Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 46
Kynferðisofbeldi 5. hluti af 5 opinbera að það muni alls ekki ein- hver atriði sem er verið að spyrja um. Þess vegna skiptir þekking á þessu miklu máli í viðtalstækni hjá lögreglu og þar höfum við náð árangri á undanförnum árum, þótt enn megi gera betur. Þorbjörg: Þetta er rétt hjá Höllu. Þess vegna skiptir miklu að þjálfun í því að spyrja og tala við fólk sé góð og ég verð að segja að mér finnst lög- regla almennt standa vel að þessum skýrslutökum. Bara við það að bæta við spurningu um hvað gerðist: „Bara því sem þú manst,“ hefur þýðingu, því fólk vill einmitt svara. Svo skiptir máli að segja fólki að spurningarnar hafi tilgang, það þurfi að spyrja um ákveðin atriði. Svo er það líka hvernig minnið virkar. Um minnið hefur verið sagt að það sé eins og nýfallinn snjór. Í hvert sinn sem við spyrjum mann- eskju um einhverja reynslu sporum við snjóinn. Það líður ekki á löngu þar til að það er búið að spora hann út. Þess vegna þarf að vanda skýrslutökur. Svo hefur þýðingu hvað það er sem situr eftir í minni fólks. Fólk sem hefur orðið vitni að of beldisárásum þekkir þetta. Eitt dæmi er til dæmis morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra í Svíþjóð. Vitni að því þegar maður réðst að henni með hnífi inni í verslun gátu flest borið vitni um ástand hennar því þar var samúðin, hjartað og um leið athyglin. Þótt sömu vitni hefðu séð gerandann þá voru misvísandi lýsingar á honum. Halla: Ég held að við höfum gert þetta vel með stofnun Barnahúss. Þá var viðurkennt að þekking á því að tala við börn þyrfti að vera til staðar. Við höfum náð að taka rann- sóknir á brotum gegn fullorðnum lengra, erum á réttri leið en það er samt ekki nægilega mikil þekking á þessum þáttum hér og víða úti í heimi. Það eru mörg brot tilkynnt á ári, hverjir eru allir þessir gerendur? Sólveig Fríða: Mannskepnan er flókin og á bak við þessi brot er ekki einsleitur hópur. Stundum eru til dæmis til staðar erfiðleikar við að setja sig í spor annarra, skilja það óyrta og lesa í samskipti. Þorbjörg: Ég er ekki viss um að þessum brotum hafi fjölgað þó að kærur séu f leiri. Mér finnst ég sjá ákveðna þróun núna í kjölfar aukinnar umræðu um kynferðis- ofbeldi. Yngri konur virðast óragari við að kæra. Við sjáum öðruvísi mál kærð til lögreglu. Það er annars merkilegt með nauðganir og kynferðisbrot, það gerist nánast aldrei að gerandi játi sök sína. Hann kannast aldrei við að hafa framið verknaðinn. Af hverju er það þannig? Ég spyr mig oft að þessu. Sérstaklega vegna þess að í öðrum brotum þar sem liggja við þyngri refsingar játa menn oft brot sín. Getur það verið af því að skömmin og útskúfunin sé svo mikil? Og á sama tíma heyrum við frá því hversu mikil byrði skömmin er þolendum. Sólveig Fríða: Skömmina er einn- ig að finna hjá einstaklingum inni í fangelsum. Í sumum löndum er áhugaverð þjónusta í boði þar sem boðið er upp á hlutlausan stað. Það væri ágætt fyrirkomulag að koma upp hlutlausum sáttamiðlunarstað þar sem bæði gerandi og þolandi geta óskað eftir að fá að hitta hinn aðilann. Það þarf ekki að samþykkja slíka beiðni en á svona hlutlausum stað er hægt að ná ákveðinni sátt ef báðir aðilar eru tilbúnir til þess. Hvernig drögum við úr kynferðis- of beldi? Þorbjörg: Það er svo mikill áhugi á refsipólitík. Af hverju er ekki meiri áhugi á forvörnum? Halla: Það er reyndar mikið starf í gangi núna. Ég leiði hóp um mótun stefnu í forvarna- og fræðslumálum. Þetta er í fyrsta skipti sem verið er Fréttablaðið hefur undanfarið fjallað ítarlega um kynferðisofbeldi frá sjónarhóli aðstandenda og þolenda. 239 MÁLSMEÐFERÐAR- DAGAR Á NAUÐGUN Í RANNSÓKN. 41% KÆRÐRA NAUÐGANA FER Í ÁKÆRUMEÐFERÐ. 24% MÁLA ERU ENN Í VINNSLU. 107 NAUÐGANIR FÓRU Í ÁKÆRUMEÐFERÐ. *H ei m ild : R ík is lö gr eg lu st jó ri ✿ Tölfræði vegna ársins 2018 fyrir landið allt ✿ Fjöldi nauðgana samkvæmt málaskrárkerfi lögreglu 300 250 200 150 100 50 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 að móta heildstæða stefnu og við erum að beina sjónum okkar að skólakerfinu. Við byggjum á Vit- undarvakningunni sem var unnið að á árunum 2012-2015. Með henni var lagður mikil- vægur grunnur og það skapaðist nokkuð breið sátt um að skóla- kerfið væri besti vettvangurinn til þess að fræða og vinna að mark- vissum forvörnum, þar náum við til allra barna. Verkefni okkar núna er hvernig hægt er að taka þessi forvarnafræðslumál fastari tökum. Í dag fer brúðuleikhús í alla 2. bekki grunnskólans og það var gert kennsluefni fyrir miðstig og unglingastig. Nú erum við að taka ÞAÐ ER SVO MIKILL ÁHUGI Á REFSIPÓLITÍK. AF HVERJU ER EKKI MEIRI ÁHUGI Á FORVÖRNUM? Þorbjörg leikskóla og framhaldsskóla inn í forvarnir og marka framtíðarsýn þar sem leiðarljósið er að forvarnir og fræðsla sé samþætt skólastarfi og að öll börn í landinu sitji við sama borð í þeim efnum. Sólveig Fríða: Það er mjög skilj- anlegt að skólarnir séu rétti vett- vangurinn til þess að kenna for- varnir og börnum á mörk sín. En það má ekki bara verða á þeim vett- vangi, að forvarnirnar og fræðslan nái bara til barna og ungmenna í skólum. Forvarnir þurfa að ná til samfélagsins alls. Það þurfa líka að vera úrræði fyrir einstaklinga sem eru líklegir til að beita of beldi. Það er nokkuð sem okkur, sem vinnum að meðferð kynferðisbrotamanna, er mjög umhugað um, að þeir geti sótt sér aðstoð eftir afplánun. Það þarf að skapa úrræði þar sem ein- staklingar sem hafa óæskilegar langanir geta komið og sótt sér aðstoð áður en brot er framið. Það er hluti af þessari afskrímslavæðingu sem þarf að verða. Halla: Ég tel mikilvægt að fjalla líka um hversu mikið vatn hefur runnið til sjávar. Ég byrjaði að fjalla um þessi mál sem blaðamaður á Morgunblaðinu árið 2004 og tók einmitt viðtal við Þorbjörgu Sigríði um misneytingarákvæði þáverandi kynferðisbrotakaf la hegningar- laganna. Kynferðisbrotakaf linn var algjörlega endurskrifaður árið 2007 og það hefur líka orðið mikil breyting á meðferð málanna. Árið 2010 starfaði ég í innan- ríkisráðuneytinu og þá hófum við viðamikið samráð um meðferð nauðgunarmála og unnum tillögur á þeim grunni. Sumum var hrint í framkvæmd strax en aðrar kröfð- ust nánari umfjöllunar. Þessi vinna hélt áfram og lifði af marga ráðherra sem er nokkuð einstakt. Núna er svo verið að framfylgja aðgerðáætlun í kynferðisbrota- málum sem byggir á þessu starfi og vinnu sem á eftir kom og var meðal annars leidd af Maríu Rut Kristins- dóttur. Ríkisstjórnin setti tæpar 300 milljónir á ársgrundvelli í að styrkja málsmeðferðina, einkum með því að fjölga stöðugildum, auk þess að veita 280 milljónum í átaksverkefni til að tryggja rafrænt gagnaflæði og uppfæra verklagsreglur og rann- sóknarbúnað. Þá settum við 400 milljónir inn í aðgerðaáætlun gegn kynferðisbrotum til frambúðar. Sú áætlun var metnaðarfull og var gerð með aðkomu ólíkra ráðherra þvert á f lokka. Með þv í að f u llf jár mag na aðgerðaáætlunina var til dæmis hægt að bæta við fimmtán stöðu- gildum hjá lögreglunni. Sólveig Fríða: Svona vitundar- vakning er virkilega góð og þörf en það vantar að horfa á kerfið í heild sinni. Það eru langir biðlistar og það þarf meira fjármagn víðar í kerfið. Sú fagstétt sem mér finnst oft gleymast í umræðunni um rétt- arvörslukerfið eru fangaverðir. Það þarf að huga að menntun þeirra, þetta er mjög mikilvæg stétt. Halla: Næsta stóra skref hvað varðar réttarkerfið snýr svo að tillögum um breytta réttarstöðu brotaþola sem eru nú til umfjöll- unar í dómsmálaráðuneytinu. Þær eru settar fram af stýrihópi um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt of beldi og unnar af Hildi Fjólu Antonsdóttur réttarfélagsfræðingi. Þótt sumar af tillögunum kunni að hljóma laga- tæknilegar þá eru þær ótrúlega mikilvægar, enda fjalla þær um stöðu brotaþola gagnvart málsmeð- ferðinni, þar á meðal hvað varðar rétt til upplýsinga og áheyrnar. Þorbjörg: Samfélag sem er með- vitað um alvarleika kynferðisbrota og hvað þau eru því miður algeng hlýtur að setja markvissan fókus á að sporna gegn þeim, en ekki bara að bregðast við þeim. Þar þarf heildstæða nálgun. Og þar þarf enn meiri umræðu. Framhald af síðu 43 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R44 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -5 F B 4 2 4 6 1 -5 E 7 8 2 4 6 1 -5 D 3 C 2 4 6 1 -5 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.