Hlynur - 15.12.1984, Síða 5

Hlynur - 15.12.1984, Síða 5
Það er vel lestað Dísarfellið þar sem það siglir inn Faxaflóann. Hvassafellinu og um tlma á leigu- skipinu Jan. Árið 1967 hætti Jör- undur á sjó og entist í landi fram til 1979, en þá tók sjórinn aftur yfir- höndina. Þegar komið er í brúna á nútíma skipi fallast mönnum hendur þvílík ókjör sem þar eru af allskonar mælum, tökkum og handföngum til ýmissa nota. Jörundur brosir. Héðan er öllu stjórnað, jafnvel flestu í vél ef með þar. Annars er þetta eins og keyra strætó. Það er farið á ákveðnum degi og komið aftur á ákveðnum degi. Og þrátt fyrir tækin er sjó- mennskan að mörgu leyti söm við sig, kannski er stressið öllu meira en það eru lika oftarfrí. Áhöfnin er þrettán manns og þó í raun fleiri því alltaf er einn að leysa af í vél, á dekki og í brú. Við spyrjum hann um Dísarfellið. Það er byggt 1976, segir Jörundur og er 3850 burðartonn. Það tekur 210 gáma og tvær gámahæðir geta verið á dekki. Ballestmögu- leikar eru miklir og alltaf þarf að vera viss þungi á dekki svo skipið verði ekki of stíft og velti. Fljótlegt er að losa og lesta skipið. Mest er flutt í gámum og lestinni er skipt í sellur og gámarnir eru skorðaðir af í þeim svo nær engin hætta er á að þeir hreyfist. En hvort eitthvað hreyfist inn í þeim er ekki á ábyrgð skipshafnar því þeir eru innsiglaðir þegar þeir eru teknir um borð. Hafnarverka- menn hér á landi vinna líka mjög vel, miklu betur en gerist erlendis. Hér eru yfirleitt í þessu ungir menn sem kunna sitt verk vel og hugsun- arhátturinn er annar en hjá hafnar- verkamönnum erlendis sem víðast hvar eru vel fullorðnir menn. En hvað gera menn svo um borð í tómstundum sínum? Skipstjórinn þarf að sinna miklum skrifstofu- störfum, það veitti stundum ekki af einkaritara, segir Jörundur og brosir við tilhugsunina. Það er helst að menn eigi stund yfir hafið því í höfnum er stoppað svo stutt að menn nota tímann til hvíldar. Það er sjónvarp og myndband um borð. Hægt er núorðið að leigja myndir hér á landi gegnum danska velferðarráðið á sömu kjörum og danskir sjómenn fá, en ekkert ís- lenskt fyrirtæki hefur enn veitt þá þjónustu. Um borð koma líka bæk- ur og blöð og hægt er að fá bókakassa hjá Borgarbókasafn- inu, þó sennilega sé það minna notað en áður var. Eftir að hafa þegið veitingar í úbúð skiptstjóra höldum við upp á hafnarbakkann. Þar eru staflar af gámum og ýmiskonar vörum og lyftarar æða fram og aftur svo vissara er að hafa fulla gát á hvar gengið er. Við förum til fundar við Ingiberg Finnboga Gunnlaugsson sem enginn þekkir nema sem Boga, á skrifstofu hans. Jú, það er nóg að gera segir hann. Á Holta- bakka fer fram losun og lestun flestra Sambandsskipanna. Við bíðum eftir stækkun en þær fram- kvæmdirsem eru ávegum Reykja- víkurborgar hafa dregist, en vonir standa til að þeim verði lokið fyrir vorið, en hluti af stálþilinu er fast austur á Skeiðarársandi við „gull- skipið.“ Þegar þeirri stækkun er lokið getum við unnið hér við tvö skip í einu. A Holtabakka er vöruafgreiðslan í tveimur húsum. I eldra húsinu (Holtagörðum) höfum við 5000 m2 og neðri hæðina, 3.600 m2 í nýja húsinu, en sjávarafurðadeild hefur efri hæð þess. Síðan er útisvæðið sem er 33.000 m2. Loks er verið að byggja starfsmannahús þar sem verður viðgerðaverkstæði fyrir tæki okkar og gáma. Þá verður þar aðstaða og mötuneyti fyrir starfsmenn. Við spyrjum hvort þurfi heiit verk- stæði fyrir gáma? Jú, mikil ósköp, það þarf mikið að gera við þá, segir Bogi. Gámanotkun er nær allsráð- andi í flutningum nema á korni, timbri og járni. Mikilir fjármunir liggja í gámum og að staðaldri hefur skipadeild 800-1000 gáma í notkun, af öllum gerðum og stærðum, þar af u. þ. b. 200 frystigáma. Þeir eru oft sendir með Ríkisskip út á land og þeir koma síðan með þá fulla til baka. Skipa- Jörundur Kristinsson, skipstjóri í brúnni. HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.