Hlynur - 15.12.1984, Page 7

Hlynur - 15.12.1984, Page 7
deild flytur mikið með Ríkisskip en um Holtabakka fer vara til allra landsmanna. Annars fer það sífellt í vöxt að vörur séu settar í gám á fram- leiðslu- eða afgreiðslustað og fluttir f þeim sama gámi aftur frá skipi á ákvörðunarstað. Hér á Reykjavík- ursvæðinu er mikið af vörum flutt til notenda í gámum. Bogi segir okkur, að á Holta- bakka vinni milli 70-75 manns. Þegar skip er í höfn er oft unnið frá klukkan átta að morgni til tíu að kvöldi, og það er unnið vel, leggur Bogi áherslu á. Æði oft koma skipin með um 1000 tonna farm og tekur jafnmikið til baka. Þrátt fyrir það er í mörgum tilvikum hægt að losa og lesta skip á einum degi svo stoppið i höfn verðursjaldan langt. Á Holtabakka er allt talstöðva- vætt. Verkstjórar, bílstjórar og lyft- aramenn hafa talstöðvasamband siná milli, sem gerir alla afgreiðslu fljótari og kemur í veg fyrir margan misskilning. Öll tæki eru af full- komnustu gerð og í höndum æfðra manna má gera góða hluti. Það er stöðugur straumur manna inn til Boga, síminn glymur látlaust og talstöðin þagnar ekki. Okkur er ekki til seturnnar boðið. Við göng- um út. Starf hafnarverkamannsins er eflaust á margan hátt léttara en áður var en ábyrgðin hefur ekki minnkað. Við höfnina þarf að vera valinn maður f hverju rúmi. Þegar við förum út um hliðið fylgir okkur ískur og væl í krönum og lyfturum. Jólavarningurinn hleðst upp. Von- andi eiga þeir sem við höfnina vinna og á skipunum eru gleðileg jól. Ur vörugeymslunni, Arnar Reynisson og Alexander Eyjólfsson (nær). Stórir dráttarbílar taka við gámunum. Þessi gámur er sívalur, sennilega einhver vökvi í honum. Sigurður Petursson 2. styrimaður fylgist með losun Disarfellsins. Að baki hans er Sæmundur Guðmundsson, gamall í hettunni hjá Sambandinu. Þeir eru mikil tæki stærstu lyftararnir á Holtabakka og fara léttilega með 25-30 tonn. Þegar okkur bar að rétt fyrir hádegi var langt komið að losa skipið. Hér sést yfir lestina og hvernig er umbúið þar.

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.