Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 52
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Þegar ég byrjaði að vinna sem flugfreyja árið 1972 þá þróaðist það þannig að ég tók ákvörðun um að vera reglulega úti um hátíðarnar og hef óskað eftir því í gegnum tíðina. Vissulega finnst mér best að vera heima um jólin en ég fer líka út með glöðu geði. Mér finnst gott að vita fyrir fram að sennilega verði ég úti um jólin og get þá skipulagt mig í kringum það. Þegar dætur mínar tvær voru yngri voru þær stundum hjá afa sínum og ömmu um jól á meðan ég var í vinnunni. Það voru ómetanlegar stundir fyrir þau öll,“ segir Björg með bros á vör. Í eitt skipti var hún í 35 þúsund feta hæð þegar jólin gengu í garð. „Ég gleymi því aldrei. Ég var með góðum vinkonum í áhöfn á leið til Ameríku. Þegar klukkan sló sex fengum við allar kökk í hálsinn og tár í augun. Við fundum svo sterkt fyrir jólaandanum. Það er öðruvísi tilfinning þegar maður er kominn yfir hafið þegar jólin byrja. Þá fær maður ekki þessa saknaðaratil- finningu heldur gleðst yfir þessum tímamótum.“ Björg segir hefð fyrir því að áhafnir geri eitthvað skemmtilegt saman um jólin. „Mér er minnis- stætt að eitt sinn þegar ég var í Boston fékk áhöfnin eldhúsið á hótelinu lánað. Við höfðum fengið matarpakka frá Icelandair, sem í var hangikjöt, rauðkál og baunir, Nóa konfekt og vorum með malt og appelsín. Ein flugfreyjan gerði upp- stúf á meðan við hin dekkuðum borð og skreyttum í stóru herbergi sem hótelið lánaði okkur. Að mál- tíð lokinni fórum við í pakkaleik og það var mikið fjör hjá okkur.“ Björg segir sérlega gaman að vera í New York um áramót. „Það er ólýsanlegt að vera á Times Square þegar áramótin ganga í garð en þar safnast gríðarlegur mannfjöldi saman. Það er mikil stemning þegar talið er niður í miðnætti og kúlan í turninum látin falla,“ segir Björg og bætir við að það hafi verið sérstakt að fylgjast með því hvað göturnar voru líka fljótar að tæmast. Hún hefur líka verið í háloft- unum um áramót á leið frá Doha til Filippseyja. „Á miðnætti skáluðum við í Jeddah-kampavíni sem samanstendur af sódavatni og eplasafa. Þá var ég á leið í verkefni í Papúa fyrir Icelandair, en mér finnst ómetanlegt að vinna hjá fyrirtæki sem hugsar jafn vel um sitt starfsfólk og Icelandair,“ segir hún. Í kyrrð og ró í sveitinni Þegar Björg er heima um jól er hún ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða í Mývatnssveitinni. „Það er dásam- legt að vera í Mývatnssveit og við höfum verið þar tvisvar um jól. Mikil kyrrð og ró, náttúrufegurðin ólýsanleg. Á Þorláksmessukvöld eru tónleikar í Reykjahlíðarkirkju, þar sem tónlistarfólk úr sveitinni kemur fram. Ég og maðurinn minn, Halldór Þorlákur Sigurðsson, ákváðum að gera hlutina öðruvísi í Mývatnssveitinni en í Reykjavík og skreytum berstrípað birkitré í staðinn fyrir grenitré,“ segir Björg, Á æskuárunum hafi jólatréð aldrei verið skreytt fyrr en á Þorláks- messukvöld. „Við börnin vorum ekki með í því heldur komum við fram á aðfangadagsmorgni og misstum málið af hrifningu þegar við sáum alla fegurðina. Kveikt var á jólaseríunum klukkan sex þegar jólin voru hringd inn.“ Skrautið er tekið upp þegar líða tekur að árlegu skötuboði á heimili Bjargar. „Við höldum vanalega skötuboð viku til tíu dögum fyrir jól. Mér finnst svo þægilegt að halda skötuboðið tímanlega því þá er minna stress og fólk leyfir sér að staldra lengur við. Ég byrja að skreyta heimilið örlítið í kringum það. Á Þorláksmessu fer ég svo í skötuveislu til frænda míns en mér finnst skata æðislega góð. Á mínum ungdómsárum var skata hversdags- matur,“ segir Björg. Fyrsta jólaskrautið, sem er jóla- sveinn, keypti Björg í New York um 1973 en hann er í miklu uppáhaldi. „Nýlega freistaðist ég til að kaupa jólabúdda, líka í New York.“ Í 35 þúsund fetum á jólum Björg Jónasdóttir flugfreyja hefur oft verið í útlöndum um jól vegna vinnu sinnar. Hún gleymir því seint þegar hún var í háloftunum þegar jólin gengu í garð. Það er ólýsanlegt að vera á Times Square þegar áramótin ganga í garð en þar safnast gríðarlegur mannfjöldi saman, segir Björg Jónasdóttir flugfreyja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -8 0 C 4 2 4 5 F -7 F 8 8 2 4 5 F -7 E 4 C 2 4 5 F -7 D 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.