Heimsmynd - 01.05.1993, Síða 93
Þetta varð til þess að fólk slóst í þessa för
og brátt voru komnir um þrjú til fjögur
hundruð manns í þessa „prósessíu“ á eftir
vesalings konunum. Lögreglunni tókst að
dreifa hópnum þegar komið var austur
undir Vatnsstíg. Alþýðublaðið skýrði frá
því í desember 1922 að börn bæjarins
gengju eins og villidýr á götunum, eftirlits-
laus með öllu af lögreglunnar hálfu. Þau
væru úti fram á nótt og skytu púðurkerl-
ingum svo að lífsháski væri að ganga um
göturnar. Þá sagði Morgunblaðið 27. októ-
ber 1927, svo að dæmi sé tekið, að uppþot
hefði orðið fyrir framan húsið Hverfisgötu
92. Strákahópur hafði tekið eftir því að
tveir piltar fóru í heimsókn til mæðgna
nokkurra sem þar bjuggu. Strákarnir hófu
þá skothríð með grjóti á húsið og varð
lögreglan að koma á vettvang til að skakka
leikinn. Atferli reykvískra bama var gert
að umtalsefni í Morgunblaðinu sumarið
1928. Þar sagði að eitt hið ógeðslegasta
sem fólk yrði þráfaldlega vart við á götum
Reykjavíkur og það meira að segja á aðal-
götunum væri framferði sumra unglinga.
Drengir, urn eða yfir fermingaraldur, hefðu
það sér til skemmtunar að safnast í hópa á
götunum og æpa á vegfarendur með alls
konar óhljóðum, stríðnis- og hæðnisorðum
og uppnefnum ef þeir gætu fundið út
eitthvað þess háttar sem hrífi á fólk og því
gæti sárnað að heyra. Aðallega yrðu
veiklaðar eða vankaðar nranneskjur fyrir
þessum árásum, fólk sem eitthvað væri að
eða ekki eins og fólk er flest að framkomu
eða útliti, fólk sem yrði að bera sinn kross
fyrir allra augum. Þá sagði í greininni að ef
vandað væri um fyrir þessum unglingum
„þá stendur venjulega ekki á svörunum,
þau eru ekki valin af betri endanum, þá er
leitað að því versta orðsorpi sem til er og
það óspart notað.“
Reykjavík var aðeins 20 til 30 þúsund
manna bær á þessurn tírna og slúðursögur
gengu með leifturhraða milli húsa. Götu-
strákamir, sem voru rétt að byrja að komast
á kynþroskaaldur, voru sérstaklega næmir
fyrir ástalífi Reykvíkinga. Ef einhver var
grunaður um lauslæti eða framhjáhald þá
gat hann átt von á því að vera eltur um allar
götur með skensi og dónalegu orðbragði.
Konur sem lentu í þessu urðu að halda sig
innan dyra vikum og mánuðum saman til
þess að losna undan þessari áþján. Og
krakkarnir voru sjálfir auðvitað farnir að
fikta við kynlíf. Veturinn 1933 til 1934
veiktust nokkur barnaskólabörn af
kynsjúkdómi. Formaður barnaverndar-
nefndar gaf út yfirlýsingu í blöðum vegna
slúðurs í bænum. Hann sagði:
„Það hefur vakið umtal í borginni að
Mynd að ofan: Braggahverfi á
Skólavörðuholti. Eftir stríð urðu
fjölmargar reykvískar fjölskyldur að láta
sér lynda að búa í bröggum og það setti
sitt mark á börn sem þar ólust upp. Þau
voru kölluð braggaskríllinn afþeim
börnum sem bjuggu við betri húsakynni.
Mynd til hœgrí: Jólatrésskemmtunfyrir
fátœk börn hjá Hjálprœðishernum snemma
á öldinni. Eftirvœnting og gleði skín úr
hverjum svip því heima við var stundum
fátt hœgt að gera sem minnti á jólin.
Mynd að ofan: Áhyggjufulllir
uppeldisfrÖmuðir töhiðu um ógn-
vænlega barnaglœpi í Reykjavík á
öðrum og þriðja áratugnum þó að
þar byggju aðeins 20 til 30
þúsund manns og götulífið vœri
harla fábreytt.
Mynd til hœgrí: Trúfélög leiddu
margt barnið og unglinginn á
rétta vegu á fyrri hluta
aldarinnar. Hér er séra Friðrik
Friðriksson, leiðtogi KFUM.
meðal lœrisveina sinna.