Hlynur - 15.12.1984, Page 31

Hlynur - 15.12.1984, Page 31
Vetrarbæklingur KPA Út er komið vetraráætlun KPA fyrir veturinn 1985. Verður honum dreift til starfsmannafélaga og mun liggja frammi á flestum vinnustöðum og kaffistofum. Ella geta menn spurt um hann hjá formanni sínum. Að vanda er bæklingurinn fullur af tilboðum um áhugaverðar vetrarferðir. Þar má nefna skíða- vikur allan veturinn í Björnrike í Hárjedalen sem er um sjö tíma akstur frá Stokkhólmi. Þar er mjög gott skíðaland og góð fjallahótel og bústaðir. Þarverðurlíkavináttu- vika 9-16 mars nk. Svo má minna á vináttuvikuna 17-23 mars á Skinnabru í Noregi sem margir íslendingar hafa sótt. Páskavika er í Tornedalen 2-8 apríl þar sem m. a. verður boðið uppá ferð með hundasleða. Svo má ekki gleyma konungsleiðinni sem gengin verð- ur 13-20 aprll. Þegar kemur fram I maí koma svo tilboð um ýmiskonar veiði í ám og vötnum viðsvegar um norður- lönd. Auk þess er m. a. góð ferð til Hollands í apríl og ferð á heims- meistarakeppnina í íshokký sem fram fer í Prag í apríllok. Allar þessar ferðir eru ódýrar en vissara er að panta með góðum fyrirvara. Fyrir utan það að fara í ódýra ferð og njóta dvalar í skemmtilegu og fjölbreyttu lands- lagi hitta menn allsstaðar kátt fólk og bindaoft vináttutengsl til lítfstíð- ar. Loks má geta þess að í bækl- ingunum eru auglýst til leigu fjöldi orlofshúsa og sumarbústaða, flest- ir í Svíþjóð. Það getur verið mjög gaman að leigja sér bústað ein- hvern tíma og fara sinna eigin ferða um fjöll og byggðir. Að öllu leyti er með góðri sam- visku hægt að hvetja fólk til að huga vel að bæklingi KPA og því sem þar er boðið. Það er ekki víða sem fólki með áhuga fyrir útiveru og skíðaferðum er boðið annað eins. NORDJOBB Fyrir nokkru var að tilhlutan for- sætisráðherra norðurlanda skipuð nefnd til að stuðla að aukinni norrænni efnahagssamvinnu. For- maður er Per G. Gyllenhammar, forstjóri Volvo I Svíþjóð og nefndin löngum kennd við hann. Af íslands hálfu er í nefndinni Erlendur Ein- arsson, forstjóri Sambandsins. Ein af hugmyndum nendarinnar til að efla norræna samvinnu og venja fólk við að hugsa á norræna vísu er að ýta úr vör verkefni sem kallast Nordjobb-’85. Stefnt er að því að sumarið 1985 geti 1000 norræn ungmenni sótt um sumar- vinnu í einhverju hinna norðurland- anna, og þetta verði síðan fastur þáttur í samstarfi landanna. Miðað er við 6-8 vikna starf yfir sumarmánuðina fyrir fólk á aldrin- um 18-25 ára. Störfin eru mismun- andi og geta ef vill verið hluti af starfsnámi viðkomandi. Laun verða greidd í samræmi við venjur á hverjum stað fyrir viðkomandi starf. I þessu sambandi verður lögð áhersla á, að æskufólkið geti kynnst öðru æskufólki í því landi sem það dvelur og einnig öðrum þátttakendum. Væntanlega verða skipulagðar samkomur eftir því sem unnt er í því skyni. Húsnæði verður á einkaheimil- um eða á stúdentagörðum og skól- um og ætlast er til að þátttakendur greiði sjálfir kostnað af því. Einnig greiði þeir sjálfir ferðakostnað, en unnið er að samkomulagi við flugfé- lög og aðra um hagstæð fargjöld. Samvinnuhreyfingin hér á landi hefur boðið fram störf í þessu skyni og þeir sem hug hefðu á því að fara utan geta fengið nánari upplýsingar hjá Guðmundi Guð- mundssyni, fræðslufulltrúa og Baldvin Einarssyni, starfsmanna- stjóra Sambandsins. Munu kaup- félagsstjórar og framkvæmdastjór- ar samvinnufyrirtækja á hverjum stað vera innan handar um öflun upplýsinga. Ekki er Ijóst að hvaða marki samvinnusamtök á hinum norður- löndunum eru með í þessu starfi en ef fólk óskar eftir að vinna hjá þeim verður eflaust að geta þess sérstaklega. Um skeið hefur KPA, samtök norrænna samvinnu- ’ starfsmanna, unnið að því að koma á samskonar skiptum innan samvinnuhreyfingarinnar og velmá vera að þetta verði til þess að ýta undir þá viðleitni. HLYNUR 3

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.