Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 72

Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 72
TÓNLEIKAR Verk eftir Hjalta Nordal, Þorkel Nordal og Jón Nordal Hallgrímskirkja Sunnudaginn 24. nóvember Flytjendur: Dómkórinn í Reykja- vík, Björn Steinar Sólbergsson, Frank Aarnink, Hávarður Tryggva- son, Inga Rós Ingólfsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir Einsöngvarar: Harpa Ósk Björns- dóttir og Jón Svavar Jósefsson Stjórnandi: Kári Þormar Særingamaðurinn, The Exorcist, er ein magnaðasta hrollvekja allra tíma. Á Netflix er að finna heim­ ildarmynd eftir sama leikstjóra, William Friedkin, sem fjallar um raunverulegar andasæringar. Þær virðast talsvert saklausari en í skáld­ skapnum og eru að minnsta kosti mjög frábrugðnar Umbót eftir Hjalta Nordal, en verkið var flutt í Hallgrímskirkju á sunnu­ daginn. Umbót byggir á einhverju orðljótasta særingakvæði sem um getur, Snjáfjallavísum hinum síðari. Jón lærði Guðmundsson orti þær í viðureign við einstaklega illskeyttan draug. Kvæðið samanstendur af for­ mælingum: „Far niður, fýla, fjand­ ans limur og grýla … Fúll fjandans bolur …“ Of einsleitt Tónlistin var flutt af Dómkórnum og nokkrum hljóðfæraleikurum, en Kári Þormar stjórnaði. Í takt við kvæðið var músíkin brjálæðisleg, ómstríð og fráhrindandi. Auðvitað er ekkert að því, listaverk eiga síður en svo að vera alltaf sæt og huggu­ leg. Vandamálið hér var að ekkert gerðist annað en skrækir í kórnum og barsmíðar hljóðfæraleikaranna, án merkjanlegrar stígandi. Fyrir bragðið var tónlistin aðeins hávaði, það vantaði í hana einhvers konar framvindu og dýpt. Hún var of eins­ leit. Þess ber þó að geta að Hjalti, sem er ungur að árum, er enn að læra, og krafturinn í tónmálinu bendir að minnsta kosti til þess að hann sé efnilegt tónskáld. Heillandi dulúð Þorkell Nordal átti hina tón­ smíðina fyrir hlé. Hún bar nafnið Orðfæri, og var mun skáldlegri en hin fyrri. Sveim­ kennt andrúmsloft í upphafi var grípandi, og orð á stangli sem ómuðu eins og úr fjar­ lægð, voru heillandi dulúðug. Kaflar verksins voru fjórir, og í síðustu tveimur söng kórinn meira „hefðbundið“. Það var ekki alveg eins spennandi, laglínurnar voru aldrei það bitastæðar að tónlistin kæmist á flug. Helsti galli verksins var samt að organistinn, Björn Steinar Sólbergs­ son, þurfti að gefa kórnum tóninn í byrjun kafla þrjú og fjögur, sem eyðilagði stemninguna. Af hverju gat Þorkell ekki bara samið millispil sem hefði tengt kaf lana betur og verið tóngjöf í leiðinni? Í ágætu jafnvægi Eftir hlé var komið að Jóni Nordal, afa tónskáldanna á fyrri hluta tón­ leikanna. Fluttir voru Óttusöngvar að vori. Meginuppistaðan í textan­ um er Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen, sem er innblásið af Sólarljóðum, en einnig kemur hefð­ bundinn kaþólskur messutexti við sögu. Óttusöngvar eru sá hluti tíðabæna sem beðnar eru snemma morguns, og eftir því er tónlistin full af andakt og helgi. Hún er mjög víð­ feðm, allt frá dökkum ómstríðum yfir í dáleiðandi hendingar, ákaflega fagrar. Hér loksins gat Dómkórinn sýnt hvað í honum býr, söngurinn var í ágætu jafnvægi, tær og þéttur, tilfinningaþunginn og innilegur. Einsöngvararnir, þau Harpa Ósk Björnsdóttir sópran og Jón Svavar Jósefsson kontratenór, stóðu sig prýðilega, frammistaða þeirra var örugg og markviss í hvívetna. Hljóð­ færaleikurinn var sömuleiðis snyrti­ legur og heildarmyndin sterk. Bravó. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónlistin var misáhuga- verð, verk Jóns Nordal stóð upp úr. Far niður … fjandans limur Hjalti og Þorkell Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BJARNI ARA LATIBÆR SIGGA KLINGJÓLASVEINAR HELGA MÖLLER ÍRIS LIND & SJONNI INGÓ VEÐURGUÐ Ljósaskiltið Velkomin er verk eftir Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísardóttur. Í desember taka fulltrúar Nýlista­safnsins höndum saman og efna til listaverkabasars í Nýlista­ safninu þar sem listaverk yfir 50 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósa­ innsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má telja. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Basarinn fer fram í húsakynn­ um Nýlistasafnsins í Marshall­ húsinu dagana 1.–22. desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur, meðal annars bókakynning, föndurvinnustofur fyrir yngstu kynslóðina og vínyl­ hlustunarpartí. Ljósabasar Nýló er fjáröf lunar­ viðburður til stuðnings Nýlistasafn­ inu. Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er listamannarekið safn og sýningar­ rými. Markmið Nýló er að varðveita og sýna samtímalist og vera vett­ vangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist. Nýló hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóð­ lega listamenn frá sjötta áratugnum til dagsins í dag. – kb Ljósabasar Nýlistasafnsins 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R58 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -5 9 4 4 2 4 5 F -5 8 0 8 2 4 5 F -5 6 C C 2 4 5 F -5 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.