Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 38
Hann sneri út úr öllum samskiptum við okkur fjölskylduna og atti stjórninni gegn okkur,“ segir Emilía. Það sé miður að stjórnendur félagsins og fleiri hafi trúað honum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR reyndi bara að hafa öll samskipti í lágmarki, bara það allra nauðsyn- legasta. Þetta var virkilega óþægi- legt en ég var ákveðin í að mig lang- aði til þess að reyna að keppa. Þetta yrði fyrsta keppnin mín í hálft ár og það skipti mig máli að reyna að komast í gegnum þetta allt saman.“ Emilía fór í keppnisferðina til Ríga í byrjun nóvember. Hún stóð á skautasvellinu og beið þess að kveikt yrði á tónlistinni svo hún gæti byrjað að skauta. En ekkert gerðist. Hún var kölluð að borði dómaranna og gefinn einnar og hálfrar mínútu frestur til að ná í varadisk með tónlist til þess að geta keppt. „Ég átti á hættu að verða dæmd úr keppni. Ég skautaði til þjálfar- ans og bað hann um varadiskinn. Hann þrætti fyrir og sagði að hann væri í fína lagi. Ég varð ákveðin við hann og sagði honum að láta mig fá varadiskinn, yfirdómarinn biði eftir honum. En hann neitaði enn. Það var ekki fyrr en yfirdómar- inn skarst í leikinn að þjálfarinn afhenti varadiskinn með semingi. Fyrir þá sem ekki vita þá gerist það varla að dómarar yfirgefi dómara- borðið til að skerast svona í leikinn en þeir sáu að þetta var ekki í lagi á milli okkar. Mér gekk hræðilega á skauta- svellinu þennan dag, ég náði ekki að losa mig við óþægindin og streit- una. Við eigum að geta skilið okkur frá tilfinningum okkar en ég gat það ekki.“ Kvöldið eftir keppnina bað þjálf- arinn Emilíu og móður hennar að hitta sig í hótelanddyrinu. „Hann úthúðar mér fyrir að sýna sér van- virðingu og vera dónaleg við sig og vísar í það þegar dómararnir þurftu að aðstoða mig við að ná af honum varadiskinum. Ég svara fyrir mig en hann heldur áfram að úthúða mér og finnur allt til sem hann getur. Hann öskrar á mig og segir mig rót alls vanda sem Skautafélagið glímir við. Ég sýni honum ekki virðingu, hlýði honum ekki og ég hafi slæm áhrif á yngri stúlkur í félaginu. Mamma reyndi ÞAU TRÚÐU ÖLL FRÁSÖGN ÞJÁLFARANS. ÉG VAR LÍKA SPURÐ HVORT ÉG VÆRI EKKI ORÐIN ÁTJÁN ÁRA. að koma mér til varnar og gekk á milli. Sagði að hann væri farinn langt yfir strikið og samtalinu væri lokið.“ Sagði systurnar vonlausar Emilía var á þessum tíma með eldri iðkendum í félaginu og því aðstoðaði hún oft yngri stelpur á keppnisferðalögum. Hjálpaði þeim að greiða sér og hafa sig til fyrir keppnir og hughreysti þær þegar þær voru stressaðar og óöruggar. Á mótinu í Ríga aðstoðaði hún unga stúlku sem bað hana um hjálp við að skilja hvernig hún ætti að útfæra atriðið sitt á svellinu. Það sneri öðruvísi en svellið heima á Akureyri. Emilía fór með henni á svellið og leiddi hana í gegnum prógrammið og reyndi að hugga hana en stúlkan grét af stressi. „Ég vildi bara hjálpa henni. Henni gekk ekki vel á mót- inu og seinna átti þjálfarinn eftir að nota það gegn mér. Það hefði verið ég sem hefði skemmt fyrir henni. Ég vissi alltaf undir niðri að hann myndi reyna að gera allt sem hann gæti til að gera mig ótrúverðuga og ýta mér út úr félaginu. En mig grunaði ekki að það yrði svona og að foreldrar annarra barna myndu trúa honum.“ Framhald á síðu 38 Emilía með foreldrum sínum og systur eftir útskrift frá MA. Foreldrar Emilíu reyndu að sporna við hörku þjálfarans sem beindist nú ekki aðeins gegn henni heldur einnig yngri systrunum sem voru þá átta og þrettán ára gamlar. „Hann var í raun bara hættur að þjálfa okkur systurnar og sagði okkur lélegar og með hegðunar- vandamál. Hann neitaði okkur um tíma hjá danskennara sem áttu að standa öllum nemendum til boða. Mamma og pabbi sendu kvörtun til stjórnar sem sagði málið byggt á misskilningi. Hann sneri út úr öllum samskiptum við okkur fjöl- skylduna og atti stjórninni gegn okkur. Eftir mikinn þrýsting var hins vegar ákveðið að halda fund um samskipti þjálfarans við mig. Það merkilega er að fundurinn snerist meira og minna um allt annað en áreitnina sem ég varð fyrir. Fókus- inn var á þrætur og mismunun og erjur á milli okkar.“ Þjálfarinn tekinn trúanlegur Fundurinn sem Emilía vísar til var með Skautafélagi Akureyrar, Íþróttabandalagi Akureyrar og List- hlaupadeild Skautafélags Akureyrar í mars 2018. Alls funduðu foreldrar hennar með Íþróttabandalaginu þrisvar sinnum að hennar sögn. Fyrir fundinn í mars 2018 höfðu foreldrar Emilíu lagt fram gögn til Skautafélags Akureyrar um til- raunir þjálfarans til að nálgast Emilíu og félagið leitað ráða hjá ÍBA vegna meints samskiptavanda við foreldra Emilíu. „Mér var sagt að það sem ég hefði lent í hefði verið óheppilegt en þau stæðu með þjálfaranum. Þjálfarinn fékk að mæta á þennan fund og á honum laug hann að foreldrum í stjórn félagsins að þetta væri allt mér að kenna og ég hefði skemmt fyrir stelpu á mótinu í Ríga. Þau trúðu öll frásögn þjálfarans. Ég var líka spurð hvort ég væri ekki orðin átján ára. Eins og kynferðis- leg áreitni ætti rétt á sér um leið og konur verða að kynverum. Að þá eigi þær bara að samþykkja allt slíkt og beygja sig undir það eins og það sé eðlileg hegðun. Á þessum tímapunkti leið mér eins og lífið væri búið en sem betur fer var ég með fjölskylduna mína mér við hlið. Þau voru þau einu sem stóðu með mér.“ Það var tekin ákvörðun um að Emilía, systur hennar og móðir f lyttu til Reykjavíkur. Faðir hennar býr enn á Akureyri í dag. „Við urðum vör við að það væri farinn af stað orðrómur um að við værum ekki að flytja vegna þjálfar- ans heldur vinnu pabba míns. Pabbi birti Facebook-status þar sem hann lýsti ástæðum þess að við vorum að flytja suður. Það væri vegna áreitni yfirþjálfarans og mismununar hjá félaginu. Skautafélag Akureyrar birti yfir- lýsingu á heimasíðu sinni þar sem lýst var yfir stuðningi við þjálfar- ann. Það vissu auðvitað ekkert allir að þetta snerist um mig þannig að ég fylgdist með félögum mínum og jafnvel fjölskyldumeðlimum dreifa yfirlýsingunni á Facebook til stuðn- ings Skautafélaginu. Vanlíðanin og álagið var svo mikið að ég gat þetta ekki lengur. Ég var á þriðja ári mínu í Mennta- skólanum á Akureyri en fékk með stuðningi skólans að vera í fjar- námi. Nú bý ég hér og tekst á við afleið- ingarnar með aðstoð sálfræðings og fagaðila. En ég get ekki f lúið heimabæinn algjörlega. Ég þurfti til dæmis að fara til Akureyrar vegna móts sem var haldið þar og það varð mér nánast ofraun. Ég mætti svo skelfilegu viðmóti og allur sárs- aukinn reis upp á yfirborðið. Þar fékk ég endanlega staðfest að fólk trúir því að þetta hafi allt verið mér að kenna. Ég væri með hegðunar- vandamál og þar væri rótin í þessu öllu saman. Það versta er að þessi framkoma leiddi til þess að um tíma trúði ég því að það gæti verið möguleiki á því að kannski væri ég bara svona slæm manneskja. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 0 -E E 2 4 2 4 6 0 -E C E 8 2 4 6 0 -E B A C 2 4 6 0 -E A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.