Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 72
TÓNLEIKAR Verk eftir Hjalta Nordal, Þorkel Nordal og Jón Nordal Hallgrímskirkja Sunnudaginn 24. nóvember Flytjendur: Dómkórinn í Reykja- vík, Björn Steinar Sólbergsson, Frank Aarnink, Hávarður Tryggva- son, Inga Rós Ingólfsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir Einsöngvarar: Harpa Ósk Björns- dóttir og Jón Svavar Jósefsson Stjórnandi: Kári Þormar Særingamaðurinn, The Exorcist, er ein magnaðasta hrollvekja allra tíma. Á Netflix er að finna heim­ ildarmynd eftir sama leikstjóra, William Friedkin, sem fjallar um raunverulegar andasæringar. Þær virðast talsvert saklausari en í skáld­ skapnum og eru að minnsta kosti mjög frábrugðnar Umbót eftir Hjalta Nordal, en verkið var flutt í Hallgrímskirkju á sunnu­ daginn. Umbót byggir á einhverju orðljótasta særingakvæði sem um getur, Snjáfjallavísum hinum síðari. Jón lærði Guðmundsson orti þær í viðureign við einstaklega illskeyttan draug. Kvæðið samanstendur af for­ mælingum: „Far niður, fýla, fjand­ ans limur og grýla … Fúll fjandans bolur …“ Of einsleitt Tónlistin var flutt af Dómkórnum og nokkrum hljóðfæraleikurum, en Kári Þormar stjórnaði. Í takt við kvæðið var músíkin brjálæðisleg, ómstríð og fráhrindandi. Auðvitað er ekkert að því, listaverk eiga síður en svo að vera alltaf sæt og huggu­ leg. Vandamálið hér var að ekkert gerðist annað en skrækir í kórnum og barsmíðar hljóðfæraleikaranna, án merkjanlegrar stígandi. Fyrir bragðið var tónlistin aðeins hávaði, það vantaði í hana einhvers konar framvindu og dýpt. Hún var of eins­ leit. Þess ber þó að geta að Hjalti, sem er ungur að árum, er enn að læra, og krafturinn í tónmálinu bendir að minnsta kosti til þess að hann sé efnilegt tónskáld. Heillandi dulúð Þorkell Nordal átti hina tón­ smíðina fyrir hlé. Hún bar nafnið Orðfæri, og var mun skáldlegri en hin fyrri. Sveim­ kennt andrúmsloft í upphafi var grípandi, og orð á stangli sem ómuðu eins og úr fjar­ lægð, voru heillandi dulúðug. Kaflar verksins voru fjórir, og í síðustu tveimur söng kórinn meira „hefðbundið“. Það var ekki alveg eins spennandi, laglínurnar voru aldrei það bitastæðar að tónlistin kæmist á flug. Helsti galli verksins var samt að organistinn, Björn Steinar Sólbergs­ son, þurfti að gefa kórnum tóninn í byrjun kafla þrjú og fjögur, sem eyðilagði stemninguna. Af hverju gat Þorkell ekki bara samið millispil sem hefði tengt kaf lana betur og verið tóngjöf í leiðinni? Í ágætu jafnvægi Eftir hlé var komið að Jóni Nordal, afa tónskáldanna á fyrri hluta tón­ leikanna. Fluttir voru Óttusöngvar að vori. Meginuppistaðan í textan­ um er Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen, sem er innblásið af Sólarljóðum, en einnig kemur hefð­ bundinn kaþólskur messutexti við sögu. Óttusöngvar eru sá hluti tíðabæna sem beðnar eru snemma morguns, og eftir því er tónlistin full af andakt og helgi. Hún er mjög víð­ feðm, allt frá dökkum ómstríðum yfir í dáleiðandi hendingar, ákaflega fagrar. Hér loksins gat Dómkórinn sýnt hvað í honum býr, söngurinn var í ágætu jafnvægi, tær og þéttur, tilfinningaþunginn og innilegur. Einsöngvararnir, þau Harpa Ósk Björnsdóttir sópran og Jón Svavar Jósefsson kontratenór, stóðu sig prýðilega, frammistaða þeirra var örugg og markviss í hvívetna. Hljóð­ færaleikurinn var sömuleiðis snyrti­ legur og heildarmyndin sterk. Bravó. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tónlistin var misáhuga- verð, verk Jóns Nordal stóð upp úr. Far niður … fjandans limur Hjalti og Þorkell Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK BJARNI ARA LATIBÆR SIGGA KLINGJÓLASVEINAR HELGA MÖLLER ÍRIS LIND & SJONNI INGÓ VEÐURGUÐ Ljósaskiltið Velkomin er verk eftir Katrínu I. Jónsdóttur Hjördísardóttur. Í desember taka fulltrúar Nýlista­safnsins höndum saman og efna til listaverkabasars í Nýlista­ safninu þar sem listaverk yfir 50 listamanna verða til sölu. Verkin eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg en eiga það öll sameiginlegt að tengjast ljósi á skapandi hátt: Verk um ljós, verk sem lýsa, ljósa­ innsetningar, neonljós, kertaljós, ljósmyndir, huglæg ljós og áfram má telja. Markmiðið er að lýsa upp skammdegið. Basarinn fer fram í húsakynn­ um Nýlistasafnsins í Marshall­ húsinu dagana 1.–22. desember. Fjölbreyttir viðburðir fyrir fólk á öllum aldri verða haldnir á meðan á basarnum stendur, meðal annars bókakynning, föndurvinnustofur fyrir yngstu kynslóðina og vínyl­ hlustunarpartí. Ljósabasar Nýló er fjáröf lunar­ viðburður til stuðnings Nýlistasafn­ inu. Nýlistasafnið, eða Nýló eins og safnið er nefnt í daglegu tali, er listamannarekið safn og sýningar­ rými. Markmið Nýló er að varðveita og sýna samtímalist og vera vett­ vangur fyrir tilraunir og alþjóðlega umræðu um myndlist. Nýló hefur verið einn helsti vettvangur fyrir samtímalist á Íslandi og á einstakt safn verka eftir íslenska og alþjóð­ lega listamenn frá sjötta áratugnum til dagsins í dag. – kb Ljósabasar Nýlistasafnsins 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R58 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -5 9 4 4 2 4 5 F -5 8 0 8 2 4 5 F -5 6 C C 2 4 5 F -5 5 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.