Hlynur - 15.01.1974, Side 11

Hlynur - 15.01.1974, Side 11
í HLYN, 10. tbl. síðasta árs, birtist grein eftir Sigurð Mark- ússon frkvstj. um telexnotkun hér á landi, og var þar m. a. varpað fram ýmsum spurning- um, sem óskað var eftir svari við írá forráðamönnum Pósts og síma. í hefti af Simablaðinu, sem út kom núna fyrir jólin, er grein Sigurðar endurprentuð á- samt svargrein eftir Þorvarð Jónsson yfirverkfræðing, sem við endurprentum hér með góð- fúslegu leyfi ritstjóra blaðsins. Svar við g>-ein S. M. í 10. tbl. HLYNS 1973 um telex Fyrst vil ég leiðrétta nokkrar villur, sem slæðzt hafa í grein S. M. i- hvað er telex? Á telextækjum á íslandi er engin valskífa eins og á talsíma- tækjum. Valið fer hér fram á þann hátt, að tölurnar í valinu eru sendar til sjálfvirku telex- stöðvarinnar með fjarritanum sjálfum, þ.e.a.s. á sama hátt og tölur eru sendar í skeytum milli notenda. Sum lönd eru með val- skífu, eins og lýst er í greininni, en þróunin er sú að flest þeirra eru að reyna að leggja hana niður. Kostir þess að velja á þann hátt sem við gerum eru: 1. Fjótara val. Sending hvers tölustafs er ca. 7 sinnum fljót- ari en með talsímaskifu. 2. Tölustafirnir í valinu prentast á blaðið i fjarritanum og því er hægt að fylgjast með þvi að rétt hafi verið valið. 2. TÆKNILEGIR ANNMARKAR. Telexnotendur á íslandi utan Reykjavíkur eru nú 3 i Kefla- vík, 1 í Hafnarfirði, 1 á Húsa- vik og 3 á Akureyri, og þar bíður sá fjórði eftir uppsetningu. 3. HVAÐ KOSTAR TELEX? Misritun er á ársfjórðungs- gjaldi fyrir bæjarlínur kr. 2.200, en á að vera kr. 2.000. Einnig eru misritanir á telex- gjöldum til erlendra stöðva. Samband við Austurríki greiðist með kr. 43,— pr. mínútu en ekki kr. 46,—, og til Bandaríkj- anna kr. 252,— pr. mínútu en ekki kr. 267,—, og til Danmerkur kr. 37,— pr. mínútu en ekki kr. 39,—. Til Evrópulanda er hægt að senda ca. 1 mínútu fyrir sama verð og 2—3 orð í símskeyti, en á einni mínútu er hægt að senda 67 orð. Flestir telexnotendur leigja innbyggðan aukabúnað fyrir gatastrimil úr pappir, þ.e.a.s. innbyggðan endurgatara, sem gatar strimilinn, og innbyggð- an vélsendi. Stofngjaldið fyrir strimiltækin er kr. 10.500,— og ársfjórðungsleigan er kr. 4.200. Þessi viðbótartæki gera telex- notandanum kleift að prenta skeytið bæði á blað fjarritans og sem göt á pappírsstrimilinn, áð- ur en sambandið er valið, og síðan senda skeytið með vél- sendinum, sem pappírsstrimlin- um hefur verið stungið í. Með þessum hætti er hægt að vanda skeytin betur og einnig sparast sendingartimi, því vélsendirinn sendir skeyti með mesta mögu- lega hraða, sem er 400 stafir á mínútu eða 67 orð á mínútu. Þess skal getið, að á stofn- gjöld og ársfjórðungsgjöld bæt- ist 13% söluskattur, og á sam- bandsleigur 3% söluskattur, sem er 13% af hluta íslands í leig- unni. Að lokum sný ég mér að þeirri spurningu, sem beint er að for- ráðamönnum Pósts og síma. Ég get ekki gefið neina yfir- lýsingu í þessu máli fyrir póst- og símamálastjórnina, og verður því þetta svar mitt einungis sú persónulega skoðun, sem ég hef á þessu máli. Ritsímalinur frá Reykjavík til hinna ýmsu þéttbýliskjarna á íslandi eru mjög dýrar. Þar þarf að setja dýran endabúnað á tal- línu til þess að gera henni kleift að yfirfæra ritsímamerkin. Ef kleift á að vera fyrir Póst og síma að framkvæma þá fjárfest- ingu, sem þessi löngu telexsam- bönd útheimta, verður leiga i einhverju formi að koma á móti. Þrjár leiðir eru mögulegar að minu áliti. 1. Sú sem nú er notuð að leigja viðbótarlínur telexnot- andanum, en á móti kemur, að þeir geta sent telexskeyti til Reykjavíkur fyrir sama gjald og greitt er innanbæjar í Reykja- vík, þ. e. a. s. kr. 7,75 pr. mín- útu. 2. Taka enga eða minni fasta leigu fyrir viðbótarlínuna, en hækka verulega minútugj aldið og hafa það mismunandi hátt miðað við lengd línunnar. 3. Setja upp litlar telexstöðv- ar á stærstu stöðunum úti á landi, eins og t. d. á Akureyri. Þessi möguleiki er ekki fær vegna kostnaðar fyrr en 20—30 notendur eru fyrir hendi á staðnum. Með þessari lausn fengist betri nýting á þeim rit- símalínum, sem notaðar væru til Reykjavíkur. Þessi lausn getur ekki orðið nein almenn lausn, því að hún leysir aðeins stærstu þéttbýliskjarnana og yrði því að taka upp þær lausnir, sem nefndar eru í punktum 1 og 2, fyrir telexnotendur utan þeirra. Telexþjónusta á íslandi hófst árið 1962 með handvirkri tel- exstöð, og 9. 5. 1970 var hún gerð HLYNUR 11

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.