Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 4
Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðremb- ingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld Guðmundur Oddur Magnússon, pró- fessor við LHÍ Veður V- eða breytileg átt 3-8 m/s. Létt- skýjað, en þykknar upp vestan til með deginum. Að mestu skýjað og dálítil él eða slydduél N- og vestan til á morgun, en áfram léttskýjað suðaustanlands. SJÁ SÍÐU 50 Þakkargjörð í Hámu Í gær var þakkargjörðardagurinn haldinn hátíðlegur í Hámu, veitingastofu stúdenta í Háskóla Íslands, eins og víða annars staðar. Fram var borinn kalkúnn og réttur fyrir grænkera. Kræsingunum voru gerð góð skil og allir voru sáttir, sælir og þakklátir ef að líkum lætur. FRÉTTABLAÐIÐ / ERNIR BLACK FRIDAY 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM VINNUMARKAÐUR Atvinnulausir voru 7.400 í október eða 3,6 prósent af vinnuaf li í landinu. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Atvinnu- leysi minnkaði um 0,1 prósent frá september síðastliðnum. Þá jókst atvinnuþátttaka um hálft pró- sentustig milli mánaða og var 82 prósent í október. Fram kemur að atvinnuþátttaka undanfarna sex mánuði hafi verið nokkuð jöfn. Þá kemur einnig fram að 209.500 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu- markaði í október. – jþ Atvinnulausir voru 7.400 í októbermáuði Atvinnuleysi minnkaði um 0,1 prósent frá septem- ber síðastliðnum. DÓMSMÁL Í gær var tekið fyrir mál sviðsstjóra hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands gegn hljómsveitinni og tón- leikahúsinu Hörpu. Er það vegna bótakröfu í tengslum við vinnuslys sem varð árið 2013. Að sögn Einars Gauts Steingríms- sonar, lögmanns sviðsstjórans, er Hörpu stefnt sem húseiganda og Sinfóníunni sem vinnuveitanda. Upphaf lega var f jármálaráðu- neytinu einnig stefnt sem launa- greiðanda, en eftir að ljóst var að Sinfónían bæri ábyrgð var fallið frá kröfum á ríkið. Sviðsstjórinn er nú í tímabundnu leyfi frá störfum. „Þetta er heiðarlegur ágreiningur um bótaskyldu í sjálfu sér,“ segir Einar Gautur. „Deilt er um hvort öryggismálin hafi verið í lagi hjá atvinnurekanda. Við teljum að svo hafi ekki verið en þau telja að svo hafi verið.“ Slysið varð þegar verið var að undirbúa tónleika og eru meiðslin varanleg. Einar segir málið meðal annars snúast um hver sé ábyrgð atvinnu- rekanda, hver sé ábyrgð húseiganda og hvort þeir beri báðir ábyrgð. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en líkur eru á því að hún verði í febrúar á næsta ári. Sinfóníuhljómsveit Íslands vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Hörpu fyrir vinnslu þessarar fréttar. – khg Sviðsstjóri í mál við Sinfóníuna og Hörpu Verið var að undirbúa tónleika þegar slysið varð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR M E N N IN G Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Lista- háskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í aug- lýsingu um stofnfund Félags sjálf- stæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Über- mensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþátta- hyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þess- ari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á af káralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skop- mynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kyn- þáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll til- vísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem for- síðumynd Morgunblaðsins sunnu- daginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa full- trúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálf- stæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jóns- son margar myndir fyrir f lokkinn. kristinnhaukur@frettabladid.is Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Auglýsing um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál hefur vakið mikla athygli. Hafa margir bendlað hana við nasisma og karlrembu. Prófessor við Listaháskólann segir myndmálið fasískt og stalínískt. Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -2 7 E 4 2 4 5 F -2 6 A 8 2 4 5 F -2 5 6 C 2 4 5 F -2 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.