Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 51

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 51
Í lýðheilsuskýrslu Úganda frá 2016 segir að 25% unglingsstúlkna á aldrinum 15–19 ára séu þar barnshafandi eða eigi börn nú þegar. Eftir því sem stúlkurnar búa við krappari kjör því fyrr ganga þær með börn og eignast fleiri segir í skýrslunni. Félagsráðgjafar UYDEL, samstarfsaðila Hjálparstarfs kirkjunnar í fátækrahverfum í höfuðborginni Kampala, segja ástæðurnar fyrst og fremst varnarleysi stúlknanna. „Stúlkurnar segja okkur að þær láti undan þrýstingi frá eldri piltum um að hafa kynmök sem síðan láti sig hverfa þegar þær verða þungaðar,“ segir Joanne Lunkuse, félagsráðgjafi UYDEL. Þegar stúlkurnar standa einar eftir með börnin versnar staða þeirra enn og oft er vændi eina leiðin fyrir þær til að sjá börnum sínum farborða. Markmið Hjálparstarfs kirkjunnar og UYDEL er að gefa unglingum sem búa við örbirgð möguleika á mannsæmandi lífi. Ár hvert fá yfir 500 unglingar í fátækrahverfum Kampala ársþjálfun í hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, fatasaum og fleiru. Eftir námið hjálpa félagsráðgjafar unga fólkinu að komast á starfsnemasamning í fyrirtækjum. „Í fyrra komum við 63% af nemendunum á samning, 21% nemendanna komu sér upp eigin starfsemi en 16% eru enn án vinnu,“ segir Joanne. Auk þess að fá þjálfun í iðngreinum í smiðjum UYDEL fá unglingarnir fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Samhliða fræðslunni fá unglingarnir smokka. Mikið er lagt upp úr því að styrkja sjálfsmynd og létta lund unga fólksins sem kemur úr ömurlegum aðstæðum í fátækrahverfunum. Í smiðjunum geta þau því líka lagt stund á dans, íþróttir leik- og sönglist. Úr varnarleysi í sókn til betra lífs Í smiðjum UYDEL, sem Hjálparstarf kirkjunnar fjármagnar, læra unglingarnir iðn svo þau geti séð sér farborða á sómasamlegan hátt. Stúlkurnar á myndinni eru að læra að búa til ástarpunga í smiðju UYDEL Í Bandahverfi í Kampala. Félagsráðgjafar vinna að því að koma stúlkunum á starfsnemasamning í iðn sem þær velja að sérhæfa sig í að námi loknu. Flestir unglinganna komast á samning sem starfsnemar eftir ársnám í smiðju UYDEL en sumir velja jafnvel að opna eigin sölu- eða viðgerðarbás að námi loknu. Vincent (t.v.) gerir nú við síma en verkfærin til þess fékk hann frá UYDEL og Hjálparstarfi kirkjunnar við útskrift eftir ársnám. Kjör Mariam breyttust mjög við að fá tækifæri í smiðju UYDEL. Hún varð móðir mjög ung og bjó við örbirgð en sinnir nú jafningjafræðslu um kynheilbrigði og rétt unglinganna til heilbrigðisþjónustu í smiðjunni ásamt því að vinna við hárgreiðslu. Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar – 5 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -5 F B 4 2 4 6 1 -5 E 7 8 2 4 6 1 -5 D 3 C 2 4 6 1 -5 C 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.