Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 22

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 22
Nútíminn verður safn á morgun Spjallað við Gunnstein Karlsson um Skjaiasafn Sambandsins og nauðsynina á varðveislu muna og minja í norðurenda Holtagarða er gengið inn í tölvudeild Sambandsins. Fjölmargir vita um hana og hvað þar er gert. Á sama stað er gengið inn í Skjalasafn Sambandsins. Það leikur grunur á að mun færri viti um það eða hvað þar er gert. Til þess að vita frekar um það litum við þar inn einn fagran haustmorgun með frost í lofti. Innan dyra var hlýtt og ilmur gamalla rita. Þaö var fyrst farið aö safna á einn stað ýmsum gögnum og ritum frá Sambandinu og geyma vestur í Jötni, sagði Gunnsteinn Karlsson, forstöðumaður Skjalasafnsins. En húsnæðið á Hringbraut 119 var ekki til frambúðar og árið 1976 var farið að huga að húsrými hér og tveim árum síðar var flutt hingað. Hallgrímur Sigtryggsson hafði sinnt safninu vesturfrá og vann í þessu nokkur ár. Þegar Gunnar Grimsson hætti sem starfsmanna- stjóri Sambandsins tók hann til starfa við safnið og vann við það til ársloka 1982 en 1. janúar 1983 tók ég við. Það er Ijóst að 80 ára saga Sambandsins hefur látið ýmislegt eftir sig í heimildum og hér höfum við 900 hillulengdarmetra, að stór- um hluta bréf, skjöl og skýrslur. Mikið af þessu var áður í kössum og hafði verið geymt við misjafnan aðbúnað. Hér er einnig reitingur af bókum um samvinnumál og nokk- uð af tímaritum en margt af þessu er sundurlaust og vantar víða inní. Öll skjöl eru óflokkuð og er mikil þörf á að skrá þau og taka afstöðu til þess hvað á að varðveita endan- lega. - Hér finnst þá væntanlega margt gott bréfið? Gunnsteinn brosir við. Jú, hér eru t. d. öll gögn frá fyrstu skrifstofu SÍS sem, eins og kunnugt er var ekki í Reykjavík heldur í Kaup- mannahöfn, þegar Hallgrímur Kristinsson fór þangað sem erind- reki. Þá var allt bókhald handfært og við höfum það alli hér ásamt allmiklu af fylgiskjölum. Árið 1977 gaf Kf. Þingeyinga Sambandinu allan Ófeig Benedikts á Auðnum, þetta einstaka kaupfélagsrit sem hann ritstýrði fyrir K.Þ. og hand- skrifaði í 42 ár. Síðan eru drög að sögu allra kaupfélaganna fram til 1945. Sú samantekt var gerð að frumkvæði Vilhjálms Þór einhvern tíma á árunum kringum 1950. Þá eru handrit að ræðum forstjóra og ýmsir minnispunktar þeirra og loks heimildir um ýmsar framkvæmdir sem menn veltu fyrir sér, en urðu sumar aldrei nema minnisblöð eða drög að framkvæmdaáætlun á ein- hverju skrifborði. í rauninni er safnið hugsað sem fjórar einingar; skjalasafn, bóka- safn, myndasafn og mynjasafn og mig langar því helst að kalla það Sögusafn Sambandsins. - Myndir segir þú. Það hljóta að vera til margar myndir úr sögu samvinnuhreyfingarinnar? Rétt er það, hér er mikið af Ijósmyndum. Nýlega var keypt allt filmusafn Þorvaldar Ágústsönar sem starfaði hjá Sambandinu á 6. og 7. áratugnum og tók feikimikið af myndum. Á vegum Sambands- ins fór hann t. d. hringferð um landið árin 1970 og 1971 og tók myndir af öllum húsum og eignum Sambandsins, kaupfélaganna og dótturfyrirtækja þeirra. í safni hans eru um átta þúsund svart/hvítar myndir en allar litmyndir úr hring- ferðinni voru hér fyrir. Ofurlítð eigum við líka af munum, s. s. skrifborð og sófasett af skrifstofu Vilhjálms Þórog nokuð af smáhlutum frá ýmsum tímum. Hér hafa líka verið geymd um lengri eða skemmri tíma málverk o. fl. sem Listasjóður Sambandsins hefur keypt. En það er bráðnauðsynlegt að tölvuskrá safnið og í því liggur gífurleg vinna. Hugmyndin er, að síðan sé unnt að gera lista yfir safnið allt og/eða einstaka hluta þess og miðla upplýsingum um hvað hér er að finna og aðstoða þá sem þurfa að leita heimilda úr sögu samvinnuhreyfingarinnar. Þetta verður máski einhverntíma nytja- safn sem hægt er að vinna í. Gunnsteinn Karlsson með gamla bókhaldsbók. 22 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.