Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 64

Heimsmynd - 01.05.1993, Qupperneq 64
HÚN PASSAR BÖRN Mig langar í raun og veru ekki í neitt meira en það sem ég hef í dag,“ sagði Þórelfur Jónsdóttir fóstra. „Þessi íbúð sem við höfum er mjög notaleg og það gerir ekki svo mikið til þó að hún sé lítil. Mig langar ekkert í tvær eða þrjár stofur. En ég væri ánægð ef ég gæti verið örugg um það sem ég hef. Því miður er því ekki þannig farið. Við höfum rétt skrimt vegna þess að ég hef tekið skúringar meðfram fóstrustörfunum. Eg fór upphaflega í fóstrunámið vegna þess að það var ódýrt og hagnýtt nám og ég átti tíu systkini svo það var ekki mikið til skiptanna. Ég hafði unnið við barnagæslu frá því að ég var tólf ára gömul og þetta var auðveld leið fyrir unga stúlku á þessum tíma. Eftir því sem árin hafa liðið hef ég þó fundið meira til þess hvað þetta starf er í raun gefandi en þó skelfilega vanmetið í launalegu tilliti. Mér finnst gildismatið á störfum vera stórbrenglað og það verð- mætamat sem metur það að passa peninga svona miklu meira til launa en það að passa böm og bera ábyrgð á velferð einstaklinga. Strákarnir bera sig ekkert illa og eru furðulega nægjusamir, þeir eru báðir í námi, annar í grunnskóla en hinn í Iðnskólanum, en það fannst okkur betri kostur en að hann mældi götumar í atvinnuleysinu. Ég hef starfs míns vegna fundið fyrir því í gegnum tíðina að fólk býr við verri kjör en ég. Síðustu tvö til þrjú árin hefur verið saumað þannig að láglaunafólki að það læðist að manni sá grunur að það sé markvisst verið að vinna að aukinni stétta- skiptingu. Það ótrúlegasta er kannski að- förin sem manni finnst vera gerð að öldr- 64 uðum sem hafa skilað sínu og meira en það. Hér er yfirleitt léttmeti á borðum og þá margdrýgt, en stundum verð ég samvisk- unnar vegna að hafa eitthvað bitastæðara og einu sinni í mánuði höfum við steik á sunnudögum. Það er hérumbil það eina sem ég get gert til að gera strákunum dagamun. Ég gríp til ýmissa ráða í heimilishaldinu eins og að kaupa bara til eins dags í einu því að það sem er til í skápunum hefur tilhneigingu til að étast upp strax, hversu mikið eða lítið sem það er. Ég fer einstaka sinnum í leikhús og bíó og les mikið og þá í skorpum. Það sem mér þykir mikilvægast í lífinu er vináttan við annað fólk og mín hugmynd um að njóta lífsins er að vera í samneyti við þá sem mér eru kærir. Ég veit því ekki hvort það einkennir okkur neinn lífsstfll annar en sá að keppast við að láta enda ná saman.“ HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.