Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.06.1974, Blaðsíða 6
Haraldur Þorvarðarson: Frá Bréfaskólanum tækni, sem starfsemi leshringa byggist á. Sömuleiðis verði þeir að hafa vakandi áhuga á mál- efninu og vilja nokkuð á sig leggja til að tryggja þátttöku og viðhalda áhuga annarra þátt- takenda í hringnum, þar til verkefninu hafi verið gerð full skil. Af þessum sökum sé það ljóst, að þjálfun leiðbeinenda hljóti að verða lykilatriði í öilu okkar framtíðarstarfi á þessum vettvangi. í framhaldi af þessu er rætt nokkuð um hentugt námsefni fyrir leshringi, og í því sambandi er bent á nokkra bréfaflokka, sem Bréfaskólinn hefur gefið út á undanförnum árum og taldir eru hentugir til meðferðar í les- hring. Af þeim eru nefndir sérstak- lega þessir flokkar: 1. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 2. Betri verzlunarstjórn, I og II. 3. Saga samvinnuhreyfingar- innar. 4. Pundarstjórn og fundar- reglur. 5. Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 6. Sálar- og uppeldisfræði. Þá hefur því einnig verið kom- ið á framfæri við kaupfélögin, að Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins hefur nú tök á að útvega ný tungumálanám- skeið frá Brevskolan í Svíþióð og sænska ríkisútvarpinu. Er þar um að ræða námskeið í sænsku, ensku og þýzku, þar sem saman fara skipulagðar kennslubækur og námsefni á kassettusegui- böndum, og er þetta efni talið með því bezta, sem völ cr á af þessari tegund. — Auk þess er á það að minna, að bréfaflokk- urinn Ieshringurinn, sem áður var nefndur, er fáaniegur hjá Bréfaskólanum, en hann er miög gagnlegur hveríum þeim, sem afskinti hefur af starfsemi les- hringa. í lok skýrslunnar er lýst þeirri skoðun, að starfsemi les- Að loknu rúmlega árs starfi við Bréfaskólann er mér mikið ánægjuefni að geta hins mikla áhuga, sem gætir hjá svo mörg- hringa á vegum samvinnufélag- anna hljóti í framtíðinni að verða nátengd starfsemi Bréfa- skólans. Það verði því að teljast nauðsynlegt, að skólinn hafi á að skipa starfskröftum, er geti veitt félögunum alla hugsanlega aðstoð við að koma af stað les- hringastarfsemi og viðhalda slíkri starfsemi, eftir að hún er einu sinni komin af stað. Margir séu þeirrar skoðunar, að tími hinna stóru, almennu funda sé liðinn, og því sé nú tímabært fyrir forsvarsmenn samvinnu- félaganna að hugleiða vel, hvort leshringir og námshópar séu ekki einmitt sá vettvangur, þar sem takast mætti að efla íélags- málastarfið verulega, ekki sízt með hliðsjón af beirri tíðu gagn- rýni, að þessi hlið á starfi íélag- anna hafi verið dauf í seinni tíð. Þess skal svo að lokum getið, að s. 1. vetur var á nokkrum stöðum hafin starfsemi les- hringa í samræmi við þessar hugmvndir. Við höfum áður greint frá mvndadegu framtaki á bessu sviði hjá Kf. Eyfirðinga á Aku’-evri, en auk bess byrjaði Kf. Skagfirðinga á Sauðárkróki tilraunastarfsemi í þessa átt s.l. vetur, og í félagsheimilinu Hamragö'-ðum í Revkjavík héldu samvinnustarfsmenn þar uppi allumfangsmiklu starfi í þessa átt með verulegri þátttöku. — e. um um land allt til þess að afla sér frekari menntunar en þegar hefur verið náð. Hin mikla aukning nemendafjöldans síð- asta ár talar hvað skýrast í þessu máli, en nýir nemendur urðu 1080 talsins, sem er mesti nemendafjöldi skólans nú um nokkurt skeið og aukning frá árinu á undan um 44%. Til við- bótar koma svo allmargir, sem kaupa námsefni Bréfaskólans án kennslu hans, bæði félög og einstaklingar. Fundarstjórn og fundarreglur er sú námsgrein, sem mest selst á bann hátt. í heild er því öruggt að telja, að ekki færri en tvö þúsund manns, bæði ungir og gamlir, hafi spreytt sig á verkefnum Bréfa- skólans. Árangurinn er sem við er að búast all misjafn, en margir ljúka námi með góðum eink- unnum og láta í ljós mikla á- nægju yfir því gagni, og mjög oft þeirri miklu ánægju, sem námið hafi veitt þeim. Hinu er svo ekki að leyna, að þeir eru líka allt of margir, sem ekki ljúka námi. Fyrir því eru að sjálfsögðu margar ástæður, en eina megin- ástæðuna hygg ég vera þá, að nemendur geri sér ekki alltaf fyllilega ljóst, hvað þeir í raun og veru geti lært mikið með þessari námsaðferð. Það kostar að sjálfsögðu, eins og allt ann- að nám, bæði tíma, fyrirhöfn og sjálfsaga, en sé þess gætt, þá kemur líka árangurinn í ljós. Fyrir nemendur hefur þessi námsaðferð mjög veigamikla kosti, einkum þann að geta helgað sig náminu, þegar heppi- 6 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.