Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 52

Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 52
Hjálparstarf kirkjunnar undirbýr nú stærsta verkefnið innanlands á árinu; aðstoð við efnalitlar fjölskyldur um land allt fyrir jólin. Í fyrra leituðu 1.274 einstaklingar og fjölskyldur til okkar og við eigum von á svipuðum fjölda umsókna fyrir komandi jól. Okkur reiknast til að alls muni um 3.400 manns njóta góðs af starfinu. Aðstoðina veitum við fyrst og fremst með inneignarkortum í matvöruverslunum, jóla- og skógjöfum fyrir börnin og jólafatnaði. Við viljum að fjölskyldurnar sem til okkar leita geti átt gleðilegar stundir um jólin til að setja í minningabankann. Fólk sem býr við kröpp kjör getur leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar um efnislega aðstoð allt árið um kring. Við aðstoðum barnafjölskyldur sérstaklega í upphafi skólaárs og veitum styrki svo börnin geti stundað íþróttir, listnám og tekið þátt í frístundastarfi með vinum sínum og jafnöldrum. Ungmennum sem búa við efnislegan skort veitum við styrki fyrir námsgögnum og jafnvel skólagjöldum í framhaldsskólum. Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í neyð aðstoð við lyfjakaup og hægt er að nálgast notaðan fatnað án endurgjalds hjá stofnuninni á þriðjudagsmorgnum flesta mánuði ársins. Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar greina vandann með fólkinu sem hingað leitar, veita því félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning en við skipuleggjum líka valdeflandi verkefni í síauknum mæli. Saumaverkefni fyrir konur af erlendum uppruna er eitt þeirra verkefna. Yfir fimmtíu konur hittast nú einu sinni í viku og sauma alls kyns poka og fleira úr efni sem við höfum fengið gefins. Konurnar taka þannig þátt í umhverfisvernd um leið og þær fá félagsskap hver af annarri og komast út úr félagslegri einangrun. Pokarnir fást á skrifstofu Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík. Gleðileg jól óháð efnahag Fólk getur sótt sér fatnað til Hjálparstarfs kirkjunnar á þriðjudagsmorgnum allt árið um kring. Desember er þó sérstaklega annasamur tími. Sigrún Jónsdóttir, Mjöll Þórarinsdóttir og Elsa Sveinsdóttir eru í hópi öflugra sjálfboðaliða Hjálparstarfs kirkjunnar sem nú eru að setja fram spariklæðnað og fleira sem fólk sem býr við bág efni getur sótt sér fyrir jólin. Verkefnið „Taupokar með tilgang“ hefur heldur betur undið upp á sig. Fyrst mættu fimm konur til að njóta samverunnar og gera gagn um leið en nú eru þær orðnar 55 og komast ekki fleiri að sem stendur. Konurnar sauma nú meðal annars jólagjafapoka úr endurnýttu efni sem má nota aftur og aftur. „Ég fór í Hjálparstarfið til að reyna að láta gott af mér leiða,“ segir Hólmfríður Gunnarsdóttir sjálfboðaliði Hjálparstarfs kirkjunnar til tíu ára. „Við afgreiðum hér föt á þriðjudagsmorgnum, svipað og í verslun, nema fólk borgar ekki fyrir þau. Fötin koma sér vel fyrir fólk en fleira þarf þó að koma til.“ 6 – Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -5 A C 4 2 4 6 1 -5 9 8 8 2 4 6 1 -5 8 4 C 2 4 6 1 -5 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.