Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 10

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 10
Tapi Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutanum í borgarstjóm- arkosningunum að ári er fróðlegt að skoða hverjar séu helstu hugsanlegar skýringar á svo sögulegum ósigri, en flokkurinn hefur frá stofnun haft meirihluta að frátöldum árunum 1978-1982. Bestu útkomu hefur Sjálfstæðisflokkurinn jafnan fengið í borginni þegar óvinsæl vinstri stjóm hefur verið við völd eins og í síðustu kosningum 26. maí 1990. Fyrsta skýringin á hugsanlegum ósigri flokksins kynni að vera sú að óvinsældir núverandi ríkisstjómar Davíðs Oddssonar bitni beint á fylgi Sjálfstæðisflokks í næstu kosningum. Gera má ráð fyrir að í þessum kosningum, ef núverandi ríkisstjórn verður áfram við lýði, fái kjósendur sögulega útrás fyrir langvarandi þreytu, óþol sitt vegna vaxandi spillingar forystumanna þjóðfélagsins, efnahagskreppu í landinu auk ákveðinna staðreynda í tengslum við borgarstjómina sjálfa. Þessar staðreyndir eru: DAVÍÐ ODDSSON Margir kjósendur Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn kunna að vera reiðir Davíð Oddssyni fyrir skil hans við borgina. Ýmsir þeirra telja að hann hafi gengið á bak orða sinna þegar hann var í framboði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, þá orðinn varaformaður Sjálfstæðisflokks og krónprins flokksins á landsvísu. Þeir gengu út frá því sem vísu að þeir nytu forystu hans í borginni allt kjörtímabilið en hann kaus að hverfa af vettvangi og bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins ári eftir borgarstjórnarkosningarnar. I formannssætið hlaut hann nauman meiri- hluta og enn eru sárin frá þeim landsfundi ógróin. Davíð hefur engum tökum náð á því að sameina flokkinn undir sinni forystu, því er flokkurinn á landsvísu klofinn niður í rót. Þess hlýtur líka að gæta í borgarpólitíkinni. Tengsl Davíðs Oddssonar við hið alræmda Hrafns Gunnlaugssonar-mál hafa einnig víðtæk áhrif (ef ekki á kosninga- úrslil vorið 1994 þá má gera ráð fyrir að þau hafi haft áhrif á úrslit skoðanakönn- unarinnar) en enginn veit hver verða langtímaáhrif þessa máls. Borgarstjórnar- meirihlutinn hefur líka séð til þess að tengja sig rammlega þessum málum með nýlegum, umdeildum ákvörðunum um kaup á lóðum Hrafns Gunnlaugssonar í Skuggahverfi. Núverandi borgarstjóri telur þó að almenningur verði fljótt gagn- sefjaður af Hrafnsmálinu og það komi ekki til með að hafa langvarandi áhrif. Líklegra er þó að afskipti forsætisráðherra, leynd eða ljós, hafi skaðað ímynd hans sjálfs - og hugsanlega Sjálfstæðisflokkinn mest. Asakanir um einkavinavæðingu forsætis- ráðherrans spilla að líkindum fyrir fylgi Sjálfstæðisflokks, ekki síður í borginni. Enn bætist við að Morgunblaðið birti nýlega frétt um að Hitaveita Reykjavíkur hefði styrkt Hannes Hólmstein Gissurar- son um tvær og hálfa milljón með kaupum á bók eftir hann. Þá keyptu borgarsjóður og fyrirtæki borgarinnar 368 eintök af bókinni af Almenna bókafélaginu fyrir rúma milljón. Þetta bókafélag er nú í eigu Friðriks Friðrikssonar kosningastjóra Davíðs Oddssonar og augljós óþefur af málinu öllu. Tengsl Davíðs Oddssonar og annarra forystumanna Sjálfstæðisflokksins við þetta bókafélag eru svo kapítuli út af fyrir sig. Almenn vonbrigði með Davíð Oddsson sem forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar kunna kannski að skipta mestu máli þegar fram í sækir þar eð hann var einn vinsælasti pólitíkus síðasta áratugar og sætir því meiri gagnrýni fyrir vikið. RÁÐHÚS OG PERLA Deilan um Ráðhúsið og Perluna hafði tekið á sig nýja mynd þegar framúrakstur Markús Örn Antonsson borgarstjóri fékk langflestar tilnefningar, en 48,6% vildu helstfá hann áfram sem 1 borgarstjóra. Hvern vildir þú helst fá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík? Davíð Oddsson. 16,7% þeirra sem svöruðu vildu fá hann í borgarstjóraembœttið. Ingibjörg Solrun Gisldottir, 1 þingkona Kvennalista. 4,9% • þeirra sem svöruðu vildu hana í borgarstjórastól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.