Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 45
ÉG HEF VERIÐ ÞEIRRAR
SKOÐUNAR AÐ ÞAÐ SÉ
EKKI ENDILEGA RÉTT AÐ
EINBLÍNA Á HVORT KERFIÐ
TRÚI ÞOLENDUM EÐA EKKI.
Halla
getur bætt líf sitt með félagslega
viðurkenndum leiðum og dregið
úr brotum.
Þá notum við líka hugræna atferl-
ismeðferð sem er mjög árangursrík.
Meðferð og stuðningur þarf því
hafa tvíþætt markmið, að draga úr
áhættu en einnig að virkja og styðja
verndandi þætti og byggja á styrk-
leikum hvers einstaklings. Margt
getur f lokkast undir verndandi
þætti, til dæmis að ef la jákvæða
lausnaleit og jákvæð bjargráð, til-
f inningastjórn, jákvæð virkni
svosem stöðugleiki í atvinnu og/
eða námi, fjölskyldutengsl, jákvætt
félagslegt stuðningsnet og húsnæði.
Halla: Kynferðisof beldi er svo
algengt að það er eiginlega hvers-
dagslegt. Brotin eiga sér oft stað við
hversdagslegar aðstæður og tíðnin
er þannig að á meðan við sitjum hér
er ef til vill verið að fremja kynferð-
isbrot einhvers staðar í samfélaginu.
Mýtan um að gerendur eigi einhver
sameiginleg einkenni sem megi
greina lifir enn frekar góðu lífi. En
svo þegar konur og aðrir þolendur
verða fyrir of beldi þá passar það
ekki endilega inn í þá mynd. Við-
brögð okkar sem samfélags þurfa
að taka mið af þessu.
Þolendur segja oft frá þeirri upp-
lifun sinni að þeim sé ekki trúað
og þeir upplifa að auki skömm og
virðingarleysi í meðferð mála sinna.
Hvað finnst ykkur? Er hægt að bæta
úr þessu?
Þorbjörg: Auðvitað er hægt að
gera betur og það hefur töluvert
verið unnið að því innan kerfisins
og þar skiptir miklu að fólk finni að
það sé unnið faglega og því mætt
af virðingu. Varðandi umræðuna
um að brotaþolum sé ekki trúað
þá finnst mér hún dálítið varhuga-
verð, því hún getur fælt þolendur
frá því að segja frá. Það sem sak-
sóknarar skoða er sönnunarstaða.
Ég get haft mína skoðun á því hvað
mér finnst líklegt að hafi gerst en
það er ekki það sem starfið snýst
um. Það er bara ekki þannig að
það ráði úrslitum hverju til dæmis
saksóknari trúir, starfið felst í því
að ganga úr skugga um að mál séu
rannsökuð faglega af lögreglu og
síðan þetta erfiða mat um hvort það
sem fram er komið í málinu sé talið
nægilegt eða líklegt til sakfellingar
í dómi eða ekki.
Þetta sönnunarmat er erfitt. Þar
skiptir máli að við skiljum veru-
leika þessara brota, að við höfum
skilning á eðli brotanna, við séum
læs á aðstæður þeirra og þekkjum
afleiðingarnar, lítum til dæmis til
vottorða sérfræðinga. Þetta er yfir-
leitt heildstætt mat og það er flókið.
Hér myndi ég þó segja að hafi orðið
heilmikil framþróun um nálgun.
Halla: Ég hef verið þeirrar skoð-
unar að það sé ekki endilega rétt að
einblína á hvort kerfið trúi þolend-
um eða ekki. Í Bretlandi var það gert
að einhvers konar opinberri stefnu
að lögreglan ætti að trúa þolendum.
Það breytti litlu um niðurstöðu
mála eða sönnunarkröfurnar, þótt
auðvitað væri ákveðin virðing við
þolendur fólgin í þessari afstöðu.
En síðan þótti þetta vera „komið
út í öfgar“ og þá var þetta orðið að
pólitískri umræðu.
Í kjölfarið var ákveðið að hverfa
frá þessari stefnu, lögreglan ætti
alls ekki að trúa þolendum. Svona
umræða er náttúrlega hringavit-
leysa. Hlutverk rannsakenda hlýtur
að vera að vinna rannsóknina fag-
lega, óháð því hvort viðkomandi
leggur trúnað á frásögn málsaðila
eða vitna.
Að vinna rannsóknina faglega
þýðir að sýna þolendum virðingu.
Þolendur viti af hverju þeir eru
spurðir ákveðinna spurninga og af
hverju þeir þurfi að undirgangast
læknisskoðun eða aðrar skoðanir.
Að þeir séu fyllilega upplýstir um
ferlið. Leiðarljósið í þeim breyt-
ingum sem nú er verið að innleiða
og þeim tillögum sem er verið að
móta er einmitt að rannsókn sé
alltaf faglega unnin og besta mögu-
lega þekking sé fyrir hendi á því
hvernig megi tryggja að upplýsingar
sem fást fram séu sem nákvæmastar
og réttastar. Í því felst einmitt að
mæta þolendum af virðingu. Að
búa til umhverfi þar sem þeir geta
greint frá málsatvikum. Í því felst
líka að efla skilning og þekkingu á
því hvernig þolendur segja frá.
Sólveig Fríða: Og það á í raun
líka við um gerendur. Þegar þeir
eru yfirheyrðir þarf líka að reyna
að fá fram skilning á því hvað hefur
átt sér stað. Þetta eru oft f lókin mál
í þeirra huga. Það þarf þekkingu á
því líka.
Halla: Kerfið hefur oft ætlast til
hegðunar sem við getum ekki staðið
undir. Ég man eftir góðum dæmum
sem Liz Kelly prófessor gaf þegar
hún hélt hér fyrirlestur í tengslum
við samráð um meðferð nauðgunar-
mála árið 2011. Þar fjallaði hún um
gjána á milli þess til hvers er ætlast
af fólki sem hefur orðið fyrir kyn-
ferðisof beldi og síðan hvernig við
sem manneskjur erum líkleg til að
hegða okkur eða bregðast við.
Segjum til dæmis að samstarfs-
maður minn spyrji mig hvort ég vilji
ekki kíkja í kaffi með honum í dag.
Mig langar að segja nei, kannski
vegna þess að ég kann ekkert sér-
staklega vel við hann. En það er
frekar ólíklegt að ég segi skýrt „nei
og spurðu mig aldrei að þessu aftur“.
Ég segi líklega að það hefði verið
gaman en ég komist bara alls ekki. Í
mannlegum samskiptum forðumst
við að segja nei við fólk, svo sterk er
félagsmótunin, en þegar kemur að
umræðum um kynferðisleg mál-
efni er ætlast til að fólk segi nei með
einhverjum miklu skýrari hætti en
í almennum samskiptum.
Síðan er annað dæmi og það er að
við viljum gjarnan svara spurning-
um. Ef þú spyrð mig hvert hitastigið
sé þá er ég líkleg til að reyna að svara
þótt ég hafi ekki hugmynd um það.
Þegar fólk situr fyrir framan rann-
sóknarlögreglu þá vill það líka svara
spurningum. Það vill ekki endilega
Framhald á síðu 44
Kolefnishlutlaus
árið 2025
Ein stærsta áskorun mannkyns á næstu áratugum
er að fást við loftslagsbreytingar. Endurnýjanleg
orkuvinnsla er hluti af lausninni og þar leikur
Landsvirkjun stórt hlutverk.
Markmið okkar er að ná kolefnishlutleysi árið 2025.
Á fundinum kynnum við nýja aðgerðaáætlun til
að ná því metnaðarfulla markmiði.
Opinn fundur um aðgerðir
á tímum loftslagsbreytinga
Nauthóll
4. des. 2019
kl. 14.00 – 15.30
Verið velkomin
Skráning á
landsvirkjun.is
Opnun fundar
Kristín Linda Árnadóttir,
aðstoðarforstjóri
Nauðsyn á kolefnishlutleysi
Halldór Þorgeirsson,
formaður Loftslagsráðs
Aðgerðaáætlun um
kolefnishlutleysi 2025
Jóna Bjarnadóttir,
forstöðumaður umhverfis og auðlinda
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir,
sérfræðingur í umhverfisstjórnun
Viðhorf til loftslagsmála
Ólafur Elínarson,
sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup
Loftslagsmál og grænar lausnir
Eggert Benedikt Guðmundsson,
forstöðumaður Grænvangs
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
6
1
-5
A
C
4
2
4
6
1
-5
9
8
8
2
4
6
1
-5
8
4
C
2
4
6
1
-5
7
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K