Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 14
Bærinn Norður-Hvoll er skammt vestan Dyrhólaeyjar í Mýrdalshreppi.
STJÓRNSÝSLA „Maður er náttúrlega
svo vanur að eiga heima á Norður-
Hvoli að maður segir það og skrifar
áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir,
ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdals-
hreppi sem Þjóðskrá vill að heiti
Hvoll 2.
Birna segir þau hjónin óvænt hafa
fengið bréf frá Þjóðskrá í október í
fyrra um að frá og með næstu ára-
mótum þar á eftir myndi bærinn
þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur
hingað til heitið Norður-Hvoll og hét
það er þau Birna og Einar Magnús-
son fluttust þangað fyrir 35 árum.
Þar stunda þau nú rófurækt og eru
með 150 vetrarfóðraðar kindur.
„Þetta hefur reyndar verið í tugi
ára í búfjárskýrslum og maður hefur
aðeins rekist á það þar að bærinn
hafi verið skráður sem Hvolur 2. En
svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og
og síðan eru öll bréf og allt sem við
fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir
Birna. Það stendur þó áfram Norður-
Hvoll á skiltinu út við veg en Birna
segir póstinn og aðra þó vel rata á
réttan stað.
Nágrannabærinn Suður-Hvoll
hefur sloppið við nafnabreytingu.
„Það er mjög skrítið að það var
engin breyting þar þótt þau séu líka
í þessum afgömlu bændaskýrslu-
skrám sem Hvoll 1. Það erum bara
við sem eigum ekki lengur heima
á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti
okkar bær að vera Hvoll 1 því það
er komið að honum á undan Suður-
Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu
saman. „Þetta er reyndar svolítið
fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir
hún.
Í bréfi Þjóðskrár til Einars og
Birnu kemur fram að nafni bæjar-
ins hafi verið breytt til samræmis
við skráningu í fasteignaskrá. Sam-
kvæmt lögum skuli allar fasteignir
bera heiti samkvæmt ákvörðun
sveitarstjórnar. Birna og Einar ósk-
uðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og
mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá
og óska eftir að breytingin verði
afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdals-
hreppur fá yfirlit yfir allar sambæri-
legar breytingar sem Þjóðskrá hafi
gert á þessum lagagrunni.
„Mér skilst að það eigi ekki að vera
mikið mál að breyta þessu,“ segir
Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli
bjartsýn. gar@frettabladid.is
Vilja að bærinn heiti
áfram Norður-Hvoll
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af
nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi
verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum.
Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt
bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn,
matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu
skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis.
GEFÐU GJÖF SEM GEFUR
www.gjofsemgefur.is
GEFÐU
HÆNU
P
IP
A
R
\T
B
W
A
• S
ÍA
• 102985
DÓMSMÁL Í gær fór fram fyrirtaka
í máli Skúla Mogensen gegn Sveini
Andra Sveinssyni, skiptastjóra
þrotabús WOW air.
Áður hefur komið fram að Skúli,
fyrrverandi forstjóri f lugfélagsins,
vilji að Sveinn Andri víki. Vill Skúli
meina að Sveinn Andri hafi veitt
villandi og rangar upplýsingar um
búið í fjölmiðlum og vanrækt upp-
lýsingagjöf um skiptakostnað og
þóknanir.
Dómari í málinu, Ingiríður Lúð-
víksdóttir, tjáði blaðamanni að
um fund væri að ræða en ekki opið
þinghald og vísaði honum út. Reim-
ar Pétursson, lögmaður Skúla, vildi
ekki ræða málið.
Sveinn Andri krefst frávísunar á
málinu og vísar til aðildar. „Ég lét
bóka að Skúli hefði ekki aðild að
málinu þar sem forgangskröfu hans
í búið hefur verið hafnað og ekki
tekin afstaða til almennra krafna,“
segir Sveinn. „Að mínu mati hefur
hann ekki stöðu til að hafa slíka
kröfu uppi,“ segir hann. Verður
úrskurðað um frávísunarkröfuna
í desember.
„Aðalkrafa hans er að ég víki og
til vara að sett verði ofan í við mig,“
segir Sveinn aðspurður um kröfur
Skúla. – khg
Krefst frávísunar málsins
vegna aðildarskorts Skúla
Sveinn Andri, skiptastjóri þrotabús WOW air. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
STJÓRNMÁL Félagsmálaráðuneytið
mun ekki gera breytingar á frum-
varpi um breytta tilhögun fæð-
ingarorlofs. Líkt og Fréttablaðið
greindi frá nýverið hafa verðandi
foreldrar gagnrýnt það vegna skipt-
ingu mánaðanna milli foreldra.
Í þeim umsögnum sem hafa bor-
ist frá foreldrum er almenn ánægja
með að fæðingarorlofið sé lengt um
einn mánuð en ekki að mánuðurinn
sé bundinn við feður. Hefur einn-
ig verið bent á að slík fyrirhögun
stangast á við leiðbeiningar Emb-
ættis landlæknis um að börn skuli
vera á brjósti lengur en sex mánuði.
Embættið sendi frá sér umsögn
vegna frumvarpsins.
Er það mat ráðuneytisins að sú
tilhögun á skiptingu fæðingar-
orlofsréttar milli foreldra sem
lögð er til í frumvarpinu sé til þess
fallin að koma til móts við þau ólíku
sjónarmið sem fram koma í framan-
greindum umsögnum auk þess að
vera í samræmi við markmið laga
um fæðingar- og foreldraorlof um
að tryggja barni samvistir við báða
foreldra og að gera bæði konum
og körlum kleift að samræma fjöl-
skyldu- og atvinnulíf. – ab
Fæðingarorlofsfrumvarp
verður lagt fram óbreytt
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Ég lét bóka að Skúli
hefði ekki aðild að
málinu þar sem forgangs-
kröfu hans í búið hefur verið
hafnað og ekki tekin afstaða
til almennra krafna.
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður
Verðandi foreldrar hafa
gagnrýnt frumvarpið vegna
skiptingar mánaðanna milli
foreldra.
3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
1
-0
B
C
4
2
4
6
1
-0
A
8
8
2
4
6
1
-0
9
4
C
2
4
6
1
-0
8
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K