Heimsmynd - 01.05.1993, Page 84

Heimsmynd - 01.05.1993, Page 84
tíska arm Ungir menn gáfu tóninn í upphafi aldarinnar og voru í þrengri jökkum og buxum og sumir í sportlegum hnébuxum. Toppurinn að vera í teinóttu Jakkaföt eru dýr en verð þeirra hleypur á bilinu 17 þúsund (St. John-fötin frá Guðsteini á Laugaveginum) til 39 þúsund (Nino Danelli í Herragarðinum) og aðeins dýrari eru Boss-föt frá Sævari Karli (rúm 42 þúsund) og Armani, sem kosta frá 65 þúsundum. Saga jakkafatanna Þróunin á 20. öldinni Hægt er að líta á vönduð jakkaföt sem góða fjárfestingu og eitt er víst að karl- menn geta klæðst þessum jakkafötum ár eftir ár og við hvert tækifærið á fætur öðru á meðan kona sem hefur keypt ennþá dýr- ari dragt er tilneydd að leggja henni af og til. Enda öfunda konur karlana oft af þessum hagnýta klæðnaði og þær sniðugu hika ekki við að fá lánuð fötin eða jakkann stakan af og til, enda afar klæðilegt að sjá konu í vel sniðnum jakka af karlmanni við þröngt pils eða gallabuxur. Jakkaföt hafa í áranna rás ekki tekið grundvallarbreytingum. Nútímaleg jakka- föt eiga rætur að rekja til 19. aldarinnar en fyrsti vísirinn að þessum klæðnaði er enski kuflinn, sem var stundum útsaumaður og gerði álíka mikið fyrir karlmennskuna og púðruðu hárkollurnar áður. Um aldamótin 1900 hafði þessi klæðnaður þróast upp í lafajakkann, sjakkettinn eins og hann er oft nefndur í daglegu tali. í upphafi 20. aldarinnar voru jakkafötin orðin mun þægi- legri en áður, jakkarnir ívið síðir með mjóum boðungum, hnepptir hátt upp og buxurnar þröngar. Til mótvægis var síðan farið að framleiða víð og hálf sniðlaus jakkaföt. Því næst komu tvíhnepptu jakkafötin og jakkaföt með ásaumuðum vösum. Fyrri heimsstyrjöldin gerði út um efnismiklar flíkur og véku þá til hliðar í tískunni fellingar og allt aukaefni sem og tveggja buxna jakkaföt. A þriðja áratugnum má segja að allt hafi við- gengist í karlmannatísk- unni í andstöðu við bann- Svonefnd zoot- Um síðustu aldamót heftu fötin manninn. Sumir klœddust víðari fatnaði en almennt tíðkaðist (eins og Mark Twain) en voru samt dúðaðir. Kreppan mikla hafði áhrifá herra- tískuna. Skemmti- kraftur (til vinstri) en Douglas Fair- banks í tvíhnepptum jakkafötum.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.