Hlynur - 15.12.1984, Qupperneq 24

Hlynur - 15.12.1984, Qupperneq 24
Birgir Framkvæmdastjórn í fáum dráttum Kári er maður nefndur Sigurðsson. Býr hann á Húsavík noður þar sem land var numið eigi allseint. Sagt er að trauðla láti Kári sinn hlut og all sæmilega sé það rúm skipað er hann situr. Þá hefur Kári þann kost sem margir öfundast yfir en hann er manna bestur til dráttar norður þar. Haldið hefur Kári nokkrar sýningar á verkum sínum þar sem sauðmórauður almúginn hefur fest fé sitt og kallast slíkt fjárfesting. Hanga nú skillerí á veggjum hér og hvar og þykir flestum betra en eigi. Þar kom að Kári komst í röð forystusauða LlS en þeir menn eru höfuðlís kallaðir. Fannst honum að vonum þar margur kyndugur svipurinn svo eigi sé minnst á vaxtarlag. Brá því Kári tússpenna sínum á loft og festi á blað það sem sjáanlegt var ofan banakringlu. Var það álit almennings að það væri nóg. Látum við hér með fylgja svipi þá en firrum oss allri ábyrgð og tjóni sem verða kann af hræðslugráti ungra barna eða sundurhökkuðum hjörtum kvenna, enda myndu þá slík líffæri ónýt hvort eð væri. Julíus Lúsastjórn mér Ijúft er hér ad kynna, þótt líklega sé margt að henni að finna. En stjórnarmaður sérhver til starfa þó er fús, þótt strembið reynist margsinnis að vera yfirlús. Þeir halda fund, - Ijúf er sérhver lota, fá lítinn blund, í annað þarf að nota næturstund. Biggi Mar er alltaf hreint á iði, og elskar það að vera uppi á sviði, og tilbúinn er jafnan að færa ýmsa fórn ef formannssætið eygir hann að ná í hverri stjórn. Halur sá nógu virðist nenna, nóg er þrá ennþá hans til kvenna, seisei já. Júlli Thor hann ræður margar ritar, og raunar marga fundi við það stritar kófsveittur með pennann að koma þvi á blað, sem kjaftaglaðir ræðuskálkar hafa afrekað. Eftir á, þegar líkur þrasi, þá má sjá kappann lyfta glasi, og súpa á. Kári sjaldan velur vegi hála, og víst er kappinn snillingur að mála. Það efalaust má segja að lífið hans sé list, þótt líklega sé matarlystin siðust bæði og fyrst. Um Lúsamál löngum kappinn þrasar, þótt leið sé hál, Kári sjaldan hrasar, við Lúsaskál. 24 HLYHUR

x

Hlynur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.