Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 6
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Skilur eftir sig fjögur börn sem óska eftir aðstoð Jóna
Júlía lést aðeins 45 ára gömul.
Hún var einstæð fjögurra barna
móðir. Hrundið hefur verið af stað
söfnun fyrir börn hennar.
2 Gekk fram á lifandi hnúfu bak í fjörunni: „Aldrei hægt að ná
honum út“ Jón Halldórsson, land-
póstur í Hólmavík, gekk fram á
lifandi hnúfubak á Gálmaströnd.
3 Draumur 10 ára barna varð að engu: Sátu heima grátandi
„Einu fórnar lömbin í þessu öllu
saman eru krakkarnir, sonur minn
er grátandi.“
4 Söfnun fyrir Garðar Smára sem missti aleiguna í bruna:
„Skelfileg staða“ Hann er 22 ára
öryrki vegna einhverfurófs og
missti aleiguna í bruna á Akureyri.
Stofnaður hefur verið styrktar-
reikningur fyrir Garðar Smára.
5 Trump birti mynd af sér sem Rocky Enginn virðist vita hvað
for seta Banda ríkjanna gengur til
með mynd birtingunni en ýmsar
kenningar hafa verið viðraðar.
Birgir Jónsson leiðir þessa dagana miklar breytingar á rekstri Íslandspósts. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
VIÐSKIPTI Íslandspóstur er tilbúinn
með örugga lausn fyrir dreifingu á
áfengi ef lagaramminn utan um net-
verslun með áfengi breytist á næsta
ári. Þetta segir Birgir Jónsson, for-
stjóri Íslandspósts, í samtali við
Fréttablaðið.
„Þegar við fréttum af áformunum
fórum við af stað og teiknuðum upp
lausn. Í henni felst að við getum
dreift áfengi í gegnum dreifikerfið
okkar með skjótum hætti, séð til
þess að viðtakandinn sé sá sami og
pantaði, og gengið úr skugga um að
hann sé yfir aldurstakmarkinu,“
segir Birgir sem tók við sem forstjóri
Íslandspósts í byrjun sumars.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hyggst leggja
frumvarp fyrir Alþingi í mars á
næsta ári sem heimilar kaup á
áfengi í netverslunum hér á landi
án aðkomu Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. Samkvæmt
núgildandi lögum er fólki einungis
heimilt að kaupa áfengi í erlendum
netverslunum og þarf þá að greiða
virðisaukaskatt og áfengisgjald.
„Við erum tilbúin að ríða á vaðið
ef lögin breytast. Það er mikil
gróska hér innanhúss og starfs-
menn eru að hugsa í lausnum,“ segir
Birgir.
Eins og greint var frá í Markað-
inum í vikunni er árangurinn af
hagræðingu Íslandspósts að koma
í ljós. Útlit er fyrir að afkoman verði
við núllið á næsta ári eftir stanslaust
tap um margra ára skeið. Birgir
segir að viðsnúningi hafi verið náð
á sama tíma og þjónusta við við-
skiptavini hafi verið stóraukin.
Íslandspóstur hefur til að mynda
þróað ýmsar nýjungar í þjónustu
við netverslanir og býður nú upp á
heimsendingu samdægurs. Þá hefur
verið þróuð lausn til að dreifa mat-
vörum úr verslunum innan nokk-
urra klukkustunda.
„Það sem við gerðum var að við
settumst niður og fórum að hlusta.
Við erum búin að vera í miklu sam-
tali við netverslanir og viðskipta-
vini þeirra á síðustu mánuðum.
Það var haldinn góður fundur
með um 70 eigendum netverslana
og einnig höfum við fylgst með
umræðum um þjónustu fyrirtækis-
ins á samfélagsmiðlum. Út úr þessu
gátum við greint hvaða þjónustu-
þætti þyrfti að bæta og með hvaða
hætti.“
Íslandspóstur mun setja upp
nærri 50 ný póstbox um allt land
og hefst uppsetning næsta vor. Þá
geta viðskiptavinir valið mun fleiri
þjónustustaði en verið hefur. Eins
og staðan er í dag er Pósturinn ekki
með nein póstbox á landsbyggð-
inni. Mikil áhersla verður lögð á
sjálfsafgreiðslu.
„Lykillinn að þessu eru stafrænar
lausnir en allar fjárfestingar okkar á
næsta ári munu snúast um stafræna
þjónustu og þróun,“ segir Birgir.
thorsteinn@frettabladid.is
Íslandspóstur tilbúinn með
lausn fyrir dreifingu á áfengi
Íslandspóstur hefur þróað lausn til að dreifa áfengi ef lagaramminn um netverslun með áfengi breytist
á næsta ári. Ganga úr skugga um að viðtakandi sé sá sami og panti og að hann sé yfir aldurstakmarki.
Allar fjárfestingar fyrirtækisins á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun.
Náðu að besta afhendingu á kvöldin
Íslandspóstur hefur náð miklum
árangri í bestun á heimkeyrslu
á kvöldin en þar hefur hlutfall
pakka sem eru afhentir farið úr
75 prósentum í um 90 prósent.
Á sama tíma hefur afhendingar-
glugginn verið styttur í 60 mínút-
ur en hann var áður 5 klukkutímar.
„Þetta var þannig að þú fékkst
SMS-um að pakkinn kæmi á
milli kl 17-22 og varst í hálfgerðu
stofufangelsi. Nú segjum við að
glugginn sé klukkutími og ef sá
tími hentar illa þá geturðu látið
vita og afhendingin tekur þá mið
af því.“
21. - 22. DESEMBER Í HÖRPU
Miðasala fer fram á harpa.is/jolagestir. Nánar á senalive.is/jolagestir
AuÐur · Birgitta Haukdal · FriÐrik Ómar · GDRN
Gissur Páll · Jón Jónsson · Svala · Þóra Einarsdóttir
ÁSAMT SIGURVEGARA JÓLASTJÖRNUNNAR 2019
STÓRSVEIT JÓLAGESTA SKIPUÐ LANDSLIÐI HLJÓÐFÆRALEIKARA · STRENGJASVEIT JÓLAGESTA
KARLAKÓR INN ÞRESTIR · REYKJAVÍK GOSPEL COMPANY · BARNAKÓR KÁRSNESSKÓLA
L I V E
FJARSKIPTI Síminn og Vodafone eru
stærstu fyrirtækin á markaði fyrir
heimasíma hér á landi með um 93
prósent hlutdeild. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í nýjum upp-
lýsingum um fjarskiptamarkaðinn
frá Póst- og fjarskiptastofnun.
Dregið hefur úr fjölda áskrifenda
með heimasíma milli ára og mín-
útum fækkaði um 15 prósent frá í
fyrra. „Gagnamagn á farsímaneti
heldur áfram að aukast en það hefur
verið mjög mikil aukning undan-
farin ár með innleiðingu á 4G,“ segir
í tilkynningu PFS. Þá kemur fram að
áskrifendum með sjónvarp yfir netið
hafi fækkað um fjögur prósent frá í
fyrra, voru 96.160 á miðju ári 2019 en
100.504 á miðju ári 2018. – gar
Netáskriftum
að sjónvarpi
fækkar stöðugt
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-3
B
A
4
2
4
5
F
-3
A
6
8
2
4
5
F
-3
9
2
C
2
4
5
F
-3
7
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K