Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 58
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Justin Wren er alvöru hvunn-dagshetja. Hann átti erfitt á yngri árum og sökk djúpt í þunglyndi og fíkn en hefur tekist að snúa lífinu alveg við. Nú er hann atvinnumaður í blönduðum bardagalistum og hefur helgað líf sitt góðgerðarstarfsemi. Wren stofnaði góðgerðarsam- tökin Fight for the Forgotten árið 2011, sem hafa grafið brunna fyrir þúsundir pygmýja í Kongó til að tryggja þeim aðgang að fersku drykkjarvatni, ásamt því að sjá þeim fyrir landsvæði og öðru sem þeir þurfa til að lifa mannsæmandi lífi. Pygmýjar búa við mikla kúgun og eru hnepptir í þrældóm og jafnvel étnir af öðrum ættbálkum í Kongó. Nýlega hófu samtökin að gera það sama fyrir pygmýja í Úganda. Samtökin hafa nú safnað yfir milljón dollurum, fjármagnað 62 brunna og keypt yfir 3.000 ekrur af landsvæði fyrir heimilis- lausa pygmýja. Árið 2014 hóf Wren að berjast fyrir Bellator-bardagasamtökin og notaði tækifærið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Hann notar stóran hluta af tekj- unum úr bardögunum þar til að styrkja starf samtakanna. En vinna hans hafa tekið sinn toll. Wren hefur ítrekað veikst alvarlega í frumskógum Kongó og veikindin hafa dregið dilk á eftir sér. Árið 2016 var hann svo greindur með áfallastreituröskun vegna upplifunar sinnar í frum- skóginum og hann fær enn mar- traðir um vannærðu ungbörnin sem létust í fanginu á honum. Vissi hvernig honum leið En Wren berst ekki bara fyrir undirmálsfólk í Afríku, hann er líka farinn að beita sér gegn einelti í eigin heimalandi. Nýlega sagði hann frá hinum 12 ára gamla Ray- den Overbay sem er á einhverfu- rófi og heyrnarlaus á öðru eyra. Rayden hefur verið lagður í mikið og grimmilegt einelti síðustu ár og þegar myndbönd af heiftarlegu of beldinu sem hann varð fyrir fóru á netið ákveð Wren að gera eitt- hvað í málinu. Wren vissi alveg hvernig Rayden leið, því hann upplifði það sama þegar hann var á þessum aldri. Fyrir utan líkamlegu sárin skildi það eftir djúp sár á sálinni og fékk hann til að efast um hvort lífið væri þess virði að lifa. „Ég man að fólk hló að mér,“ sagði Wren í samtali við The Guardian. „Enginn sagði neitt eða gerði neitt. Ég man að sá sem réðst á mig labbaði bara í burtu. Það kom ekkert fyrir hann. Alveg eins og hjá Rayden.“ Wren ákvað verða sá sem hann vildi óska að hann hefði átt að þegar hann var barn. Örfáum dögum síðar bauð hann fjölskyldu Raydens í kvöldmat á skrifstofu sinni. Rayden hefur verið lagður í ein- elti af bekkjarfélögum sínum síðan hann var níu ára, en síðasta ár hefur verið sérstaklega erfitt fyrir hann þar sem hann þyngdist um tæp 50 kíló vegna sykursýkislyfja og byrjaði að ganga með heyrnar- tæki. Þegar skólayfirvöld fundu hann eftir heiftarlegu árásina sem var tekin upp og sett á netið hafði hann skrifaði „ÉG VIL DREPA MIG“ á handlegginn á sér með tússpenna. Wren hafði verið á sama stað. Hann glímdi við sjálfsvígshugleið- ingar þegar hann var unglingur, áður en hann skipti um skóla, byrjaði í glímu og varð Banda- ríkjameistari. Hann sagði Rayden að það væri í lagi að líða illa en að það þyrfti ekki að vera svoleiðis áfram. „Ef þú vilt leyfa mér það, vil ég vera vinur þinn,“ sagði Wren við hann. Bætt heimssýn fyrir niðurbrotinn dreng Fljótlega byrjaði myllumerkið #StandWith Rayden (#Stöndum- MeðRayden) að fá mikla dreifingu á samfélagsmiðlum og Wren hvatti fylgjendur sína til að senda Rayden skilaboð svo að hann fengi að vita að hann stæði ekki einn. MMA-samfélagið tók þátt af miklum krafti, sem og glímu- kappar úr WWE-heiminum. Stjörnur eins og Terry Crews og Sarah Silverman fylgdu svo í kjöl- farið. Fljótlega ákvað sjónvarps- leikarinn A.J. Buckley að bjóða Rayden, foreldrum hans og níu ára gömlum bróður hans til Los Angeles. Daginn eftir fékk Rayden að sjá Kyrrahafið í fyrsta sinn af ströndinni í Malibu, en þangað var hann kominn í einkatíma hjá brimbrettagoðsögnunum Laird Hamilton og Kelly Slater. Rayden féll strax fyrir hafinu, en var hræddur við að fara út í. „Við erum vinir þínir,“ sögðu leiðbeinendurnir honum. „Við viljum deila með þér hvað sjórinn getur verið heilandi.“ Klukkutíma síðar var ekki hægt að fá Rayden til að koma upp úr. Á síðasta degi þeirra í borginni var fjölskyldunni boðið í Disney- land, þar sem Rayden sagði við Wren í gríni „ég fann tvíburabróð- ur þinn“ þegar hann sat fyrir á mynd með Chewbacca. Loks hafði Rayden öðlast nægt sjálfstraust til tjá sig á opinn og afslappaðan hátt. Fólk hefur styrkt fjölskyldu Raydens í gegnum GoFundMe til að fjármagna lækniskostnað og sálfræðimeðferð fyrir strákinn. Ýmis fyrirtæki hafa líka gefið fjöl- skyldunni föt, skó, mat og dýnur, en þau eru bláfátæk og búa í hjól- hýsahverfi í Oklahoma. Rayden fær enn myndbands- skilaboð daglega hvaðanæva úr heiminum og hann hefur meira að segja fengið aðdáendabréf. „Rayden er ekki sami strákur og hann var fyrir tveimur mánuðum,“ sagði Wren við The Guardian. „Að sjá hann koma út úr skelinni með íþróttamönnum og svo leikurum í Los Angeles var eins og að sjá fiðrildi breiða úr vængjum sínum. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg hafa hjálpað niðurbrotnum dreng að sjá heiminn í nýju ljósi. Það er virki- lega sérstakt.“ Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Wren og Rayden geta gert það á Instagram-síðu Wren, @ the- bigpygmy. Það er auk þess ein jákvæðasta Instagram-síða sem hægt er að finna. Berst fyrir þá sem þurfa hjálp MMA-bardagakappinn Justin Wren berst fyrir aðra. Hann hefur lengi hjálpað pygmýjum í Afríku og nýlega tók hann ungan dreng sem var lagður í einelti undir sinn verndarvæng. Justin Wren stofnaði samtökin Fight for the Forgotten árið 2011 til að bæta lífsgæði kúgaðra pygmýja í Afríku. MYND/FIGHTFORTHEFORGOTTEN.ORG Wren berst fyrir Bellator-bardagasamtökin. MYND/FIGHTFORTHEFORGOTTEN.ORG Rayden Overbay var boðið til í Los Angeles ásamt fjölskyldu sinni. INSTAGRAM/ BIGPYGMY JÓLA-FÓLK Viltu þú auglýsa í mest lesna blaði landsins? Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. Sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is Alla föstudaga fram að jólum verður Fólk Fréttablaðsins stútfullt af smákökum, kertaljósum, konfekti, mandarínum, jólamat, jólatísku, jólasögum og jólastemningu heima og að heiman. Vertu með í jólaskapi og komdu jólaskilaboðum þínum beint til lesenda. FERMINGARGJAFIR Fimmtudagi n 15. rs gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -4 2 1 4 2 4 6 1 -4 0 D 8 2 4 6 1 -3 F 9 C 2 4 6 1 -3 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.