Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 9
byli ,og víða mikið ræktað. Virðist þar sem annars staðar í Breiðdal vera mjög* búsældarlegt. I fallegum hvammi meðfram ánni var kvöldmatur snæddur. Ræddi fólkið saman um það sem fyrir augu hafði borið á ferðinni. Hafði einn tekið eftir þessu og annar hinu. Kom það mjög vel í ljós .að fólk er misjafnlega eftirtekt- arsamt. Þegar komið var á vegarenda var snúið til baka, og ekið út í Breið- dalsvík, og voru athugaðir allir hlutir. Þar á meðal nýtt verzlunarhús, sem kaupfélagið þar er að ljúka við smíði á og að nokkrum hluta er tekið í notkun. Má lieita að þar sé engin kaupmanna- verzlun, og kom fólkinu saman um, að hér væri það eins og það ætt að vera, enginn kaupmaður. Eftir nokkra stund á Bre.ðdalsvík var ekið til baka inn að samkomu- húsinu, sem er rétt við veginn, um 5 km. frá Breiðdalsvík. Voru þar komnir kaupfé’agsstjórarnir frá Djúpavogi og Hornafirði með nokkuð af .sánu útvalda liði. Þar voru komnir harmoniku- spilarar ofan af Fljótsdalshéraði, sem þykja lagnir að skemmta og sæmilega sætir. Síðan streymdi unga fólkið úr sveitinni að, og eftir nokkra stund féllust allir í faðma og dansinn dun- aði og svall langt fram á nótt. Þegar dansinum lauk óku allir heim, nema við langferðafólkið, sem svaf fram á morgun í samkomuhúsinu. Kaupfélagsstjórinn okkar var með í ferðinni. Gisti hann hjá prestinum í Heydölum, skammt frá samkomuhús- inu. Kom hann tímanlega um morgun- inn, og tilkynnti að nú skyldi dagur- inn, sem var sunnudagur og sólríkur og góður sem aðrir dagar, notast vel. Fyrst var ekið suður að Þiljuvöllum á Berufjarðarströnd. Þar beið mótorbát- ur, sem kaupfélagið á Djúpavogi sendi eftir okkur ,og flutti okkur til Djúpavogs. Stillilogn var á firðinum. Þegar að bryggju var komið tók starfsfólk kaupfélagsins á Djúpavogi á móti okkur, og sýndi okkur kaupfélag- Sligið um borð í „Arnarey“ á Þilju- völlum ið, kirkjuna, skólann og umhverfi staðarins. Síðan bauð kaupfélagsstjór- inn öllum upp á ágætis kaffi, og var okkur eftir tveggja tíma viðdvöl fylgt á bryggju, og þar kvöddum við hið ágæta fólk á Djúpavogi. Þökkuðum við vel fyrir móttökuniar og hróp- uðum húrrá fyrir Kaupfélagi Djúpa- vogs. Sigldum á sæinn, þvert yfir fjörðinn, með hraði í bílana og ók- um aftur að samkomuhúsi Breiðdæl- inga. Kaupfélag Héraðsbúa hafði útbú- ið okkur með miklu nesti. Ték nú kvenfólkið sig til og matreiddi ágætan miðdag. A l>orðum var hangikjöt af Brúaröræfum, ávaxtagrautur, rjómi og margt fleira. Allir voru glaðir og saddir. Kl. 5 var ekið af stað, sömu leið heim. Mjög var glatt í bílnum, mikið sungið og rifjuð upp smá æfintýri, er fyrir höfðu komið og ekki eru skrá- sett. Til Reyðarfjarðar var komið um kl. 12 um kvöldið, enginn þreyttur, allir glaðir og ánægðir og (11 þökkum við Kaupfélagi Héraðsbúa fyrir þessa á- gætu ferð. Sams konar j)akklæti send- um við Breiðdælingum og þeim á Djúpavogi fyrir hinar ágætu við- tökur. Einn á aftasta bekk. 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.