Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 134

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 134
Hressir viðmælendur á línunni og 80s tónlist er númer 1, 2 og 3 hjá Sigga Hlö ALLA LAUGARDAGA MILLI 16:00 OG 18:30. VEISTU HVER ÉG VAR? Þetta var heilmikil vinna sem ég vissi ekki alveg á hvaða forsendum ég ætti að taka að mér og það var í því ferli sem ég fékk þá hugmynd að skrifa bara þennan konsert fyrir rafmagns- gítarinn,“ segir sá magnaði gítar- leikari Guðmundur Pétursson um verkið Concerto for Electric Guitar and Orchestra sem hann hefur loksins gefið út á plötu, stafrænt, á geisladiski og gamla góða vínylnum. Verkið varð til 2016 eftir að Guðmundur var beðinn um að f lytja gítarkonserta með Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og var frumflutt í Hofi á Akureyri síðar það sama ár. „Mér fannst eig- inlega heppilegra og meira spenn- andi fjárfesting að skrifa rafmagns- gítarkonsertinn heldur en að spila eitthvað sem aðrir hafa skrifað.“ Allt fram streymir Það liggur í tónlistarinnar eðli að óháð öllum sköpunarforsendum sækir hún iðulega í einhvers konar útgáfufarveg og því lá alltaf í loftinu að þannig myndi Guðmundur koma konsertinum frá sér. Útgáfan kostaði sitt, tíma, pen- inga og þolinmæði með viðkomu á tónleikum í Þórshöfn í Færeyjum. „Þá er ég búinn að gera einhverjar lagfæringar og breytingar á leiðinni og er byrjaður að hugsa með mér að ég þurfi einhvern veginn að festa þetta. Taka þetta upp,“ segir Guð- mundur. „Maður er búinn að vera mikið í músíkinni og þar er alltaf hluti af vinnunni hjá manni að taka upp og gefa hugsanlega út og þar kviknaði hugmyndin um að gefa þetta bara út á plötu.“ Óþolinmóður í rólegheitum Hægara sagt en gert, vitaskuld, að smala saman heilli sinfóníu- hljómsveit í slíkt verkefni. „Það var náttúrlega rándýrt og það þarf að æfa þetta vel þannig að þetta var langtíma markmið en ég er óþolin- móður og gat ekkert verið í þrjú ár einhvern veginn að koma þessu á koppinn,“ segir þessi annars yfir- leitt rólegi maður. „Ég er ekki óþolinmóður í mómentinu,“ segir hann þegar hann skýrir þessa þversögn í fari sínu og óþolinmæðina sem brýst „meira svona fram ef þetta liggur í einhverju sem ég hef áhuga á. Þá vil ég bara vinna það til enda og ekkert vera að láta það liggja í salti í ein- hverja mánuði og ár“. „Þegar maður fæst við list, sér- staklega músík, þá ertu alltaf að fá einhverjar nýjar hugmyndir og mér finnst allavega ekki gott að dvelja lengi við svona. Þessi konsert er til dæmis löngu orðinn að verki sem ég myndi ekkert endilega skrifa akkúrat svona í dag,“ heldur Guð- mundur áfram. Skyndisinfónía „Þannig að ég setti saman það sem mætti kalla mína eigin hljómsveit, í stúdíóinu náttúrlega. Það þarf marga strengjaleikara til að mynda svona sinfóníusánd en ég var með færri í stúdíóinu þar sem hægt er að láta þá spila oft ofan í þetta stóra strengjasánd. Eðli þessarar vinnu er bara þann- ig að þegar hugmyndin kemur loks- ins út, hvort sem það er uppi á palli eða einhvern veginn öðruvísi, þá er hún í raun og veru orðin gömul hugmynd þótt hún sé alveg ný fyrir þeim sem tekur á móti henni með því að hlusta.“ Guðmundur segir þetta sérstak- lega eiga við um stór verk eins og þetta. „Þá eru þetta alltaf gamlar hugmyndir sem er verið að bera á borð þar sem hugmyndir framtíð- arinnar eru alltaf að gerast núna.“ toti@frettabladid.is Gummi P þrykkir gítarsinfóníu á vínyl Verkefni sem Guðmundur Pétursson tók að sér fyrir Sinfóníuhljóm­ sveit Norðurlands varð að Concerto for Electric Guitar and Orch­ estra sem hann hefur nú gert aðgengilegt á allan hugsanlegan hátt. Gummi P er yfirvegaður og nennir engu hangsi þegar hann er á kafi í tónlistarpælingum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Konsertinn var hljóð- ritaður í pörtum um nokkurra mánaða skeið á síðasta ári og margir af helstu hljóðfæraleikurum landsins koma við sögu í verkinu sem er í þremur þáttum og er komið út á geisladiski, vínyl og staf- rænt. Guðmundur segist verða að gefa verk sem þetta út á geisladiski vegna tóngæða og upplifunarinnar. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R80 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -2 4 7 4 2 4 6 1 -2 3 3 8 2 4 6 1 -2 1 F C 2 4 6 1 -2 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.