Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 70
Alþýðusamband Íslands og BSRB hleypa nú af stokkunum
Rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum og óska eftir
starfskrafti til að stýra og móta starf stofnunarinnar í góðu
samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Starfið veitir einstakt
tækifæri til að efla kjarabaráttu hreyfingarinnar með því að
auka þekkingu á stöðu launafólks og velferð almennings.
Óskað er eftir öflugum starfskrafti sem getur lagt drög að
og stýrt rannsóknarverkefnum á sviði vinnumarkaðsmála,
leitt saman fólk til þekkingaröflunar, miðlað þekkingu um
stöðu launafólks og velferð almennings og tekið þátt í
alþjóðastarfi fyrir hönd stofnunarinnar. Framkvæmdastjóri
heyrir undir stjórn rannsóknarstofnunarinnar.
Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi sem
greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið sendist á netfangið
drifa@asi.is.
Allar frekari upplýsingar veita Drífa Snædal í síma 535 5600
og Sonja Þorbergsdóttir í síma 525 8300.
Umsóknarfrestur er til 15.01.2020
Öllum umsóknum verður svarað. Starfskjör eru samkvæmt
samkomulagi. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um
starfið.
Hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist við stjórnun
rannsóknarverkefna og miðlun á niðurstöðum þeirra
• Kunnátta til að móta verkefni með það að markmiði að
auka þekkingu á stöðu launafólks
• Þekking á rannsóknum á sviði vinnumarkaðsmála, félags-
og efnahagsmála
• Skilningur á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og hug-
sjónum hennar
• Hæfni til að afla fjármagns í rannsóknir
• Góð færni í ensku og æskilegt að hafa góð tök á einu
Norðurlandamáli
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
• Reynsla af stjórnun rannsóknarverkefna mjög æskileg
• Reynsla af alþjóðastarfi er æskileg
Starfssvið:
• Hönnun og uppbygging rannsóknarstofnunarinnar
• Mótun og utanumhald rannsóknaverkefna
• Samskipti við kjörna fulltrúa í hreyfingunni, rannsakendur,
innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og stjórnvöld
• Þátttaka í opinberri umræðu um vinnumarkaðsmál
• Rekstur og stjórnun rannsóknarstofnunarinnar
• Gerð fjárhagsáætlunar fyrir rannsóknarstofnun og einstök
rannsóknarverkefni
Rannsóknir – samvinna – kjarabarátta
Langar þig að móta nýja rannsóknarstofnun
í vinnumarkaðsmálum?
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Stjórnunarleg og rekstrarleg ábyrgð á samþættri
heimaþjónustu í efri byggð
• Leiða áframhaldandi þróun þjónustunnar í
samstarfi við aðra þá sem koma að rekstri
heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg
• Ábyrgð á starfsmannamálum og framkvæmd
starfsmannastefnu í samráði við næstu
undirmenn
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
s.s íslenskt hjúkrunarleyfi
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg
• Haldgóð þekking og reynsla af stjórnun
og rekstri
• Þekking og reynsla af stjórnun á sviði
öldrunarþjónustu
• Framúrskarandi færni í mannlegum
samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og
skipulagshæfni
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög,
sem og reglur Reykjavíkurborgar
VIRÐING • VIRKNI • VELFERÐ
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts leitar að kraftmiklum
stjórnanda til að leiða og efla samþætta heimaþjónustu
í Breiðholti, Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og á Kjalarnesi
Þjónustan er veitt á daginn, á kvöldin og um helgar
og samanstendur af félagslegri heimaþjónustu, heimahjúkrun
og endurhæfingu í heimahúsi
Velferðarsvið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólveig Reynisdóttir
í síma 664-7720 eða solveig.reynisdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til 16. desember nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á www.reykjavik.is/storf
Deildarstjóri heimaþjónustu í efri byggð
Sindri í lagadeild HR
Sindri M. Stephensen hefur verið ráðinn í stöðu lektors við laga-deild Háskólans í Reykjavík.
Sindri starfaði áður sem aðstoðar-
maður forseta EFTA-dómstólsins
í Lúxemborg. Hann útskrifaðist
frá lagadeild Háskóla Íslands með
hæstu einkunn árið 2014 og lauk
viðbótarmeistaraprófi með ágætis-
einkunn í lögfræði frá Oxford-háskóla
árið 2017. Hann starfaði á Juris lögmannsstofu
áður en hann var ráðinn til EFTA-dómstólsins, auk þess
sem hann sinnti stundakennslu við lagadeild Háskóla
Íslands. Sindri hefur skrifað níu ritrýndar fræðigreinar
um lögfræði, meðal annars á sviði réttarfars, skattaréttar,
stjórnsýsluréttar og vinnuréttar.
Ásdís ráðin verkefnastjóri
Ásdís Kristinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri undir-búnings fyrir nýtt nám í
jarðvinnu sem ætlað er að stuðla
að nýliðun í faginu og auka gæði,
skilvirkni og tækninýjungar í
atvinnugreininni. Að undirbún-
ingnum standa Samtök iðnaðarins,
Félag vinnuvélaeigenda, Tækni-
skólinn og mennta- og menningar-
málaráðuneytið sem eiga fulltrúa í stýrihóp
verkefnisins. Ásdís er með B.Sc. í vélaverkfræði frá
Háskóla Íslands og M.Sc. í vélaverkfræði frá Canterbury
University á Nýja-Sjálandi. Hún hefur áratuga reynslu
úr orku- og veitugeiranum en þar starfaði hún lengst af
sem forstöðumaður Verkefnastofu og síðar sem forstöðu-
maður Tækniþróunar Veitna. Ásdís hefur setið í stjórnum
Gagnaveitu Reykjavíkur, Keilis – miðstöðvar fræða og
vísinda, Metans og Nýorku. Hún starfar nú sem stjórn-
unarráðgjafi hjá Gemba og kennir straumlínustjórnun
við Háskóla Íslands.
Nýr forstöðumaður
innan Seðlabankans
Lúðvík Elíasson hefur verið ráðinn í stöðu forstöðumanns rann-sókna og spáa á sviði hagfræði
og peningastefnu í Seðlabanka
Íslands. Lúðvík er með doktors-
próf í hagfræði frá University of
Washington í Seattle í Bandaríkj-
unum frá árinu 2001 en hann lauk
mastersnámi við sama skóla árið 1997
og grunnnámi í hagfræði frá Háskóla
Íslands árið 1994. Lúðvík hefur starfað á hagfræði- og
peningastefnusviði bankans frá mars 2018. Þar áður var
hann hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði bankans
tímabilið 2012-2018. Hann starfaði einnig á hagfræði- og
peningastefnusviði bankans tímabilið 2001-2005 og hefur
einnig starfað í fjármálakerfinu, í fjármálaráðuneytinu og
í háskólasamfélaginu.
Sigríður aðstoðarmaður
Guðmundar Inga
Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guð-
brandssonar, umhverfis- og
auðlindaráðherra. Sigríður er með
BA-próf í heimspeki, hagfræði
og stjórnmálafræði frá Háskól-
anum á Bifröst og meistaragráðu í
alþjóðasamskiptum frá IBEI, Institut
Barcelona d’Estudis Internacionals, í
Barcelona á Spáni. Hún hefur síðastliðin tíu ár
unnið við fréttir, fréttaskýringar og dagskrárgerð á RÚV.
Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins
kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður
blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar
greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til-
kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið:
nyttfolk@frettabladid.is
Nýtt fólk
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
1
-5
0
E
4
2
4
6
1
-4
F
A
8
2
4
6
1
-4
E
6
C
2
4
6
1
-4
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K