Hlynur - 15.12.1956, Qupperneq 13

Hlynur - 15.12.1956, Qupperneq 13
KYNNIKVÖLD VÉLADEILDAR Véladeild SIS bauð nýlega starfs- mönnum sínum að Hringbraut 119 og Kópavogshálsi til kvöldfundar í sam- komusal Sambandshússins. Voru þar sýndar kvikmyndir og síðan boðið til kaffidrykkju. Sigurlinni Sigurlinnason, forstöðumaður, bauð starfsmenmna vel- komna til fundarins og kvað hann hald- inn til reynslu, væri það von sín að slíkir fundir stuðluðu að auknum kynn- um starfsmannanna. Því þótt þeir störf- uðu allir undir sama þaki, þá væri sannleikurinn sá, að margir kynntust ekkert í störfunum, en það væri þó raunar æskilegt og sjálfsagt. Starfsmennirnir létu hið bezta yfir þessari nýbreytni og æsktu þess að þeim yrði haldið áfram. Þykir þessi fyrsti fundur hafa gefist vel og vera hvatning til frekar áframhalds. Aðalfundur . . . Framh. af bls. 2. felur stjóm félagsins eftirgreind verk- efni: a) að viða að sér upplýsingum um laun starfsmanna hjá sambærilegum stofnunum við Sambandið. b) að fengnum nefndum upplýsing- um að ræða við framkvæmdastjórn SIS um launmál starfsmanna SIS og æski- legar endurbætur á þeim“. Að fundi loknum var öllum boðið til kaffidrykkju, sem var framborið með heitum Iummum. Salurinn var skreytt- ur með myndum úr Ijósmyndakeppni HLYNS, en sýning á þeim var opnuð í fundarbyrjun. HAUST Þú haustsins hljóði blær Kvæði og teikning: Jóhannes Jörundsson. 13

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.