Hlynur - 15.01.1974, Page 16
75. tölublaðið
Eins og ýmsa mun reka minni til
var útgáfu HLYNS breytt seint á
árinu 1967 í það horf, sem hún er
nú í, og að meðtöldu þessu janúar-
blaði hafa síðan samtals komið út
af honum 75 tölublöð í þessu formi.
Það er í sjálfu sér ekki ástæða til
að minnast þessa atburðar með sér-
stakri viðhöfn, en eigi að síður
viljum við þó doka aðeins við og
líta yfir farinn veg af þessu tilefni.
Þennan tíma hefur blaðið kapp-
kostað að vera vettvangur, sem
spannaði sem víðast yfir allt það
umfangsmikla svið, sem nefnist
samvinnumál. Það er ekki aðeins,
að þar sé um að ræða félagsmál og
atvinnurekstur samvinnumanna á
6. !bl. 1972
Júní 1972.
íslandi, svo umfangsmiklir sem
þessir þættir einir út af fyrir sig
eru orðnir, heldur er samvinnu-
hreyfingin alþjóðahreyfing, sem
hefur innan sinnan vébanda milj-
ónir og aftur miljónir fólks um
allan heim. Þar við bætast svo
fjöldamörg atriði, sem varða marg-
vísleg svið viðskipta og þjónustu og
snerta samvinnumenn beint og ó-
beint í störfum þeirra.
Blaðið hefur reynt að rækja það
hlutverk sitt eftir föngum að
greina jafnan frá hinu nýstárleg-
asta, sem er að gerast á þessum
sviðum. Hins vegar gefur auga leið,
að því er svo þröngur stakkur skor-
inn bæði að því er snertir starfs-
krafta og blaðsíðufjölda í mánuði,
að ekki getur verið um fullkominn
fréttaflutning af öllum þessum
efnum að ræða, en á hinn bóginn
hefur verið leitazt við að grípa á
hinu fréttnæmasta hverju sinni,
hvort sem er með viðtölum við
leiðandi menn eða greinum um af-
mörkuð efni. Af viðtökunum, sem
blaðið hefur fengið hjá lesendum
sínum í hópi samvinnustarfsmanna
og annarra, er ekki annað að ráða
en að þeim hafi fallið þetta allvel
í geð og blaðið hafi notið þeirra
vinsælda, sem efni stóðu til.
Þá er heldur ekki úr vegi að
minna á það við þetta tækifæri, að
öll heftin 75, samtals um 1.200 blað-
síður, eru enn fáanleg hjá Fræðslu-
deild Sambandsins, en þó aðeins
takmarkað upplag af sumum þeirra.
Hvetjum við alla lesendur til að at-
HLYNUR
L TBL. 1967
Nóvember 1967.
Maí 1970.
huga það í tíma, hvort þeir hafi
glatað einhverjum heftum, og bæta
þá úr því, áður en þau ganga til
þurrðar. Þessi 75 hefti eru slík náma
af fróðleik um þróun samvinnu-
starfsins s. 1. sex ár, að enginn
sannur samvinnumaður getur án
þeirra verið.
H L Y N U R
Blað um samvinnumál
1. tbl. 22. árg.
janúar 1974
Hlynur er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Landssambandi ísl. samvinnustarfsmanna
og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritsfjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðsson.
Auk þeirra eru í ritnefnd Sigurður Jónsson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá
Fræðsludeild Sambandsins, Ármúla 3, Reykjavík. Verð kr. 275.00 érgangurinn. Kemur út mán-
aðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
16 HLYNUR