Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 12

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 12
Ný verzlun Kf. Kjalarnesþings í útvegun hráefnisins eru mjög miklar, sem skapar oftlega erfið- leika á að fullnýta vinnsluað- stöðuna að staðaldri. Þá var framleiðsla á lýsi og mj öli áður fyrr einungis stunduð hluta úr árinu. Með auknum veiðum á síld ogmakrílíNorður- sjónum og á loðnu i Barentshafi og undan Noregsströndum hefur mjölvinnslan á hinn bóginn smám saman færzt í það horf að verða atvinnugrein, sem stunduð er árið um kring. Mjöl- vinnslurnar hafa af þessari á- stæðu verið efldar mjög, og á loðnuvertíðinni er nú mikið magn af hráefni flutt frá Norð- ur-Noregi til vinnslustöðva sunnar í landinu. Því nær allur fiskur, sem landað er í Noregi, er seldur fyr- ir milligöngu lögverndaðra sölu- félaga sjómannanna sjálfra. Hver einstaklingur eða fyrirtæki, sem óskar að kaupa fisk til vinnslu eða endursölu, verður að fá viðurkenningu frá viðkom- andi sölufélagi. Þessi félög eru breytileg að byggingu og starfs- aðferðum, en markmið þeirra allra er eitt og hið sama, þ. e. að koma í veg fyrir sveiflur í verðlagi og tryggja sjómönnum hæsta verð, sem markaðurinn leyfir. Þau eru sem stendur 12 talsins, ýmist takmörkuð við á- kveðin landsvæði, fisktegundir eða tilteknar fisktegundir á á- kveðnum svæðum. Noregur flytur út 85—90% af öllum fiskafla sínum, og árið 1973 nam verðmæti þessa út- flutnings 3.090 milj ónum norskra króna, sem var um 11% af öllum neyzluvöruútflutningi þjóðar- innar. Þessi útflutningur fór til ótalmargra landa um víða ver- öld, en Bandaríkin, Bretland og Svíþjóð eru þó stærstu kaupend- urnir. Útflutningurinn skiptist enn fremur þannig, að 42% fór til Efnahagsbandalagsríkjanna, 17% til EFTA-ríkjanna, 12% til Bandaríkjanna og afgangurinn í aðrar áttir. (EFT A-Bulletin.) Fimmtudaginn 20. júní s. 1. tók Kaupfélag Kj alarnesþings í notkun nýtt verzlunarhúsnæði á Brúarlandi í Mosfellssveit. Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 1972 og voru sökklar og veggir hússins uppsteyptir seinni hluta októbermánaðar sama ár, en framkvæmdir lágu siðan niðri yfir veturinn. Vorið 1973 var hafizt handa á ný og húsið gert fokhelt og byrjað að innrétta það. Stærð hússins er 455 fermetr- ar. Þar af er sölurými verzlun- ar 190 fermetrar á einu gólfi, og veitingasölu um 40 fermetrar. í húsinu eru auk sölurýmisins fullkomnar frysti- og kæli- geymslur, kjötskurðarherbergi og lagerrými. Auk þess skrifstof- ur félagsins og eitt íbúðarher- bergi fyrir starfsmann. Verzlun- in hefur á boðstólum aiiar helztu dagvörur og auk þess nokkuð úrval af vefnaðarvörum, búsáhöldum, leikföngum, rit- föngum, sportvörum, áhöldum og málningarvörum. í veitinga- sölunni er einnig selt sælgæti og tóbak. Byggingin er teiknuð af Teiknistofu Sambandsins og er Hákon Hertervig arkitekt henn- ar. Veggir eru steinsteyptir nema vesturveggur vegna stækkunarmöguleika um ca 260—280 fermetra. Loftið er bor- ið uppi af límtrjám og pappa- klætt. Umsjón með framkvæmdum hafði Jón Sigurðsson kaupfé- lagsstjóri. Grunn og mótaupp- slátt annaðist Sigfús Ingimund- arson húsasmiðameistari, tré- smíði Trésmiðja Austurbæjar, Reykjavík, og var Guðjón Páls- son yfirsmiður. Trésmiðjan K 14, Mosfellssveit, smíðaði borð og bekki. Raflagnir annaðist Reim- ar Stefánsson rafvirkjameistari, Framhald á bls. 15 Jón Sigurðsson lcjstj. með starfsstúlkum í biiðinni á opnunardaginn. (Ljósm. Guðjón Einarsson.) 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.