Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.01.1974, Blaðsíða 8
Arabaríkin hafa notað olíugróða sinn til margs lconar uppbyggingar. Hér er nýr tœkniskóli í Saudi-Arabíu. háþróaði iðnaður Vestur-Evr- ópu, Bandaríkjanna og Japan muni sem heild verða að þola almennan samdrátt á þessu ári. Gagnvart iðnverkafólki kemur þetta fram í styttri vinnuviku, auk þess sem víða verður lokað yfir stórhátiðir og sumarleyfa- tíma, og er þess víða farið að gæta í löndum Evrópu. Einkum er þetta þó áhyggjuefni í Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem einn af hverjum sjö starfandi íbúum hefur lífsframfæri sitt af bíla- iðnaðinum, en lika eru ítalir áhyggjufullir, því þeir voru ein- mitt að komast út úr fjögurra ára samdráttartímabili. Þá má heldur ekki gleyma Bretum, en nýhafin efnahagskreppa þar í landi kemur óneitanlega á versta tíma, svo að í heild má segja, að horfurnar séu allt ann- að en góðar fyrir hin iðn- væddu ríki Vestur-Evrópu. Vestur-Þýzkaland Svo aftur sé vikið að áliti sér- fræðinganna, þá létu þeir skoð- un sína í ljós á ástandi og horf- um i nokkrum einstökum lönd- um. Varðandi Vestur-Þýzkaland var álit þeirra, að olíuskortur- inn myndi enn auka stöðnun í efnahagslífinu, sem þar hefði verið fyrirsjáanleg, jafnvel þótt hann hefði ekki komið til. Fyrir titlkomu hans var spáð 3% hag- vexti í landinu, sem er aðeins um helmingur þess sem var á s.l. ári, og nýrri spár gera ráð fyrir 10—11% minni orku til afnota en 1973. Afleiðingin af þessu verður sú, að atvinna minnkar og atvinnuleysingjum fjölgar um helming, eða upp í um 2,7% af vinnuafli landsins. Þetta mun þó ekki nema í takmörkuðum mæli bitna á Þjóðverjum sjálf- um, heldur fyrst og fremst á þeim mikla fjölda verkamanna, sem leitað hafa atvinnu í land- inu úr sunnanverðri Evrópu á liðnum árum. Bílaframleiðsla og -þjónusta er sú atvinnugrein, sem harð- ast verður úti af þessum sökum, enda gætti þess þegar á árinu 1973. í október dróst salan sam- an um 30% frá sama mánuði 1972 og í nóvember um 50%. Það þýðir, að færri bílar bætast á göturnar en þeir, sem teknir verða úr umferð, og þótt það dragi úr umferðarþunganum og bensíneyðslunni, þýðir það samt minni viðskipti fyrir framleiðendur og þjónustuaðila í þessari grein. Ef úr þessu ræt- ist á seinna helmingi ársins, þegar vonazt er til, að ástand- ið hafi jafnazt eitthvað, og út- flutningur dregst ekki saman, getur þýzkur bílaiðnaður í hæsta lagi gert sér vonir um að standa í endum í árslok hvað afkomuna snertir. Frakkland í Frakklandi er ekki enn að sjá nein kreppumerki, t. d. er sunnudagaakstur þar enn leyfður og verzlanir skýra frá mikilli sölu nú fyrir jólin. Fólk þar virðist ekki vera uggandi um framtíðina í sama mæli og í ýmsum nágrannalöndum, og hefði olíukreppan ekki komið til, er gert ráð fyrir, að þjóðar- framleiðslan hefði aukizt á ár- inu um 4—4,5%. En jafnvel þótt Frakkland fái meiri olíu en ým- is nágrannalandanna, getur það ekki horft fram hjá þeirri stað- reynd, að efnahagsástand þeirra hlýtur að hafa meiri eða minni áhrif á ástandið einnig þar. Þannig má gera ráð fyrir minnkaðri eftirspurn eftir út- flutningsvörum landsins, sem komi fram í lækkuðu verðlagi, og sömuleiðis þurfa Frakkar að gera ráð fyrir að þurfa veita allmiklu fleiri landsmönnum vinnu á árinu en 1973, svo að ekki er ósennilegt, að atvinnu- leysi aukist nokkuð, jafnframt því sem spáð er um 10% verð- bólgu. Bretland í Bretlandi skiptir það tals- verðu máli, að ánægja manna yfir inngöngu landsins i EBE hefur dvínað nokkuð þann tíma, sem síðan er liðinn. Af því leið- ir, að bandalagið er ekki eins öflugt sem stendur og vonazt var til að það yrði eftir stækkun þess, sem aftur hefur í för með sér, að Bretar reyna meir að standa á eigin fótum efnahags- lega en ella hefði verið. Efnahagsvöxturinn í landinu hafði þegar hægt á sér, þegar olíukreppan kom til sögunnar ásamt verkfalli kolanámu- 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.