði
snjalltækjum og borðtölvum. Af
þessu tilefni hefur Gott í matinn
efnt til leiks þar sem einn heppinn
netklúbbsfélagi getur unnið
Kitch enaid hrærivél en skráðir
félagar fá sent fréttabréf tvisvar í
mánuði með girnilegum og góm-
sætum uppskriftum.
Hugmyndir fyrir
vikumatseðilinn
Það hentar mörgum að útbúa
vikumatseðil og kaupa inn
samkvæmt honum, en slíkt
getur sparað fólki búðarferðir
og peninga í leiðinni en á sama
tíma getur það hjálpað okkur að
festast ekki í því sama viku eftir
viku. Á forsíðu gottimatinn.is er
að finna hugmynd að vikumat-
seðli sem hægt er að styðjast við
og sækja innblástur í en þar er
leitast við að hafa einfaldar, fjöl-
breyttar og umfram allt góðar
uppskriftir í aðalhlutverki.
Til hátíðarbrigða læðast svo inn
uppskriftir að ljúffengum eftir-
réttum og sætum kökum, en auð-
vitað snýst mataræði og matseld
um að finna hinn gullna meðalveg
og ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi á nýrri og endurbættri
heimasíðu, gottimatinn.is.
Gómsætt, gott
og girnilegt á
gottimatinn.is
Það eru yfir eitt þúsund uppskriftir á síðunni gottimatinn.is og úr mörgum frábærum réttum að velja.
Vikumatseðlar
og vinsælar upp-
skriftir á nýrri
og endurbættri
heimasíðu.
Allir ættu að finna
eitthvað við sitt
hæfi á stærstu og
skemmtilegustu upp-
skriftasíðu landsins.
Þetta er árlegt jólakaffi og happdrætti sem Hringurinn er með núna í Hörpu fyrsta
desember, þetta er búið að vera
samfleytt í vel rúm 40 ár, alveg
óslitið, alltaf á fyrsta sunnudag í
aðventu,“ segir Anna. „Ég held að
þetta sé fimmta eða sjötta árið sem
við höldum þetta í Hörpu.“
Anna segir þennan viðburð,
ásamt öðrum, þýðingarmikinn
fyrir starfsemi félagsins. „Þetta
er ein af okkar 5-6 stærstu fjár-
öflunum. Við erum að líka að
selja jólakort og jólanælur, það
er nýtt hjá okkur. Síðan er það
jólabasarinn sem er alltaf fyrsta
sunnudaginn í nóvember. Síðan er
það Reykjavíkurmaraþonið og svo
veitingastofan niðri á Barnaspítala,
þetta eru okkar stóru fjáraflanir.
Svo erum við náttúrulega með
minningarkort líka. Þetta eru
okkar helstu tekjuliðir.“
Konur á öllum aldri
Félagið er fjölmennt og eru með-
limir á öllum aldri. „Við erum eigin-
lega alveg að fylla fjórða hundraðið,
rétt tæplega fjögur hundruð konur.
Þær eru nokkrar sem eru komnar
yfir nírætt og eru starfandi ennþá.
Þær eru mjög duglegar. Svo eru
nokkrar sem eru rúmlega tvítugar.
Og það er gaman að segja frá því að
ein stjórnarkonan var nú að eiga
barn, bara í síðasta mánuði.
En ég myndi segja að meðal-
aldurinn væri um 55 til 60 ára.“
Þá er afmæli handan við hornið
og segir Anna að nýjar konur bætist
við hvert ár. „Félagið er að halda
upp á 116 ára afmælið sitt núna í
janúar þannig að þetta er eitt af
elstu kvenfélögum landsins. Við
tökum alltaf inn nýjar konur á
fyrsta félagsfundi í október. Í fyrra
komu 23 konur í félagið, þær voru
rúmlega tíu núna. Þannig að það
er alltaf ásókn í félagið og við erum
voðalega glaðar með það, að fá inn
nýjar konur í félagið. Það kemur
alltaf ferskur andi og nýtt blóð með
nýju fólki.“
Aðspurð hvort karlmenn hafi
einhvern tíma sóst eftir inngöngu
svarar Anna: „Ekki af neinni
alvöru,“ og hlær. „Það er bara
einn herra sem er heiðursfélagi í
Hringnum og það er hann Ásgeir
Haraldsson, yfirlæknir á Barna-
spítalanum.“
Árleg gæðastund hjá mörgum
fjölskyldum
„Hjá mörgum fjölskyldum er þetta
hefð, að hittast á jólakaffinu, af því
að þetta er fyrsta aðventuhelgin
og sunnudagur í aðventu. Þá koma
fjölskyldur saman, gleðjast og
styrkja gott málefni. Þetta er svo
skemmtilegt, jólasveinarnir koma
í heimsókn og listamenn koma
og gefa vinnuna sína en það eru
yfirleitt mjög góð skemmtiatriði.
Heimabakaðar hnallþórur eins og
enginn hefur séð áður og svo er það
happdrættið, en það eru barna-
læknarnir frá Barnaspítalanum
sem ganga um og selja happ-
drættismiðana sem er virkilega
skemmtileg hefð líka. Krakkarnir
eru alveg rosalega ánægðir með
happdrættið, miðarnir seljast upp
bara á fyrsta hálftímanum. Það er
ofsalega gaman að afhenda happ-
drættisvinninga og sjá spennuna
og gleðina í augunum á börnunum.
Það er alveg ólýsanlegt.“
Það er til mikils að vinna. „Vinn-
ingshlutföllin eru mjög góð, við
erum með nærri 2.500 vinninga.
Það er allt frá góðri bók og upp í
utanlandsferð. Þannig að það er
allur gangur á því. Allur ágóðinn
af kaffisölunni og happdrættis-
sölunni rennur óskiptur í Barna-
spítalasjóð Hringsins, hver einasta
króna sem kemur inn.“
Félagið safnar fyrir hinum ýmsu
málefnum. „Jólakortasalan okkar
er miðuð að því að safna fyrir
endurnýjun á íbúðum sem Barna-
spítalinn á. Þær eru komnar til ára
sinna og orðnar lélegar. Þetta eru
íbúðir sem fólk sem býr úti á landi
notar og þarf að vera með börn
á spítalanum til lengri tíma. Það
sem kemur inn af jólakaffinu og
happdrættissölunni fer í Barna-
spítalasjóðinn þar sem við veitum
styrki eftir því sem beiðnir berast
til okkar frá Barnaspítalanum,
vökudeildinni eða jafnvel skurð-
deildunum á Landspítalanum ef
það er eitthvað sem er sérstaklega
ætlað börnum. Við erum búin að
veita núna á þessu ári 57 milljónir í
styrki.“
Anna segir að það verði eitthvað
fyrir alla, líka þau sem ekki neyti
dýraafurða. „Við báðum allar þær
konur sem kunna að búa til kaffi-
brauð fyrir vegan-fólk eða fyrir fólk
með einhvers konar óþol, að gera
þannig kökur og við ætlum að hafa
þær á sérborði og merkja þær sér-
staklega. Það eru margar konur sem
eru vegan hérna í Hringnum og við
viljum að sjálfsögðu reyna að koma
til móts við þær. Við verðum auð-
vitað að fylgjast með því sem er að
ske og finnst það alveg sjálfsagt.“
En hvað er vinsælast?
„Ég held að það sé fátt sem heillar
jafn mikið og góð marengs terta,“
segir Anna.
Nánari upplýsingar: Húsið opnað
kl. 13 og dagskráin byrjar 13.30.
Verð er 2500 kr. fyrir 13 ára og eldri,
1000 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir
5 ára og yngri. Happdrættismiðinn
kostar kr. 1000.
Marengstertur alltaf vinsælastar
Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, hvetur alla til að mæta í
árlega jólakaffið í Hörpunni á sunnudaginn. MYND/UNNUR MAGNA
Anna Björk Eð-
varðsdóttir, for-
maður Hringsins,
segir alla vel-
komna í kökukaffi
Hringsins sem
fram fer í Hörpu á
sunnudaginn.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
1
-3
3
4
4
2
4
6
1
-3
2
0
8
2
4
6
1
-3
0
C
C
2
4
6
1
-2
F
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K