Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 44

Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 44
smáf réttir ástarævintýri og er örugglega að segja satt. Því miður, bæta bresku blöðin við og benda á að Catrina Skepper sé á konunglegri framabraut og sniðin fyrir safaríkasta starfið sem er í boði í landinu. Á hertogaynjuskala fær hún toppeinkunn á öllum sviðum, segja blöðin, og bæta við að ekki sé óhugsandi að Catrinu snúist hugur því þegar sé ljóst að prinsinn falli fyrir alþýðustúlkum og gjarnan ljóskum. En það eru fleiri fiskar í sjónum en umrædd fyrrum ljósmyndafyrirsæta. Það er aragrúi velættaðra, vel tengdra, aðlaðandi og greindra ungra og einhleypra kvenna, sem prinsinn gæti valið úr, segja bresku blöðin og eru vongóð. En þó eru nokkrar sem eiga betri möguleika en hinar og af þeim birti The Sunday Times myndir nýverið. Aðalsmerki þessara kvenna er að þær kjafta ekki frá, segir blaðið. Þær gefa ekki á sér færi í slúðurblöðum og forðast að stæra sig af tengslum við kóngafjölskylduna. Þær sem sækjast eftir stöðu hertogaynjunnar af Jórvík númer 2 hafa lært sína lexíu af hertogaynju númer 1: Þagmælska og vera vandlát á þá sem veitt eru viðtöl við. Blátt bann er lagt á The Sun og Hello. Hefði blessaður prinsinn fengið sínu fram löngu fyrir daga Fergie væri hann ef til vill hamingjusamlega giftur klámstjörnunni Koo Stark en sú er nefnilega orðvör, segja bresku blöðin. Hún er þannig persóna, halda þau áfram, að hægt er að gera hvað sem er við hana og það heyrist ekki múkk. Koo Stark er reyndar á listanum yfir vonbrúðirnar en hún er nýskilin við frímerkjaerfingjann Tim Jeffries. En það þarf meira til en þagmælsku til að krækja í prinsinn. Utlitið þarf að vera passandi. Hin unga kona má ekki virka of hirðulaus né má hún vera of áberandi glæsileg. Þá þarf hún að kunna að nota hatt. Og hafa verður í huga að Andrew prins er búinn að fá sig fullsaddan af þjóðbúningapilsum og flatbotna skóm. Hið ljósa man sem vill krækja í prinsinn verður einnig að hafa rétta vonbiðla að baki. Þær sem koma til greina hafa flestar verið í tygjum við Linley greifa (son Margrétar), ein hefur verið í tygjum við markgreifann af Milford Haven, fjarskyldan frænda Mountbattens lávarðar og ein (ótrúlegt!) hefur verið orðuð við Játvarð, litla bróður Andrews (sem bresk aðalskona sagði að væri „not the marrying kind“ sem er kurteisisleg afneitun fyrir hans hönd á kvenkyninu). Að minnsta kosti þrjár umræddra eru sagðar nánar vinkonur James Gilbey, sem á að vera trúnaðarvinur Díönu, en hann er höfundur sögunnar um Díönu sem olli svo miklu uppþoti síðastliðið ár. Hin verðandi hertogaynja verður að hafa úthald eins og þær sem koma til greina. Það er alveg ljóst að hinar útvöldu hafa fundið til köllunar strax í móðurkviði og undirbúið sig alla tíð síðan fyrir umrætt hlutverk. Þær hafa ekki tekið bónorðum peningamanna eða aðalsmanna af lægri stigum með minni titla en prins eða hertogi. Hin verðandi hertogaynja af Jórvík er líkleg til að vekja upp þær kenndir hjá fólki, sérstaklega aðlinum, að vera kunnugleg. Svo virðist sem prinsinn hafi alla tíð þekkt hana eða vitað á henni deili. Þegar hún fer í sitt fyrsta, stóra viðtal er æskilegt að hún geti rifjað upp einhverja skondna minningu úr bemsku, til dæmis þegar Andrew var að stríða henni í átta ára afmælinu hennar Og stúlkumar sem gera sér þessar vonir eiga það að öllum líkindum sammerkt að vera ekkert of rómantískar. Kvöldverður við kertaljós er ekkert keppikefli. Þær eru alveg til í tuskið við matarborðið, til dæmis að skvetta skyri. Andrew prins er miklu hrifnari af hressu kvenfólki sem hann getur átt að vinum en að hann sækist eftir vinskap við einhverjar gyðjur. Hann er enginn Talleyrand hvað varðar etíkettur og diplómatískar kröfur. Hann sækist eftir konu í líkingu við Pamelu Harriman (sjá HEIMSMYND: 2. tbl. 1993), konu sem skipuleggur samkvæmislífið fyrir hann, hóar í vinina til að fara á hljómleika með Elton John og kemur gestum í stuð á síðkvöldum. Smekkur prinsins sjálfs hlýtur að ráða úrslitum að lokum burtséð frá öllum væntingum. The Sunday Times bendir á að prinsinn sé ekki mjög fágaður. Hann hafi svokallaðan klósetthúmor enda varð hann ástfanginn af Fergie í leik yfir kvöldverðarborði sem var fólginn í því að kasta mat hvort á annað og æpa eitthvað um leið. Hin verðandi hertogaynja þarf að geta hlegið stórkarlalega að bröndurum prinsins um áveitur í nýlendunum og hún verður helst að hafa metnað til að finna upp svipaðar skrýtlur. Það er því ekki útilokað að sá hópur þrengist sem sækist eftir hlutverki hertogaynjunnar af Jórvík númer 2. Þorvarður Elíasson (skólastjóri): Þær eru margar. Sú síðasta var með frúnni í París í desember síðastliðnum. Við gengum um, skoðuðum borgina, fórum út að borða. Það er svo heillandi andrúmsloft í París, þótt Frakkarnir sjálfir séu frekar leiðinlegir. Helga Hilmarsdóttir (kaupmaðwj: Þegar ég hitti manninn minn í Los Angeles. Hann kom mér gjörsamlega á óvart og ók mér beint á Beverly Wilscher-hóteliö þar sem kvikmyndin Pretty Woman var kvikmynduð. Þar vorum við tvo sólarhringa, sem voru æði. Vernharður Linnet (tónlistarmaðuij: Þegar ég sat með konunni minni og við horfðumst í augu yfir glasi af Gr0n Tuborg og fiðlutónar Sven Assmusen hljómuðu á fóninum. Róman- tískasta stundin ilifi þínu? HEIMS 44 MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.