Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 32
Nú hef ég loksins lok ið v ið þessa bók, mamma. Hún er langt bréf til þín. Takk fyrir að deila sögu þinni með mér og okkur öllum. Við höfum svo oft farist á mis og lengi vorum við ekki til staðar hvort fyrir annað. Að fá að kynnast þér upp á nýtt og læra að elska þig nákvæmlega eins og þú ert hefur verið ótrúlegt ferðalag.“ Þannig ávarpar rithöfundurinn og leikskáldið Mikael Torfason mömmuna sem var honum lengi týnd, Huldu Fríðu Berndsen, í bókinni Bréf til mömmu. Þar gerir hann upp eitrað mæðginasamband í sársaukafullri sögu sem fær þó fal- legan endi þegar skeggjaða barnið finnur mömmu sína. „Þetta er bókin sem ég var að skrifa þegar pabbi kemur gulur heim frá Taílandi og deyr bara á fimm vikum,“ segir Mikael um senuþjóf eilífðarinnar, Torfa Geir- mundsson, og bréfið til Huldu. Bók sem kemur í kjölfar Týnd í Paradís, frá 2015, og Syndafallið, sem kom út 2017, en ekki á milli þeirra þar sem rakarinn sjarmerandi á Hár- horninu sem „yfirtók bara þá bók,“ þegar hann eyðilagði í sér lifrina með leynidrykkju. Mæðginin sitja saman yfir svörtu kaffi við eldhúsborðið heima hjá Huldu en Mikki er í stuttri Íslands- heimsókn til þess að fylgja bók- inni úr hlaði en þau Elma Stefanía Ágústsdóttir hafa búið erlendis í rúmt ár. Fyrst í Berlín en þaðan f luttu þau til Vínar í sumar þegar Elma var fastráðin við hið virta Burgtheater. „Hjartað í mér bara bráðnaði þegar hann hringdi í mig og sagði mér að hann væri búinn að skrifa bók, bréf til mín, bréf til mömmu. Ég man að ég sat hérna í stiganum og hann segir: „Mamma mig langar að senda þér þetta bréf og ég sagði honum að gera það.“ Átakanlegur lestur Langt bréfið barst frá Vín til Reykja- víkur á augabragði og Hulda byrjaði átakanlegan lesturinn samstundis. „Ég settist niður bara í náttfötunum og las bréfið og bað Mikael síðan um að hitta mig á Skype enda margt sem ég þurfti að ræða. Það er svo margt sem kemur fram í þessari bók sem ég bara vissi ekki og er rosalega sorglegt fyrir mig sem mömmu að lesa. Það var bara átakanlegt vegna þess að ég hef alltaf viljað vera til staðar og ég hef reynt eins og ég get að vera það.“ Hulda bendir á að hún hafi við lesturinn komist að því að Mikael lenti í klóm barnaníðings á ungl- ingsárunum. „Þegar Mikki segir frá þessu í bókinni, bréfinu, sem hann er að skrifa til mín. Orðlaus. Ég bara Jeminn eini! Hann var beittur kyn- ferðislegu of beldi. Auðvitað fór ég að gráta. Skilurðu. Ég vissi ekki af þessu. Ég bara vissi þetta ekki. Mamma getur ekki vitað allt. Mömmur hafa ekkert rétt á að vita allt. Ég vil ekkert vita allt. Þessi saga er bara dásamleg fyrir mig en hún er sár. En ég … vil vera til staðar og ég er til staðar og ég elska þessi börn mín svo skilyrðislaust,“ segir Hulda en kemst ekki lengra: „Það er voðalega erfitt að vilja ekki vita allt og sitja uppi með mig sem son,“ skýtur Mikki inn í og skellihlær. Svikin alkabörn Bréf til mömmu kemur í kjölfar bók- anna Týnd í paradís og Syndafallið þar sem Mikael byrjaði að brjóta samband sitt við foreldra sína til mergjar af þeirri einurð og festu sem segja má að hafi einkennt öll hans verk og störf. Og hlífir hvorki sjálfum sér né foreldrunum sem óhjákvæmilega lögðu syninum til eitthvað af vopnunum og efni í múrana sem hann hefur varið sig með í gegnum árin. „Við höfum bæði horft á pabba okkar drekka sig í hel,“ segir Mikael um rætur meðvirkninnar sem Hulda segir hafa eitrað samband mæðginanna. „Já, við erum bæði búin að horfa á það og mér fannst rosalega sársaukafullt að horfa á börnin mín ganga í gegnum það sama og ég,“ segir Hulda sem missti föður sinn úr ofneyslu fimmtán ára gömul. „Nú var ég á hliðarlínunni og gat ekkert gert. Ég gat ekki stigið inn í sorgina þeirra þótt mér hafi auðvit- að þótt vænt um þennan mann og allt það, pabba þeirra, skilurðu? Ég gat ekkert gert og það var ekki pláss þannig og ég ber virðingu fyrir því. Ég upplifði samt pínu höfnun og leið dálítið illa.“ Hulda leggur áherslu á að þessar tilfinningar séu hreint ekkert óeðlilegar, „af því að ég átti þessi börn með honum en nú á ég bara annað líf og er hamingjusam- lega gift öðrum manni.“ „Er hann bara trylltur?“ Hulda segist ekki hafa farið að skoða líf sitt og sambandið við Mikael almennilega fyrr en hann f lytur til útlanda fyrir rúmu ári. „Af því að ég varð rosalega veik. Of boðslega veik eftir fyrstu bókina sem hann skrifaði um okkur,“ segir Hulda um bókina Týnd í Paradís og áfallið sem bókin var henni. „Hvað er að gerast? Hvað er að gerast? Er barnið bara … Er hann bara trylltur?“ spyr Hulda á háu nótunum þegar hún lýsir geðs- hræringunni sem fyrsta fjölskyldu- uppgjör Mikaels hafði á hana fyrir þremur árum. „Ég er í rauninni að vinna svolítið úr þessu núna. Svona síðasta eitt og hálft ár, eftir að hann fer út, og ég fer svona að passa það að bera virðingu fyrir honum sem fullorðnum manni. Ég skildi hann alltaf sem barn en ég gat ekki skilið hann sem fullorðinn mann. Og ég fór kannski oft yfir mörkin hans.“ Guð, eru mömmur til? „Mamma fékk samt fyrsta tauga- áfallið þegar ég gaf út fyrstu ljóða- bókina, Guð eru mömmur til? Hræðileg bók,“ segir Mikael og hlær. Hann var sextán ára þegar hann gaf þessa frumraun sína út í ljósriti með ljóðum sem hétu Ókunnug kona og Djöf lamamma, svo eitthvað sér nefnt. „Ég skil samt að hann upplifir höfnun. Ég ber svo mikla virðingu fyrir því þegar hann er barn og unglingur,“ segir Hulda en í huga Mikaels hefst bréfið til hennar í raun þegar hann er að kominn til smá vits og fimm ára og leiðir skilur þegar lögheimili hans er skráð hjá föður hans. „Og þessi ljóðabók,“ heldur Hulda, sem las hana upphátt fyrir sálfræðinginn sinn hágrátandi, áfram. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessu í dag. Ég kunni það ekki áður af því að ég sjálf var bara veik, leið illa og var í tilfinningalegum rússíbana með tilfinningar mínar til hans. Á ég að hringja? Á ég að fara? Hvernig á ég að tækla þetta?“ Hulda og Mikael eru sammála um að landfræðileg fjarlægðin og staf- ræn samskipti hafi auðveldað þeim að greiða úr sálarflækjum sínum og finna hvort annað. „Sko, ég sé það núna, eftir að Mikki f lutti út, að þá gerðist eitt- hvað. Við höfum sem betur fer náttúrlega alltaf verið að vinna í okkur. Annars værum við ekki þær manneskjur sem við erum í dag en Guð, eru mömmur til? Sársauki og reiði lituðu lengi samband mæðgin- anna Huldu Fríðu Berndsen og Mikaels Torfa- sonar. Bæði horfðu þau upp á feður sína drekka sig í hel og það var ekki fyrr en Hulda braut múra meðvirkninnar, laus undan oki Jehóva, að Mikael fann mömmuna sem hann hafði leitað í áratugi og skrifaði henni 200 blaðsíðna bréf. Mæðginin Hulda Fríða Berndsen og Mikael Torfason hafa ýmsa hildina háð, ýmist sundruð eða sameinuð, en standa nú sterk saman og eru bestu vinir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÞEGAR MIKKI SEGIR FRÁ ÞESSU Í BÓKINNI, BRÉFINU, SEM HANN ER AÐ SKRIFA TIL MÍN. ER ÉG ORÐLAUS. BARA JEMINN EINI! HANN VAR BEITTUR KYNFERÐIS- LEGU OFBELDI. Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -2 9 6 4 2 4 6 1 -2 8 2 8 2 4 6 1 -2 6 E C 2 4 6 1 -2 5 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.