Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 88
Netflix fann konung-lega gullnámu í The Crown. Þriðja þáttaröðin er brak-andi fersk milli tannanna á fólki og vinsældirnar eru slíkar að sú fjórða er handan við hallarhornið og þá munu heldur betur æsast krúnu- leikar þegar Díana prinsessa, Sarah Ferguson og Margaret Thatcher storma á sviðið og atburðir færast stöðugt nær okkur í tíma. Langlífi þáttanna er í raun, eins og hjá Elísabetu sjálfri, skrifað inn í genamengi þeirra þar sem perver- sjónir, klaufagangur af komenda Elísabetar, með reglulegu tilfinn- ingalegu uppnámi í höllinni, leggja grunninn að framhaldsþáttum hraðar en hægt er að kvikmynda þá. Kannski eigum við eftir að fá að sjá Obama knúsa litlu ömmustrák- ana hennar Díönu í náinni Netflix- framtíð? Munu foreldrar Meghan tromma upp við hirðina? Eigum við kannski eftir að slást í för með Andrési prins í heimsókn til höfuð- perra ríka og fræga fólksins, Jeffrey Epstein? Möguleikarnir eru enda- lausir. toti@frettabladid.is Dramatíseraðir krúnuleikar Windsoranna Klámvísukvöld í Hvíta húsinu Fólk þarf ekki að hafa neina sér- staka yfirburðaþekkingu á bresku konungsfjölskyldunni til þess að átta sig á að Windsorarnir eru ekki eins áhugaverðir og þeir eru í The Crown. Líklega er Filippus drottningarmaður kaldlyndur, svipljótari en Voldemort og fádæma orðheppinn þegar hann er í skepnuskapi, sá eini þeirra sem gæti spjarað sig hjálparlítið sem persóna í skáldskap. Sukklíf og helsjúkt hjónaband Margrétar prinsessu hefur einnig með smá kryddi reglulega kippt þáttunum upp um einn gír eða svo. Og aldrei hefur hún verið hressari en í þriðju seríu þar sem Helena Bonham-Carter glansar í hlutverki hennar. Hún og sá endalaust vanmetni leikari Clancy Brown, sem Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, eru burðarbitar eins besta og umtalaðasta þáttar nýju seríunnar þegar Margrét mætir til kvöld- verðar í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir ströng fyrirmæli frá Betu, stóru systur, um að hún eigi að bera sig konunglega sleppir hún fram af sér beislinu, fer með klámvísur, gerir lítið úr John Kenn- edy og heillar Johnson upp úr skónum, opnar lánalínu og bjargar efnahag Bretlands. Frábær þáttur og skemmtileg saga en því miður algert kjaft- æði byggt á staðreyndum. Peter Morgan, þáttarstjórnandi The Crown, hefur viðurkennt að hafa skellt skáldafáknum á skeið í þessum þætti og búið til hliðar- veruleika þar sem Margrét ryður út úr sér klámvísum, smellir kossi á forsetann og snýr heim sem hetja. Hún mætti vissulega til kvöld- verðar í Hvíta húsinu, ásamt eigin- manninum Snowdon lávarði og í dagbók Hvíta hússins var fært til bókar að forsetinn hefði dansað umtalsvert þetta kvöld, við flestar konur á staðnum og hefði gengið heldur seint til náða. Óskir bresku ríkisstjórnarinnar um lánafyrirgreiðslu voru ekki á dagskrá prinsessunnar. Ekkert frekar en sá gagnkvæmi skilningur sem á að hafa myndast milli vara- forseta Kennedys og varadrottn- ingar Elísabetar. En hafa skal það sem betur virkar. Konungsfjölskyldan stæði tæpast undir vinsældum The Crown ef höfundarnir poppuðu persónur og at- burði ekki ítrekað upp þannig að þættirnir ákaflega sannfærandi sögufölsun þar sem öll atburðarásin hvílir á raunverulegum atburðum og ekki er allt sem sýnist. Ekki alveg Júlía og Rómeó Eins og frægt er orðið hafði Camilla Shand, síðar Parker- Bowles, hernumið hjarta Prinsins af Wales löngu áður en hann kvæntist lafði Díönu Spencer þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann væri ekki alveg viss um merkinu þess að vera ástfanginn. Þessi frumástarsaga prinsins er ýkt hressilega í The Crown þar sem Karl og Camilla verða ígildi Rómeó og Júlíu sem Mountbatten lávarður, frændi hans, og amma hans, Elísabet drottningarmóðir, gengu úr skugga um að fengju ekki að njótast og fleyttu Camillu í hjóna- band með sperrileggnum Parker-Bowles. Þetta gengur ekki alveg upp þar sem Mountbatten og drottningarmóðirin voru svarnir óvinir sem hefðu seint gengið í slíkt bandalag. Ást Karls á Camillu eins og hún birtist í þátt- unum kviknaði áður en kynni þeirra hófust síðla árs 1972. Prins pervertanna Andrés prins hefur lagt sitt þunga lóð á vogarskálar gremju móður sinnar og hefur heldur bætt í ef eitthvað er í seinni tíð. Eins og fífl hefur hann með perversjónum og hroka sennilega verið útlægur ger úr höllinni. Hann fitjaði upp á sitt konunglega trýni í fyrra þegar hann tjáði sagnfræðilegum ráðgjafa þáttanna að hann myndi aldrei horfa á The Crown. Senni- lega eins gott hans vegna en við erum alveg til í að fá að sjá meira af skandalasögunni endalausu sem hann hefur skrifað sjálfum sér á lífsleiðinni. Þögult pönk Með örfáum undantekningum skautar The Crown alveg fram hjá tónlistarmenningarsögulegum stórbyltingum í Bretlandi sem endurómuðu um gervalla heims- byggðina. David Bowie fékk þó sitt augna- blik undir lok þriðju seríu þegar Anna prinsessa brunar á kagg- anum sínum til Buckingham-hallar með Starman í botni. Virðingarvert en hvernig er hægt að sniðganga Bítl- ana, líta fram hjá Stones og láta eins og pönkið og Sex Pistols hafi ekki snúið öllu á hvolf með því að leika undir silfurafmæli drottningarinnar með því að garga God Save The Queen með eftirminni- legum tilþrifum? 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R74 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -4 F 6 4 2 4 5 F -4 E 2 8 2 4 5 F -4 C E C 2 4 5 F -4 B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.