Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 49
Í Kebri Beyah skortir 83.500 íbúa aðgengi að vatni.
Það eru fleiri en íbúar í Kópavogi, Hafnarfirði og
Reykjanesbæ samanlagt. Kebri Beyah er hérað í
Sómalífylki sem er eitt af fátækustu fylkjunum í
Eþíópíu. Stöðugur hagvöxtur hefur verið í landinu í
meira en áratug en þjóðin býr enn við mikla fátækt. Á
lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísland er
nú númer sex er Eþíópía númer 173. Í Kebri Beyah búa
yfir 80% af 214 þúsund íbúum í dreifbýli og hafa
lifibrauð af landbúnaði.
Betur stæðir bændur eiga kameldýr, nautgripi, kindur
og geitur og þar sem skilyrði eru til rækta bændurnir
maís, hirsi, hveiti, grænmeti og ávexti. Vatnsskortur í
héraðinu veldur hins vegar sárri fátækt meðal
sjálfsþurftarbænda þar. Þegar lítið sem ekkert rignir
á hefðbundnum regntíma verður uppskeran rýr og
fátæktin sífellt sárari. Þegar loksins rignir er
jarðvegurinn orðinn grjótharður og regnvatnið nær
ekki að næra hann en rífur með krafti sínum
ræktarland í sundur.
Hjálparstarf kirkjunnar starfar með þeim 3.000
fjölskyldum sem búa við verstu skilyrðin í Kebri Beyah
að því að tryggja fæðuöryggi þeirra. Bændurnir fá
verkfæri og þurrkþolin fræ til ræktunar ásamt
fræðslu um skilvirkar aðferðir í rækun. Dýraliðar fá
þjálfun í að meðhöndla dýrasjúkdóma og bólusetja
búfé með bóluefni sem Hjálparstarf kirkjunnar
útvegar. Í framhaldi af fræðslu skipuleggur fólkið
landgræðsluhópa sem planta trjágræðlingum og
reisa stíflur og veggi í árfarvegum til að hefta jarðrof.
Þurrkar og óstöðugt veðurfar eru stærsta
ógnin við fæðuöryggi í Kebri Beyah
Í Kebri Beyah í Eþíópíu þarf fólk um langan veg eftir drykkjarhæfu vatni. Vatnsskorturinn viðheldur sárafátækt á svæðinu. Hjálparstarf kirkjunnar vinnur að því að bæta aðgengi að
drykkjarhæfu vatni, að fólkið geti tryggt fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði og að styrkja stöðu kvenna, samfélaginu öllu til farsældar.
Smitsjúkdómar eru algengir í dýrum á svæðinu. Dýraliðar fá þjálfun í meðhöndlun dýrasjúkdóma
og þeir bólusetja búfé með bóluefni sem Hjálparstarf kirkjunnar útvegar þeim.
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar bændur um plóga og þurrkþolin fræ til að rækta m.a. maís, hirsi
og haricot-baunir. Bændurnir fá auk þess fræðslu um skilvirkar aðferðir í ræktun.
Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar – 3
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
6
1
-7
3
7
4
2
4
6
1
-7
2
3
8
2
4
6
1
-7
0
F
C
2
4
6
1
-6
F
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K