Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 24

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 24
 Einu sinni var sagt að sænskur krataráðherra gæti ekki hugsað sér ákjósanlegri dauðdaga en þann að gefa upp andann í strætisvagni. eftir Sæmund Guðvinsson átt þótti betur til þess fallið að sýna alþýðlegheit ráðherranna en að þeir notuðu almennings- vagna á leið í og úr vinnu. Mig minnir hálfpartinn að einn krataráðherra sænskur hafi orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hníga niður örendur í yfirfullum strætisvagni en skal þó ekkert um það fullyrða. Hins vegar er mér eiður sær að aldrei hef ég séð íslenskan ráðherra í strætó, en ástæðan kann að vera sú að ég nota ekki nógu mikið þessa tegund þjónustu. Svo má vel vera að ráðherramir noti bara alls ekki þessa aðferð til að koma sér milli staða. A meðan kona að nafni Pia Gjellerup, gegndi embætti dómsmálaráðherra í nú- verandi ríkisstjórn Dana kærði hún lög- regluþjón í Kaupmannahöfn fyrir að þúa sig á götu úti. Danskir fjölmiðlar gerðu mikið úr þessu máli, en lögregluþjónninn hafði það eitt sér til afsökunar að hann hefði ekki þekkt sinn æðsta yfirboðara og tók því ekki mark á yfirlýsingum Piu um að hún væri dómsmálaráðherra. Á þetta mál var drepið í íslenskum fjölmiðlum og okkur þótti þetta ósköp fyndið því hér em þéringar með öllu aflagðar fyrir löngu. Mig skipti þessi þúunarmóðgun engu. Hitt þótti mér skondið, að upphaf málsins var að löggan stóð dómsmálaráðherrann að verki þar sem hún ók yfir á rauðu ljósi - á reiðhjóli. En hjólreiðar ráðherrans voru hins vegar algert aukaatriði í fréttum dönsku fjölmiðlanna af þessu máli. Nú verðum við að hafa í huga að Danir líta hjólreiðar allt öðrum augum en við Islendingar. Ef Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra tæki uppá því að hjóla í vinnuna og milli fundarstaða í borginni er hætt við að slíkt athæfi þætti einkennilegt eða allt að því grunsamlegt. Jafnvel ekki ólíklegt að Davíð tæki Þorstein á eintal og legði að honum að taka sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. En við þurfum víst ekki að óttast það að ráðherrar okkar fari að stunda hjólreiðar eða ferðast með strætó. Þó fríðindi ráðherra hafi verið skert með ýmsu móti á síðustu árum halda þeir þó enn þeim rétti að ráða sér einkabílstjóra. Það þýðir jafnframt að dyggir flokkssmalar geta gert sér vonir um stöðu ráðherra- bílstjóra að afloknum kosningum ef flokk- urinn kemst í ríkisstjóm. Mörgum mönnum finnst slík staða mikil upphefð, svona næst því að komast yfir þingsæti. Þegar ég tala um menn á ég auðvitað við karlmenn því fram til þessa hefur það ekki þótt neitt kvenmannsverk að aka ráðherrum. 24 HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.