Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 23

Hlynur - 15.12.1984, Blaðsíða 23
r'* * r *, r t / 6 . f**.: Þetta er fyrsta opnan i fyrstu dagbók SIS. Það sest a fyrstu færslunni að ferð Hallgríms Krístinssonar til Kaupmannahafnar vorið 1915 kostaði kr. 220,85. mmmmmm w—mms Her kynnir KÞ surnarverðskra sina i einu af siðasta tölublaði Ófeigs Benedikts á Auðnum. - En liggur ekki úti í kaupfé- lögunum mikið af sögulegu efni, sumt jafnvel undir skemmdum? Staðreyndin er sú að margir kaupfélagsmenn hafa áhyggjur af gömlum skjölum sem liggja undir skemmdum í lélegum geymslum, og það er vilji til að safna skipulega því sem til er. En það er sorglegt að vita til þess, að víða hafa menn í gegnum tíðina ekki haldið til haga sínum eigin prentuðu tímaritum eða félagsritum, bréfum, skýrslum og þess háttar gögnum. Við höfum vilja til að safna skipulega því sem til fellur hjá þeim kaupfélögum sem þess kunna að óska og heimsækja þau og fara í gegnum skjöl þeirra og meta hvað skal geyma. Á nokkrum stöðum eru nú til héraðasöfn og vel kæmi til greina að safna í samvinnu við þau. Flytja mætti slik óyfirfarin gögn úr geymslum félaganna hing- að á safnið, fara yfir þau hér og skrá og ákvarða síðan hvort og hvernig slík gögn skuli endanlega varðveitt. Nokkur kaupfélög varð- veita sín gögn vel og í skipulögðu safni, svo að til fyrirmyndar getur talist. - Hvað um annað en pappírs- vöru s. s. ýmsa muni og tæki? Allt of mikið af því hefur farið í glatkistuna. Ég man eftir því að ég kom í nýbyggt siáturhús og vissi að í gamla húsinu hafði verið mikið af stimplum t. d. kjötpokastimplum. Stimplar frá ýmsum tímum, sumir allgamlir og til ýmissa nota. Og ég spurði um þá í nýja húsinu. „Þeir urðu allir eftir í gamla sláturhúsinu“ var mér svarað. Þá fór ég í gamla húsið og spurði um stimplana. “Þeir voru allir fluttir í nýja slátur- húsið“ var mér svarað þar. Við getum alveg ímyndað okkur hvað varð af þeim. Málið er það, að þegar flutt er í annað húsnæði eða þegar skipt er um starfsfólk er ríkjandi sá hugsun- arháttur að fara með allt það gamla á haugana. Og oft er það svo, að sá sem er að hætta í starfi vill „hreinsa“ sem best til hjá sér og hugsar sem svo að nýja manninum komi hitt og þetta ekki að gagni eða komi það ekkert við. Þannig fer margt forgörðum. En það ætti að vera meginhugsunin að láta safnið meta hvað má tortímast og hvað ekki. Af tækjum má nefna að fyrsti gatari Sambandsins er varðveittur hjá IBM og sem fyrsti gatari SÍS. Hér er geymt dálítið af gataspjöld- um og nokkuð af bókhaldssjöldum frá enn eldri tíma. Sjáðu nú til, segir Gunnsteinn og leggur mikla áherslu á mál sitt, það er úti um allt fullt af tækjum, ritvélum, reiknivélum, búðaköss- um, vogum og hverju sem nöfnum tjáir að nefna sem var í notkun til skamms tíma en er nú að víkja fyrir nýjum og tæknilega fullkomnari tækjum. Þessum tækjum er í mörg- um tilvikum hent eða lenda í rusla- geymslum. Við hugsum nefnilega oft sem svo að eingöngu eitthvað gamalt, fimmtíu ára eða hundrað ára sé þess virði að geyma. Hlutir sem við vorum að nota fyrir tíu árum eða fimm árum eru ekki áhugaverðir. En hvað heldur þú að mikið af þeim skrifstofutækjum sem þú notaðir fyrst eftir að þú komst út úr skóla uppúr 1960 sé enn notað? Tölvur sem þóttu undur fyrir fimm til átta árum eru núna úrelt drasl. Við skulum hafa í huga að nútíminn, það sem við höfum handa á milli í dag, verður safngrip- ur á morgun. Það verður aldrei um of brýnt fyrir fólki að það að henda er sama og að tortíma og hversu lítilfjörleg- ur sem okkur finnst hluturinn vera sem við látum á öskuhaugana, getur verið að þar séum við að henda því eina eintaki sem fyllt gæti í gat ákveðinnar sögu og þróunar. HLYNUR 23

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.