Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 2
Fræðslumálin í brennidepli Frá aðalfundi Sambandsins Fræðslu- og félagsmál sam- vinnuhreyf inga: innar voru að þessu sinni sérstakt umræðuefni á aðalfundi Sambandsins. Þar var m. a. lögð fram ýtarleg skýrsla um áformaðar breyting- ar á þessu sviði, og að loknum miklum umæðum samþykkti f undu: inn ályktun um þetta efni. Þar er lýst stuðningi við þessar b eytingar og lögð á- herzla á, að unnið verði ötul- Iega að útb eiðslu Samvinnunn- ar í nýjum búningi félags- mannablaðs, og sömuleiðis að eflingu Bréfaskóla SÍS & ASÍ og Samvinnuskólans. Auk þess var verðtrygging lífeyris mjög á dagskrá á fundinum, og sam- þykkti hann sérstaka ályktun um það mál. Aðalfundur Sambandsins var að þessu sinni haldinn 6. og 7. júní s.l. að Bifröst í Borgarfirði. í upphafi fundar minntist for- maður Sambandsstjórnar, Jakob Frímannsson, nokkurra sam- vinnumanna, sem látizt höfðu frá síðasta aðalfundi. Fundar- stjóri var kjörinn Ágúst Þor- valdsson fyrrv. alþm., aðstoðar- fundarstjóri Ólafur Sverrisson, Borgarnesi, og fundarritarar þeir Gunnlaugur P. Kristinsson, Akureyri, Jóhann Hermannsson, Húsavík, og Gunnsteinn Karls- son, Reykjavík. Frá nokkru af því, sem fram kom á fundinum, hefur þegar verið skýrt i frétta- bréfinu Sambandsfréttum, en vegna hinna mörgu lesenda HLYNS, sem fá það ekki, verður hér á eftir skýrt frá hinu merk- asta, sem þar gerðist. Velta og rekstur Sambandsins í skýrslum þeirra Jakobs Frí- mannssonar stjórnarformanns og Erlendar Einarssonar for- stjóra kom að vanda fram marg- víslegur fróðleikur um rekstur Sambandsins og Sambandsfé- laganna á liðnu ári. Heildarvelta Sambandsins ár- ið 1973 jókst verulega eða varð 11.253 miljónir króna á móti 7.509 milj. árið 1972, sem er aukning um 3.744 milj. eða 49,9%. Veltan skiptist þannig niður á aðaldeildir Sambands- ins, að Búvörudeild velti 2.096 milj., Sjávarafurðadeild 3.624 milj., Innflutningsdeild 2.549 milj., Véladeild 1.046 milj., Skipadeild 453 milj., Iðnaðar- deild 1.305 milj. og aðrar smærri starfsgreinar 180 milj. Tekjuafgangur Sambandsins á árinu varð 173,7 milj., og var þá búið að færa til gjalda vaxta- greiðslur að upphæð 216,7 milj. og afskriftir eigna 145,2 milj. Af þessum tekjuafgangi var 36,9 milj. ráðstafað i endurgreiðslur til Sambandsfélaga og fisk- vinnslustöðva, 17,2 milj. voru greiddar i vexti af stofnsjóðum Sambandsfélaga og 30,9 milj. voru færðar beint á höfuðstól sem söluverð eigna umfram bók- fært verð. Endanlegur tekjuaf- gangur á rekstursreikningi var því 88,7 milj. á móti reksturs- halla að upphæð 56,8 milj. á reikningi ársins 1972. Þá hækkaði rekstrarkostnaður Sambandsins mjög mikið á ár- inu, að nokkru vegna aukinna umsvifa í rekstrinum, en þó fyrst og fremst vegna þeirra miklu hækkana, sem urðu á svo til öllum rekstrarliðum. M. a. hækkuðu þrír stærstu rekstrar- liðirnir verulega, eða launa- greiðslur um 28,6% og urðu 649,2 milj., vaxtagreiðslur um 47,7% og urðu 216,7 milj. og opinber gjöld um 38,6% og urðu 79,0 milj. Fastráðnu starfsfólki Sam- bandsins fjölgaði um 100 á ár- inu og taldi 1.550 manns í lok ársins. Skipting þess eftir störf- um í árslok var sem hér segir: Skrifstofufólk 257, verzlunar- og lagerfólk 185, farmenn 137, verkafólk 305, iðnaðarfólk 609 og annað starfsfólk 57. Á árinu fjárfesti Sambandið samtals i fasteignum, vélum og skipum fyrir 206,0 milj. Stærstu liðirnir i þessum fjárfestingum voru ms. Dísarfell, byggingar, vélar og tæki i verksmiðjunum á Akureyri, nýja birgðastöðin í Reykjavík, fóðurblöndunarstöð- in við Sundahöfn og vélar og tæki í kjötiðnaðarstöð Búvöru- deildar. Afkoma Sambandsfélaganna Heildarvelta Sambandsfélag- anna árið 1973 var 14.647 milj. á móti 10.543 milj. árið 1972, og hafði hún þannig aukizt um 38,9%. Veltan skiptist þannig niður, að sala vörureiknings var 7.371 milj., sala landbúnaðaraf- urða 3.923 milj., sala sjávaraf- urða 809 milj. og önnur sala 2.544 milj. Tekið skal fram, að í sölu sjávarafurða er einungis talin sala félaganna sjálfra á þessum vörum, en ekki frysti- húsa og fiskvinnslustöðva, sem þau eru aðilar að. Afkoma félaganna varð sú, að á árinu voru 29 félög gerð upp með samtals 47,1 milj. kr. hagn- aði, en 17 félög voru með 31,4 milj. kr. halla. Árið 1972 voru hins vegar 30 félög gerð upp með 40,8 milj. kr. hagnaði og 16 félög með 13,3 milj. kr. halla. Árið 1973 er því hagnaður um- fram halla hjá öllum félögunum 15,7 milj. á móti 27,5 milj. árið áður. Afskriftir allra félaganna 2 HLYNUB

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.