Hlynur - 15.06.1974, Síða 10

Hlynur - 15.06.1974, Síða 10
Fiskveiðar Norðmanna Svo sem kunnugt er liggja gjöful fiskimið á landgrunninu undan ströndum Noregs. Þar hafa fiskveiðar verið stundaðar frá fornu fari, og eru enn, svo að í dag eru Norðmenn meðal mestu fiskveiðiþjóða heimsins. Á svipaðan hátt og hér á landi hafa Norðmenn, einkum i norð- urhéruðum landsins, um alda- raðir sameinað sjósókn við land- búnað, sem leitt hefur af sér, að sjórinn hefur einkum verið sótt- ur skammt út og á litlum bátum, oftast í eigu sjómannanna sjálfra. Með aukinni tækni er þetta að breytast nokkuð. Tekin hafa verið í notkun stærri skip með aflmiklar vélar og nýtízku fiski- leitartæki. Líka hafa gerviefnin leyst önnur eldri af hólmi við gerð veiðarfæra. Af þessu hefut- líka leitt það, að fiskveiðar eru í stöðugt rikari mæli að verða sérhæfð atvinnugrein, þó að hitt sé enn nokkuð algengt, einkum í afskekktari héruðum, að sjór- inn sé stundaður meðfram land- búnaði. Þá hefur sókn á fjarlæg mið einnig vaxið nokkuð, m. a. á miðin kringum Bjarnarey og Svalbarða, og líka í Barentshaf, Norðursjóinn og norðvestur At- lantshafið. í heild sýna skýrslur þó, að það séu ekki nema um 4% norsku þjóðarinnar, sem starfi við og hafi tekjur af sjósókn og fiskiðnaði. Þetta hlutfall er þó mun hærra í norðurhéruðunum, eða allt upp í um einn þriðja í Finnmörku. Sömuleiðis verður að hafa í huga, að víða bvggja heil þorp og byggðarlög afkomu sína og atvinnu að heita má al- gjörlega á sjósókn og fisk- vinnslu, þótt önnur séu þeim síður háð. Á síðustu fjórum árum hefur meðaltalsaflinn, sem borizt hef- ur í land í Noregi, numið 2,8 miljónum lesta. Þar með eru Norðmenn í fimmta sæti af mestu fiskveiðiþjóðum heims- ins, á eftir Japan, Sovétríkjun- um, Kína og Perú. Verðmæti afl- ans upp úr sjó árið 1973 nam um tveimur miljörðum norskra króna. Loðna og fleiri tegundir, sem einkum fara í mjöl- og lýs- isvinnslu, voru um 70—80% af heildarmagninu og um 40% af heildarverðmætinu. Þorskur, ufsi, ýsa o. fl. námu um 16% af heildaraflanum, en 44% af sam- anlögðu verðmætinu. Á sama hátt og er hér á landi var aðeins örlítill hluti aflans seldur fersk- ur til neyzlu, en yfirgnæfandi meirihluti hans fór í einhvers konar vinnslu. Landhelgi. Yfirgnæfandi hluti aflans er eins og við mátti búast sóttur á miðin undan Noregsströndum. Samkvæmt yfirlitum, sem gerð hafa verið fyrir árin 1966—70, eru um 50—60 % alls aflans veidd innan 12 milna landhelginnar undan ströndum landsins, og 25% til viðbótar koma frá haf- svæðum, sem liggja undan ströndunum á milli landhelgis- línunnar og 50 mílna marka frá ströndinni. Það sem þá er eftir kemur frá svæðum utan 50 mílna línunnar og af fjarlægari miðum. Eins og hér við land eru togveiðar að mestu bannaðar innan landhelginnar, svo að fiskveiðar þar fara fyrst og fremst fram með netum og línu. Norski fiskiflotinn saman- stendur fyrst og fremst af smá- um bátum. Samtals eru skráð þar um 30.000 skip og bátar, og af þeim eru um 27.000 bátar inn- an við 40 fet að lengd, og um 2.600 eru á stærðarbilinu 40—100 fet. Um helmingur bátaflotans undir 40 fetum er skráður í Norður-Noregi og fæst fyrst og fremst við þorskveiði undan ströndinni og innanfjarðar. Að- eins hluti af þessum bátaflota stundar veiðarnar að staðaldri allt árið um kring. Mestur hluti bátanna á stærðarbilinu 40—100 fet veiðir einnig á svipuðum slóðum, en sækir þó lika nokkuð á fjarlæg mið, m. a. í Norðursjó- inn, á svæðið í íshafinú á milli Grænlands og Noregs og norður í Barentshaf, og yfirleitt skipta þessir bátar um veiðarfæri eftir árstímum og veiðitegundum. Auk þess eiga Norðmenn 76 tog- ara og 11 verksmiðjutogara, sem fyrst og fremst sækja á fjarlæg- ari mið. Samanlagður brúttólesta- þungi norska fiskiskipaflotans er um 370.000 lestir. Sá hluti hans, sem er yfir 100 fet að lengd, nemur um 45% af honum samanlögðum. Á liðnum árum hefur sjó- mönnum í Noregi fækkað veru- lega. Manntal árið 1948 sýndi samtals 86.000 sjómenn í land- inu, en 1960 hafði þeim fækkað niður i um 61.000 og 1971 niður í um 35.000. Af þeim höfðu 16.000 eingöngu atvinnu af sjósókn, 8.500 töldu hana vera aðalstarf sitt og 10.500 höfðu hana að aukastarfi. Lækkunin hefur orðið mest meðal þeirra, sem hafa fiskveiðar sem aðalstarf, en heldur minni hjá þeim, sem hafa hana að aukastarfi. Hins vegar hefur fjöldi þeirra, sem hafa lífsframfæri sitt eingöngu af fiskveiðum, staðið nokkurn veginn í stað frá 1948. Á hinn bóginn sýna skýrslur, að unnum mannárum í fiskiðn- 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.