Heimsmynd - 01.05.1993, Side 22

Heimsmynd - 01.05.1993, Side 22
eir rifu fötin utan af mér og bundu mig fastan. Þeir ristu upp á mér húðina á milli læranna með rakblaði. Það var stærðar skurður þarna niðri. Eistun spruttu út um opið á sárinu.“ Nikola Cibaric var hand- tekinn í nóvember 1991 og fluttur af albönskum chetniks í fangabúðir Serba. „Þú ustascha,“ sögðu þeir við mig, þú skalt fá að borga fyrir glæpi þína.“ Þessi 36 ára gamli fyrrverandi verslunarmaður, bæklaður fyrir lífstíð, er nú staddur á sjúkrahúsi í Króatíu eftir að hann slapp úr fanga- búðunum. Hann, ásamt fleiri fórnar- lömbum, vill fá að segja sögu sína. Það tók langan tíma að beina athygli umheimsins að kerfisbundnum nauðg- unum kvenna í hernaðarskyni í Bosníu- Hersegóvínu. Nú þarf einnig að vekja fólk til vitundar um að karlar eru einnig pyntaðir á hinn hroðalegasta hátt. í þessu stríði er nú síðasta himnan sem skilur á milli siðmenningar og villi- mennsku rofin: Karlar eru rændir mann- dómi sínum. Og það hér í miðri Evrópu. „Þeir réðust á fanga og héldu honum föstum á meðan þeir bundu gaddavír utan um kynfæri hans. Síðan bundu þeir hann eins og hund við mótorhjól og óku af stað. Það rifnaði allt af. Hann er dáinn,“ segir annað fórnarlamb, Eno Alic að nafni, sem var fangi í Omarska. Alic segir að pyntararnir hafi öskrað, „þú ert múhameðstrúar og hórusonur og þú skalt ekki geta fleiri börn“. Karlar voru jafnvel látnir vera fimm tíma í röntgengeislun, sem er að vísu ekki jafn sársaukafull aðferð, en engu að síður áhrifarík til þess að gera þá ófrjóa. Með þessum hryllilegu aðgerðum er reynt að skera á lífæð heillar þjóðar. Karlar eru geldir og konurnar neyddar til að fæða af sér börn nauðgaranna. Líkamlega og andlega er reynt að murka lífið úr þeim til þess að hreinsa Bosníu af fólki af óæskilegu þjóðerni. Það er því löngu orðið ljóst að kynferðislegt ofbeldi er ekki lengur aukaatriði í þessu stríði, heldur liður í hernaðaraðgerðum Serba. „I þessum fangabúðum voru karlar píndir til að nauðga mæðrum sínum fyrir framan börnin sín,“ segir Eno Alic. Allir fangarnir voru lamdir og sparkað í þá milli fótleggjanna. Þegar fanga- Nicola Cibaric, 36 ára gamall verslunarmaður. Hann er „ónýtur“ eftir pyntingar. / I fangabúðunum voru karlar píndir til að nauðga mæðrum sínum fyrir framan börnin sín. 22 verðimir voru orðnir þreyttir, komu aðrir til að leysa þá af og halda barsmíðunum áfram. Alræmdustu búðirnar heita Omarska, Trnopole, Bezec og Manjaca. Enn eru engar tölur um hversu margir karlar hafa orðið fyrir slfkri kynferðis- legri niðurlægingu. Margir þessara manna geta heldur ekki tjáð sig um reynslu sína enn sem komið er. Þeir þora ekki að segja frá að þeir voru þvingaðir til þess að hafa mök við kynbræður sína í augsýn kvalara sinna. Skömmin er of mikil. Serbarnir eru sér því full með- vitaðir um það að þeir vega með slíkum hrottaverkum að veikasta punkti í sjálfsímynd þessa múhameðstrúarfólks: karlmennskuímyndinni og ímynd hinnar hreinu meyjar. Það gerir ekki einungis að verkum að karlarnir þegja um reynslu sína. Múslimakonum, sem hafa lent í nauðgunarbúðum, hefur verið úthýst af eiginmönnum sínum eða jafnvel verið drepnar af þeim eða neyddar til sjálfsmorðs. Með hliðsjón af slíkum öfgakenndum viðhorfum má segja að múslimakonurnar í Bosníu sýni óvenju mikið þor með því að tala opinskátt um reynslu sína. Það hefur leitt til þess að nú er þess krafist að nauðganir verði viður- kenndar og meðhöndlaðar sem stríðs- glæpir. Að sama skapi er þess krafist að ótti kvenna við kynferðislega misnotkun verði viðurkenndur sem ástæða fyrir pólitísku hæli í öðrum löndum. Amnesty International gaf nýverið út skýrslu um 26 stríðssvæði þar sem kom fram að konur eru ekki einungis ofsóttar af trúar- eða þjóðernisástæðum, heldur fyrst og fremst vegna þess að þær eru konur. Eins og lögmál stríðs gera ráð fyrir eru Serbar ekki einir um að fremja stríðsglæpi af þessu tagi. Hins vegar þykir fullvíst að enginn hinna stríðs- aðilanna reki nauðgunarbúðir á jafn skipulegan hátt og Serbarnir, né að þeir fremji slíka glæpi jafn markvisst í hernaðarlegum tilgangi. Aðgerðir Serba eru einnig öðru vísi en fjöldanauðganir sigurvegara í fyrri stríðum. Munurinn á þeim og til dæmis fjöldanauðgunum Rússa í Austur-Prússlandi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar er aðallega sá að þær standa ekki einungis stutt yfir, heldur eru viðvarandi. Annað sem skilur þessar nauðganir frá samskonar glæpum í seinna stríði er að fórnarlömbin og sigurvegararnir þekkjast iðulega. Þess eru fjölmörg dæmi að serbneskir hermennn nauðgi nágrannakonum sínum, fyrrverandi skólasystrum, fólki sem þeir áður bjuggu með í sátt og HEIMS MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.