Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 34
það sem gerist er að ég fer að vinna
í meðvirkni gagnvart honum,“ segir
Hulda um ógeðslegt andlegt eitrið
sem mengar líf allra alkabarna.
Mausað í markaleysi
„Ég fann að hann hafði ekki þol
fyrir þessu og ég fór að bera meiri
virðingu fyrir mörkunum sem hann
var reyna að setja mér,“ segir Hulda
þegar sonurinn truflar hana. „Þetta
er eins og að vera í fjölskylduráð-
gjöf að vera hérna …“ segir hann en
kemst ekki lengra þar sem Hulda er
rétt að byrja:
„Í alvöru. Þetta er bara þannig. Ég
hefði aldrei getað gert þetta ein. Ég
þurfti að fá hjálp til þess og hef verið
með frábæran sálfræðing,“ segir
Hulda og eys Birgi Örn Steinarsson,
löngum þekktan sem Bigga í Maus,
lofi. „Hann er alveg dásamlegur og
er líka svona eins og skeggjaður
sonur minn. Hann hefur eiginlega
bara gert undur og stórmerki og
hefur kennt mér að bera virðingu
fyrir mörkum Mikka.“
„Mamma er í sálfræðitímum hjá
Birgi Erni Steinarssyni, fyrrverandi
blaðamanni Fréttablaðsins, og við
erum í fjölskylduráðgjöf hjá Þórarni
Þórarinssyni, blaðamanni á Frétta-
blaðinu,“ segir Mikki og hlær að
helst til óvæntri aðkomu tveggja
fyrrverandi undirmanna hans að
f jölskyldudramanu sem fengið
hefur farsæla lausn.
„Okkar ástarsamband hefur
alltaf verið svolítil teygja. Stundum
náið en síðan kemur alltaf fjarlægð.
Eitthvert rof. Þetta er bara beyglað
mynstur okkar á milli sem við ein
getum lagað,“ segir Hulda.
Mikael bætir við að það hafi fleira
í sambandi þeirra verið f lókið en
þau tvö. „Þarna voru líka Vottar
Jehóva, mamma í sértrúarsöfnuði
og svona sem ég fjalla líka um í bók-
inni. Þetta er rosalega flókið þegar
annar aðilinn í svona mæðginasam-
bandi er einhvern veginn að bíða
eftir heimsendi.“
Eitruð ást
„Ég held að okkur hafi báðum
tekist að skilja að samband okkar,
móður og sonar, hafi verið svona
„toxic relationship“, segir Mikael
og fullyrðir að allir sem reynt hafi
viti, óháð hvers konar ástarsam-
bandi þeir voru í, að eituráhrifin
eru ósýnileg þangað til stigið er út
úr eitraða sambandinu.
„Þangað til er fólk bara í tunn-
unni með öllu eitrinu. Hvort sem
það er móðir og sonur eða fólk sem
er í sambandi við maka og heldur að
allt sé rosa fínt þótt andrúmsloftið
sé í raun geislavirkt,“ segir Mikael
og bætir við að það séu ánægju-
stundirnar inni á milli sem slái fólk
þessari blindu.
„Samband okkar var svona
„toxic“ en var auðvitað gott líka. Við
áttum góðar stundir,“ segir Mikael
og Hulda tekur undir: „Yndislegar.
Dásamlegar,“ og Mikael minnir á
að merking þrífst á andstæðu sinni:
„Síðan áttum við fáránlegar stundir.
Ég man að þegar ég var unglingur
þá var þetta náttúrlega bara … En
ég held að maður geti ekki skrifað
um það eða skilið það nema maður
sé búinn að stíga út úr því. Þá sér
maður …“ Lengra kemst hann ekki
þar sem mamma grípur orðið og
lokar málinu: „Það er alveg rétt. Ég
er sammála því.“
Dásamlegt uppgjör
Varla þarf að fjölyrða um að það
er ekki andlegum heiglum hent að
gera upp erfið sambönd og tilfinn-
ingar fyrir augum allra sem horfa
vilja. Hulda segist hins vegar vera
komin á þann stað í lífinu að hún
fagni innilega frásögn Mikaels af
leitinni að týndu mömmunni í bréfi
sem er stílað á hana.
„Ég veit að bókin er bréf til mín
og mér finnst það dásamlegt,“ segir
Hulda bætir við að hún hafi ekki
reiðst þegar Mikael sagði henni frá
bréfinu, þótt hún hafi verið búin
að frábiðja sér f leiri bækur um fjöl-
skylduna. „Ég var búin að segja við
Mikka að ég væri ekki tilbúin í f leiri
partí,“ segir Hulda.
„Meiri bækur,“ útskýrir Mikael
áður en mamma hans heldur áfram:
„Og ég fann að þetta var vont fyrir
hann. Eða ég upplifði það þannig og
það var erfitt fyrir mig líka að setja
honum þessi mörk af því að ég hef
alltaf verið tilbúin til þess að vera
með honum í einhverju geimi.
Svo hringir hann í mig og ég vissi
það. Inni í mér. Í hjartanu að hann
var að skrifa bók. Hann sagði það
ekki en ég vissi það. Það eru einhver
tengsl þarna á milli mín og hans
sem er bara mjög erfitt fyrir fólk að
skilja og ég ætlast ekki til þess.“
Sektarkennd dauðans
Hulda segir að þegar hún hafi verið
með börnin hafi meðvirknin skrúf-
ast í botn. Hún hafi nánast kæft
strákana sína með ást, umhyggju
og ofverndun sem Mikki segir þá
bræður hafa markvisst reynt að
snúa upp í leiðindi og læti.
„Ég var alltaf með sektarkennd
dauðans og ég bara tók mig og
lamdi mig niður. Þú ert ljót, þú ert
vond, þú átt ekki tilverurétt, þú ert
bara ógeðsleg kona, hvernig gastu
látið börnin þín frá þér? Hvernig
gastu verið svona vond? Ég bara tek
þessa 28 ára ungu konu og bara lem
hana niður í svona brjálæðislegum
tilfinningum. Ég fæ sko gæsahúð
þegar ég tala um þetta.
Ég vissi ekkert hvar ég var stödd.
Fékk enga aðstoð, enga hjálp. Ekk-
ert. Og ég hætti sem vottur og fékk
enga aðstoð þar og bara stóð uppi
ein. Með allar mínar tilfinningar
sem ég réð ekkert við og vissi ekkert
hvað þær væru.
Þegar ég hugsa til baka, sem 67
ára gömul kona, í dag þá var þessi
28 ára kona svolítið að hefna sín á
manninum sem hún var gift. Sem
er rosalega sárt,“ segir Hulda um
tilfinningalegu blindgötuna sem
þau Mikki villtust niður eftir að
þau Torfi skildu. „Ég var búin að
vera heima með krakkana mína
þrjá. Hugsa um þau, hræra í kókó-
maltinu, bursta skóna þeirra …“
„Þú varst náttúrlega húsmóðir í
Vottum Jehóva,“ skýtur Mikael inn í
og bendir á að hún hafi þannig verið
undirokuð af feðraveldinu af fullum
þunga.
„Þú ert æðisleg mamma“
„Ég var bara alveg súpermamma en
svo bara gerist það, og það er ekk-
ert svo langt síðan, að ég fer að átta
mig á að þessi 28 ára kona var bara
rosalega týnd og leið bara of boðs-
lega illa.
Ég vissi ekkert hvernig ég átti að
höndla það en Biggi hefur hjálpað
mér með það. Hann benti mér á í
sálfræðitímum hjá honum að það
væri gegnumgangandi í samtölum
okkar að ég talaði um það þegar ég
yfirgaf strákana mína. Hann spurði
mig síðan hvenær það hafi verið
sem ég yfirgaf þá og ég sagði: „Þegar
ég lét þá frá mér.“
Þá segir hann: „Nei, þú hefur aldr-
ei yfirgefið þá. Þú hefur alltaf verið
til staðar. Og ég fór út frá honum
eins og … Ég get ekki lýst því. Þetta
var svo ógeðslega góð tilfinning,
ástartilfinning, og ég fór og keypti
blóm. Stóran blómvönd handa þess-
ari 28 ára gömlu konu og sagði: „Þú
ert æðisleg mamma, ég er að kaupa
þessi blóm handa þér. Þú ert 28 ára.
Þú ert æðisleg mamma.“ Þetta var
eins og að fá frelsi. Ég hafði aldrei
áður getað fyrirgefið þessari konu.
Ég kunni það ekki.“
Mæðginin hafa hér rétt gárað
yfirborðið þess tilfinningalega hyl-
dýpis sem þau spyrntu sér upp úr
hvort í sínu lagi með þeim árangri
að við eldhúsborðið í Heiðargerði
sitja þau í dag sem svo góðir vinir
að Mikael finnur ekki lengur hjá
sér þörf til þess að flýja af Facebook
þegar mamma gengur þar ljósum
logum.
Góðir Facebook-vinir
„Ég þoldi þetta ekki fyrst. Það
er ekki eins og ég sé algerlega heil-
brigður sko. Ég var að reyna að vera
rosalega gáfulegur og tala um pól-
itík og mamma alltaf bara sú fyrsta
sem kom strax með fjörutíu hjörtu.
Ég elska þig!“
Hulda skellir upp úr: „Svo var ég
tilbúin að segja frá mínum veik-
indum og hver ég var og hver ég var
ekki.“
„Allir þurfa einhvern tímann að
ganga í gegnum það að vera vand-
ræðalegir í kringum mömmu sína
en einhvern tímann þarf þetta að
hætta. Það getur vel verið að ég
hafi verið óvenju lengi hræddur við
mömmu vegna bakgrunns míns og
sögu okkar. En núna sér mamma
um upplestra og kynningar á bók-
inni á meðan ég sinni börnum í Vín.
Þannig að við erum ekki hrædd við
hvort annað lengur,“ segir rithöf-
undurinn sem lofar, heldur ósann-
færandi, að skrifa ekki f leiri bækur
um fjölskylduna. „Mamma er nú
þannig að hver dagur með henni er
ný saga. Önnur bók.“
ÞAÐ ER VOÐALEGA ERFITT
AÐ VILJA EKKI VITA ALLT
OG SITJA UPPI MEÐ MIG
SEM SON.
Mikki virðist ekki alveg viss um að geta haldið loforðið sem hann hefur gefið Huldu um að fjölskyldubækurnar verði ekki fleiri vegna þess að hver dagur með henni er efni í aðra sögu.
Leyndarmálið
„Hann birtist mér í fyrstu sem
góður maður sem sagðist vilja
mér vel en misnotaði svo vald
sitt og traust mitt og reyndi að
nauðga mér. Það að vera fórnar-
lamb kynferðisofbeldis er svo
flókið og margslungið að um
tíma vorum við vinir eftir sem
áður og þá reyndi hann aftur að
nauðga mér og aftur slapp ég.“
Þannig lýsir Mikael kynferðis-
legri misnotkun sem hann varð
fyrir í æsku og Hulda frétti fyrst
af þegar hún las bréfið. Vegna
þess að: „Ég gæti til dæmis aldr-
ei rætt þetta við þig, mamma,
undir fjögur augu. Ég þarf að
skrifa mig frá þessu eins og svo
mörgu öðru.“
3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
1
-1
5
A
4
2
4
6
1
-1
4
6
8
2
4
6
1
-1
3
2
C
2
4
6
1
-1
1
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K