Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 102
sögum og sparaði það ekki. Við vorum í þessum æfingum uppi í Brautarholti og festum byssuna við spýtu úti á gangstétt. Skammt frá stóð stór tunna full af járnarusli úr verkstæðinu. Tveir kubbar voru fyrir framan hana sem átti að skjóta í til að vita hvað kúlan færi langt inn í þá. Svo kom þessi ægilega bomba, byssan sló og hentist alveg út í Nóa- tún og kúlan hafði farið gegnum báða kubbana, inn í tunnuna og út hinum megin. Þá var lagt blátt bann við frekari fallbyssusmíði. Ég hitti 20-30 árum seinna hálfdrukkinn mann á veitingahúsi sem sagðist hafa verið með mér í verknáminu og viðurkenndi að hafa stolið byss- unni. „Það er ágætt,“ sagði ég, „þá geturðu skilað henni.“ „Nei, henni var strax stolið frá mér.“ Ég rek augun í hnífa í slíðrum og öllum hlutum fylgir saga hjá Tóm- asi. „Einu sinni var auglýst sam- keppni um að smíða skógarhníf úr íslenskum viði. Mig dreymir að ég sé ofan í fjöru og sjái Frey koma upp úr sjónum í silfurlitri brynju og með járnhúfu á höfði, hann breytist í fugl sem sest á klett. Ég stökk fram úr og teiknaði þetta í snarheitum áður en ég gleymdi því. Smíðaði svo hnífinn, sendi hann í keppn- ina, fékk engin verðlaun en hann var kosinn vinsælasti hnífurinn. Skeftið er úr rót sem lá úti í garði og ég sagaði niður í sneiðar. Blaðið er úr stáli úr Baader-fiskvinnsluvél og slíðrið úr spýtum, klæddum roði.“ Af einum átta kotum Tómas er úr Reykjavík, kveðst ætt- aður af einum sjö eða átta kotum þar og á Nesinu. „Svo get ég rakið ætt mína að Stóru-Vogum á Vatns- leysuströnd. Þess vegna heiti ég Waage. Kominn af Magnúsi nokkr- um Jónssyni sem fór út að læra stór- skipasmíði og smíðaði eina 200 báta á sínum ferli. Ég er alinn upp við Litla dráttarvélin sló í gegn hjá konum og börnum á sýningu í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dúkurinn á eftir að koma utan um þessa grind sem er úr amerískum eðalviði. Björk skorin í dúk. Pínulítil mynd sem Tómas fór eftir er límd á bakið. Ýmsir gripir, meðal annars sjálfsmyndin sem Tómas er óánægður með. Lítil ljósapera breyttist í þyrlu. ÉG SKÝT AF LANGBOGA EINS OG VÍKINGARNIR Í GAMLA DAGA. ÞAÐ ER GAMAN, MIKIL EINBEITING OG HEILMIKIÐ LABB. handverksmenningu. Elsti bróðir minn, Steinar Waage, var fatlaður en var hvattur til að fara til útlanda að læra sjúkraskósmíði. Hann fékk stærðar silfurmedalíu fyrir sveinsstykkið sitt úti í Árósum, það voru verðlaun frá danska Iðnaðar- mannafélaginu fyrir besta hand- verkið í skólanum það ár.“ Hann segir afa sína hafa verið hagleiksmenn. „Föðurafi minn, Magnús Waage, gerðist bóndi vestur í Arnarfirði og smíðaði mikið úr tré og járni. Vatnsmyllusteinar hans eru til sýnis á Hrafnseyri. Þegar hann bjó til mylluna sögðu bænd- urnir: „Nú er illa komið fyrir Magn- úsi á Mýrarhúsum, nú nennir hann ekki að mala.“ Streðið var dyggð.“ Móðurafi minn, Tómas Snorra- son úreltist í hverju faginu á fætur öðru. Missti allt tvisvar, þrisvar en náði sér upp á milli með mikilli vinnu. Byrjaði með að læra stein- smíði á þeim tíma sem Alþingishús- ið var byggt og steinkjallarar víða. Svo kom sementið. Þá fór hann að sauma sjóstígvél úr leðri sem urðu fræg því þau héldu sjó. Svo komu gúmmístígvélin. Hann fór að vinna sem vélstjóri á mótor hjá Milljóna- félaginu í Viðey, varð stjórnandi þar og byggði sér steinhús í eyjunni. Svo fór Milljónafélagið á hausinn, þá gátu allir f lutt húsin sín nema afi. Hann f lutti til borgarinnar og fór að vinna við hafnargerðina. Zimsen borgarstjóri f lutti inn grjótmulningsvél, menn gátu varla borið orðið fram, hvað þá að menn hefðu séð eitthvað þessu líkt, ótal kassar með alls konar járnarusli en engar teikningar eða samsetningar- reglur með. Zimsen spurði afa hvort hann gæti ekki komið þessu saman og honum tókst það. Eftir þetta gerðist hann bóndi vestur í Staðar- sveit. Árið var 1917 – þarf að segja meira? Kuldi og snjóþyngsli, fjórtán þrep þurfti að moka á morgnana upp úr bænum til að hreinsa frá skorsteininum. Þarna var hann í tvö ár en hafði þó af að leggja vatn í bæi í sveitinni.“ Eins og víkingarnir Úr fortíðinni í nútímann. Tómas iðkar bogfimi, kveðst hafa byrjað á því í fyrra. „Ég skýt af langboga eins og víkingarnir í gamla daga. Það er gaman, mikil einbeiting og heilmikið labb. Færið er 18 metrar og maður nær í örvarnar og skýtur þeim aftur og aftur, þannig að með göngu að heiman og heim legg ég meira en þrjá kílómetra að baki á hverri æfingu.“ Kveðst vera hraustur að upplagi. „Svo er þetta líka spurning um skaplyndi og að hafa áhuga á einhverju. Ég er í Hinu íslenska f lugsögufélagi. Þar hitt- umst við einu sinni í viku, erum að gera upp gamla hluti og ljúga hver að öðrum.“ Framhald af síðu 46 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -4 7 0 4 2 4 6 1 -4 5 C 8 2 4 6 1 -4 4 8 C 2 4 6 1 -4 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.