Heimsmynd - 01.05.1993, Page 76
Teiknistofunni í gömlu
Ofnasmiðjunni er í nógu
að snúast hjá eigend-
unum Guðrúnu Mar-
gréti og Oddgeiri en
þau hafa í nokkur ár
starfað saman við
ráðgjöf og hönnun
og leysa úr hinum
ólíkustu verkefn-
um. Sumt er
ódýrara að
láta gera fyrir
sig, en gera
sjálfur. Innréttingar í hús geta verið
mismunandi dýrar og hentugar og fæstir
standa í íbúðarinnréttingum dags daglega
né þekkja hvar fara saman verð og gæði.
Góðir innanhússarkitektar eru því gulls
ígildi, ekki síst fyrir þá sem ekki hafa úr
miklu að spila.
Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir
Þórðarson kynntust fyrst í Indretnings-
arkitektskolen í Kaupmannahöfn. Þau
hófu nám á sama árinu og fylgdust að í
gegnum skólann án þess að vera
lengst af hefur verið talin ókostur. Það
blása margir ferskir straumar með öllu því
fólki sem kemur úr námi með ólíkar
hugmyndir. Hér er engin fastmótuð hefð
fyrir hönnun líkt og er víðast hvar í
Skandinavíu. I Danmörku þar sem við
vorum við nám er viðhorfið til íslenskrar
hönnunar hlaðið vorkunnsemi enda hafa
þeir mjög sterka hefð og voru frægir fyrir
sín húsgögn, sérstaklega fyrir einum til
tveimur áratugum. Það er hinsvegar
óneitanlega kostur fyrir okkur að mega
fara nýjar leiðir.“
„Það hefur verið mikil lægð í íslenskri
húsgagnahönnun," segir Guðrún. „En
núna síðustu tvö árin hefur verið aukið
lífsmark og sú vakning er fyrst og fremst
komin frá hönnuðum sjálfum en ekki þeim
fyrirtækjum sem versla með þessa vöru.
Aðspurð um hvort sú staðreynd að íslensk
hönnun sé dýrari en sú erlenda orsaki þetta
áhugaleysi fyrirtækjanna, segir Guðrún:
„Verslunareigendur og aðrir sem kaupa
inn húsgögn eftir íslenska aðila hafa
tilhneigingu til að þykja vörumar í dýrara
lagi og miða þá við það allra ódýrasta á
Við horfum til amerískrar hönnunar og
draumurinn er að geta kynnt okkar verk þar.
sérstaklega samrýnd. En atvikin höguðu
því þannig að þau fóru að reka saman
fyrirtæki árið 1985. Saman hafa þau
hannað innréttingar í ýmsa veitingastaði í
Reykjavík og sem dæmi má nefna Café
Mílanó. Þau hafa einnig hlotið viður-
kenningu fyrir hönnun eldhúsinnréttingar
fyrir fyrirtækið Brúnás. Það er engu líkara
en samhent hjón vinni saman á stofunni,
en ónei: „Við erum gift en ekki hvort
öðru,“ segir Oddgeir. „Ef við væmm hjón
þá gengi fyrirtækið ekki jafn vel,“ bætir
Guðrún við. En þó að viðfangsefni
Teiknistofunnar séu fjölbreytt er ljóst að á
einu viðfangsefni hafa þau bæði brennandi
áhuga. Þau hafa undanfarið hannað hús-
gögn og sófi eftir þau hlaut viðurkenningu
á Hönnunardaginn. „Við horfum til
amerískrar hönnunar og draumurinn er að
geta kynnt okkar verk þar,“ segir Guðrún.
„Islendingar eru meiri Ameríkanar en þeir
vilja vera láta,“ bætir Oddgeir við. „Hér
mætast ólíkir straumar hvaðanæva úr
heiminum án þess að fyrir séu nokkrar
hefðir. Við erum engir Evrópubúar hvað
snertir menningu og ættum að horfast í
augu við það og nýta það okkur til
framdráttar. Amerísk hönnun er á uppleið
einmitt vegna þessarar staðreyndar sem
markaðnum. Sú reiknilist hefur gengið
upp hvað varðar skrifstofuhúsgögn en þau
hafa notið vinsælda og þar er mun stærri
markaður. íslensk húsgagnahönnun verður
að mínu mati hins vegar að sérhæfa sig í
vönduðum húsgögnum sem eru framleidd
í minna upplagi en keppa við það besta á
markaðnum. Þar erum við sannfærð um að
við eigum möguleika.“
Það er margt annað sem stendur
íslenskri hönnun fyrir þrifum. „Við
hefðum áhuga á að kynna það sem við
höfum að bjóða erlendis og þá í samvinnu
við aðra hönnuði. En það er enginn sjóður
sem gerir ráð fyrir kynningu á íslenskri
hönnun.“ Þau telja hvorugt vera nægan
áhuga fyrir nýsköpun á sviði hugmynda og
frjórrar sköpunar. I atvinnuskyni sé mest
einblínt á stóriðju og aðrar töfralausnir og
þróunarstarf á öðrum vettvangi sitji á
hakanum.
„Sérfræðiþekkingin er nauðsynleg en
hún kemur ekki í staðinn fyrir hugmyndir
og við erum sannfærð um að íslensk
hönnun á mikla framtíð fyrir sér ef rétt er
staðið að málum. Það er athyglisvert að
íslensk fyrirtæki virðast almennt ekki fá
neina fyrirgreiðslu nema þau hafi mikla
yfirbyggingu og skuldabagga á bakinu,“
76
segir Oddgeir. Hann sagði einnig að það
gerði hönnuðum erfiðara um vik að gamlar
iðngreinar eins og bólstrun væru að
leggjast af en hún er ekki kennd sem fag í
iðnskólanum lengur. Gömlu bólstraramir
eru ekki lengur samkeppnisfærir og það
ráð hefur orðið ofan á að halda námskeið
til að kynna þeim þær nýjungar sem hafa
orðið í greininni.“
Aðspurð hvaða stíll eigi mest upp á
pallborðið í dag segja þau það vera
rómantík og klassík. Litir eru vinsælir og
áhrifin koma víða að. ítölsk hönnun er ekki
jafn einokandi á markaðnum og undanfarin
ár. Frönsk og spænsk hönnun hefur verið á
uppleið undanfarin ár og línan er einföld en
ekki hlaðin íburði. „Þetta er kannski í takt
við efnahagskreppuna,“ segir Guðrún.
„Slfkir tímar kalla oft á meiri einfaldleika.
Þessi einfalda lína er ekki ólík þeirri
Skandinavísku en þó með nýju sniði. Við
leggjum þó minna upp úr tísku en
persónulegum stíl. Það er oft mikil vinna
að setja sig inn í smekk og ólíkan karakter
fólks en það er nauðsynlegt ef árangur á að
nást með heimili sem viðkomandi fjöl-
skylda getur unað við.“
Innanhússarkitektúr og hönnun er
tískufag og fyrir nokkrum árum var
fjöldinn allur af ungu fólki að leggja stund
á þessa grein í öllum mögulegum skólum
úti í hinum stóra heimi. Innanhúss-
arkitektar eru þó misjafnir eins og þeir eru
margir og til er listi hjá Alþjóðasamtökum
innanhússarkitekta yfir þá skóla sem
útskrifa nemendur með viðurkennd og
lögvernduð starfsheiti en er þessi mark-
aður ekki löngu orðinn fullskipaður fólki?
Er pláss fyrir þá sem enn eru að koma út úr
skólum með þessa menntun? „Það er
fjöldinn allur af fólki sem hefur lært
innanhússarkitektúr en starfar ekki við það
og hefur lítið í þetta starf að segja. Fyrir
aðra er ákaflega lítið starfsöryggi og þú
verður að hafa þínar eigin hugmyndir til að
fóta þig á þessum markaði. Fólk gengur
ekki inn í öruggar stöður í þessu fagi,“
segir Oddgeir.
En hvemig er umhverfið hjá innanhúss-
arkitektunum sjálfum?
„Ég finn fyrir vissri pressu frá umhverf-
inu í þá áttina að innanhússarkitektar eigi
að búa á ákaflega flottu heimili. Ég er eins
og þessir alræmdu iðnaðarmenn, búinn að
fá nóg þegar ég kem heim að loknum
vinnudegi," segir Oddgeir.
Þú fleygir þér þá bara í plastið?
„Það má kannski segja það.“
„Við fáum þessa fagurfræðilegu útrás í
vinnunni," segir Guðrún. „Þegar ég kem
heim vil ég helst eiga frí.“ ■
HEIMS
MYND