Heimsmynd - 01.05.1993, Side 69

Heimsmynd - 01.05.1993, Side 69
Móeiður spóafótur er ekki nafn ó söguhetju í íslenskri barnasögu. Móa er ekki grór köttur og Mýsla styggir ekki fínar frúr. Allt þetta og Spóhreiður að auki eru nöfn ó íslenskri söngkonu sem hefur getið sér gott orð fyrir sérstaka söngrödd og sviðsframkomu. Hún semur tónlist ósamt honum Eyþóri Arnalds, kærastanum sínum, sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Todmobile, og svo syngur hún jass ó kvöldin. Sjólf segist hún bara vera mömmufrík með skrítið skap, sem ætlaði að verða Kínverji eða stjórna hljómsveit. húsinu við Hringbraut 145 er lítil látúnsplata sem á er letrað: „I þessu húsi bjó Þórberg- ur Þórðarson rithöf- undur, sá er skrifaði: „Ég fagna aldrei svo ljósi dagsins að ég tár- ist ekki yfir heimsku og mannúðarleysi.“ Þar hringi ég dyrabjöllunni við nafn Móeiðar Júníusdóttur söngkonu. Eftir að hún hefur svarað í dyrasímann opnast dymar og ég geng upp tröppumar að íbúðinni. En nú er enginn að gráta í þessu reisulega húsi við Hringbrautina sem langafi hennar Móeiðar byggði. Ekki nema litla systurdóttir hennar, hún Júnía, sem býr á hæðinni fyrir ofan, en hún er sjálfsagt ekki að gráta yfir vonsku heimsins. Kannski er hún bara að hreinsa lungun, nýlega fædd inn í þessa miklu söngkonu- fjölskyldu. Það var oft líf og fjör á æskuheimili Móeiðar Júníusdóttur í Kópavogi. Systk- inin vom öll í tónlist, það er þau fimm sem enn bjuggu í foreldrahúsum, og þau æfðu sig látlaust á daginn, ýmist óperuskala eða píanóleik. Mamman var líka ákaflega söngelsk og þeytti raddböndin öðru hvoru og eftir að Móeiður flutti úr foreldrahúsum er hún farin að læra að syngja líka. Heimilið ómaði því af söng og hljóðfæraslætti daginn út og inn og ekki bara sígildri tónlist því tvíburabræður eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur Móeiðar voru með popphljómsveit. Nú þegar hún stendur á tvítugu er hún í sambúð með tónlistarmanninum Eyþóri Amalds og saman vinna þau að tónlist, sem er aðaláhugamál Móeiðar. Hún vakti fyrst athygli árið 1991 er hún varð í öðm sæti í Söngvakeppni framhaldsskóla á Hótel íslandi. Hún söng þar lagið Bláu augum þín og komst í blöðin en þó ekki með þeim hætti sem allar söngkonur mundu kjósa sér. „Það var lesendabréf í DV sem birtist daginn eftir sjónvarpsútsendingu á keppninni. Þar stóð meðal annars: Ekki var ég sáttur við stúlkuna sem hlaut annað sætið í keppninni. Það má vel vera að hún geti eitthvað skrækt, en ég sá ekkert listrænt við flutning hennar á hinu gullfallega lagi Bláu augun þín. Hún misþyrmdi því allhrikalega og virtist stolt yfir því, enda gekk hún um sviðið eins og uppveðruð hæna sem þykist eiga heiminn.“ Svo mörg voru þau orð um Móeiði Júníusdóttur og sjálf segist hún hafa haft gaman af, enda kom svarbréf frá nem- endum úr MR sem vörðu hana hetjulega. „Ég les þetta alltaf með reglulegu millibili til að geta hlegið,“ segir hún. Eftir Söngvakeppni framhaldsskólanna kom hún reglulega fram í dagskrá hótelsins sem nefndist Aftur til fortíðar en þar voru einnig söngvarar sem hafa vakið verð- skuldaða athygli svo sem Páll Óskar Hjálmtýsson. Það var ekki að ósekju að dagskráin á Hótel íslandi og aðrar viðlíka vöktu upp hugsanir um hvort skemmt- analífið væri farið á algjört fortíðarflipp og engar nýjungar í tónlist og tísku ættu lengur upp á pallborðið. Það var þó sjálfsagt ástæðulaust, að minnsta kosti í tilfelli Móeiðar, en eins og hún segir sjálf eru nýjungar enn í fullu gildi og nóg að gerast. Eftir söngvakeppnina söng hún einnig jass og slagara frá stríðsárunum við undirleik píanista og hún gerir það enn í dag á hinum ýmsu stöðum í bænum svo og í einkasamkvæmum. „Jasssöngurinn er fyrir mér eins og sveitaböllin eru fyrir öðrum tónlistarmönnum, gefur dálítið í aðra hönd og er auk þess mikil og gefandi vinna.“ Og hún hugsar sig um dágóða stund áður en hún segir: „Það kemur blóðinu í mér á hreyfingú að koma fram og syngja og mér er yfirleitt alltaf kalt nema þegar ég er að syngja, þá sýður á mér.“ Foreldrar Móeiðar eru Guðrún Guð- laugsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Júníus Kristinsson sagnfræðingur. Nafnið Móeiður er komið frá pabba hennar en hann var að hennar sögn mjög veikur fyrir sjaldgæfum nöfnum. „Þegar pabbi vildi láta skíra systur mína Kormlöðu sagði mamma stopp og hún heitir Ásgerður í dag, þökk sé mömmu. Ég er mjög stolt af nafninu mínu en ég verð stundum pirruð þegar fólk heldur að ég heiti Móheiður. Vinir mínir kalla mig Móu en ég hef líka verið kölluð Mýsla, Mómó og Spóhreiður og pabbi kallaði mig Móeiði spóafót. Mér finnst einna vænst um það gælunafn.“ Pabbi minn lést þegar ég var tíu ára gömul. Hann var okkur öllum harmdauði en ég átti samt mjög góða æsku og minningin um HEIMS 69 MYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.