Heimsmynd - 01.05.1993, Side 97
Hulda Hákon
(framhald afbls. 57) hom upp úr hárinu“. En það
fór heldur ekkert fram hjá henni að drottningin
danska hafði einlægan áhuga á sýningunni. „Hún
var sú eina af þessu aðalsfólki sem bað um að fá að
koma og skoða hana betur daginn eftir.“
A sýningunni í Berlín í kjölfarið upplifði hún
hins vegar einlægan áhuga gesta. „Fólk spurði
mikið út í verkin. Það er yfirleitt annað andrúms-
loft við opnanir," segir hún, „nema á sýningum
þar sem hörðustu áhugamennirnir um myndlist
mæta.“
Þau eru þrjú í þessu fagi í fjölskyldunni, Hulda,
Jón Óskar og móðir Jóns, Ragnheiður Jónsdóttir,
löngu þekkt fyrir grafíkmyndir sínar. „Það fer í
taugarnar á okkur Jóni þegar við erum borin
saman,“ segir hún. „Það eru svo margir kanalar
sem mætast í myndlistinni, saga, skáldskapur, litir,
form og fleira en ég hef oft tekið eftir því að fólk
kann annaðhvort að meta mig eða Jón. Það er
sjaldgæft að fólk hafi smekk fyrir okkur báðum.“
Annað hvarflar þó vart að manni en að það hafi
stundum reynt á þolrif þeirra að vera í sarna
faginu, þegar annað er á uppleið stendur hitt ef til
vill í stað. Þannig fékk Jón Óskar fyrr tækifæri til
að sýna verk sín á Norðurlöndum. „Hann komst
inn í þetta skandinavíska batterí árið 1988 og þá
hélt ég að sá heimur myndi aldrei opnast mér,“
segir Hulda sem þá vann á auglýsingastofu. „Eg
fór með honum út sem eiginkona og þannig komu
kollegamir fram við mig. Einn sagði mér að halda
kjafti því ég hefði ekkert vit á myndlist,1' segir hún
og bætir við: „Þessi maður var að vísu orðinn hálf
vitlaus af meðbyr."
En þau hafa lært að standa sarnan í áranna rás
enda búin að vera saman frá unglingsárum
eða í rúma tvo áratugi. Einhvem tíma slitnaði upp
úr sambandinu þegar Burkni sonur þeirra var lítill.
„Við áttum ekki annarra úrkosta en að slíta því.
Við lentum í svo miklum flækjum en tókum
saman aftur ári síðar og höfum aldrei skilið síðan.
Hún lýsir sambandi þeirra sem rnjög fínu, „en
auðvitað förum við í taugarnar á hvort öðru
stundum. Hann vill vaka frameftir og sofa út en ég
vil sofna og vakna fyrr.“ En það fer ekki fram hjá
neinum að þau em mjög góðir vinir, næstum eins
og systkini. Hann ávarpar hana aldrei öðru vísi en
Hvað segir \óri?
(framhald afbls. 30) þær bjóða brosandi birg-
inn eins og öllu öðm á þessum Drottins degi.
Við fáum ferskar perur með brie-osti og
hunangskoníaki í eftirrétt. Þetta finnst Nóra
auðvitað ekki nógu mikið svo að hann jarmar með
lagni út ókeypis bita af heitu eplapæi með rjóma í
viðbit með perunum. Stúlkumar hafa greinilega
gaman af þessum matglaða gesti.
„Það er auðvitað hæpið að liggja þeim á hálsi
bankastjóragreyjunum sem hafa lánað út og suður
í snarvitlausar fjárfestingar á sjó og landi því að
mest af þessu hefur verið að fyrirskipun stjóm-
málamannanna,“ segir Nóri og dæsir meðan hann
sporðrennir síðustu desertbitunum niður með
kaffinu. „En ekki eru nú samt alltaf viðhafðar
sömu reglumar í sambandi við tryggingar útlána
eða innheimtu skulda. Fermingarsystir mömmu
sem Hulda mín og hún segir Jón minn og þau
virðast eyða flestum stundum saman, nema þegar
Hulda er að lyfta lóðum í Mætti. „Eg ákvað að
taka mig taki áður en ég yrði bmssa. Þar sem ég er
um 180 sentimetrar á hæð verð ég að passa mig
sérstaklega á því að fitna ekki. Geturðu ímyndað
þér hvemig ég yrði?“ bætir hún við hálf afsakandi.
Þau hitta gjaman aðra listamenn, hlusta mikið á
tónlist og hafa gaman af því að elda góðan mat,
„aðallega pastarétti“. Heimili þeirra er gamalt
steinhús á Hverfisgötu. Þar er nákvæmlega enginn
íburður en ljósið fyrir ofan borðstofuborðið er
jólasería og ef einhver myndverk prýða veggi em
það helst gamlar Biblíu- eða ævintýramyndir. „Eg
keppist við að eiga sem rninnst. Eg vil ekki eiga
hluti, fylla allt af einhverju stöffi en við eigum
kött. Hann heitir Jósteinn og stjómar heimilishald-
inu, vekur okkur á morgnana og fer út tíu sinnum
á dag.“ Hulda segist finna fyrir návist gömlu
konunnar sem bjó í húsinu áður og það truflar
hana minna en síminn, sem hún þolir ekki.
Hún vill helst vera með Jóni „af því hann er
svo skemmtilegur“, eins og hún orðar það.
Jón bætir við að þau þurfi konu til að hugsa um sig
á heimilinu. „Við erum ekki bara að leita að
ræstingakonu heldur konu sem myndi alveg sjá
um okkur,“ segir Jón. Og Hulda bætir við: „Eg
veit meira að segja hvemig hún ætti að líta út. Hún
ætti að vera beinvaxin, svolítið þykk um
mjaðmimar ...“ svo kemst hún ekki lengra fyrir
flissi. En svona tala þau saman og í símann oft á
dag. Af hverju hringirðu svona oft í hann Jón í
vinnuna? spyr ég hana einu sinni. „Af því að ég er
að skemmta honum,“ segir hún. Og hún verður
alvarleg á svip. „Hann er núna matvinnungurinn á
meðan ég get sinnt myndlistinni alfarið og því
hringi ég 1 hann og segi honum fréttir eða
skemmtilegar hugmyndir." Hún segir akkinn við
að búa með öðmm myndlistarmanni að hann skilji
metnaðinn. „Við reynum að láta myndlistina ekki
hafa áhrif á samband okkar. En það er svo mikill
keppnisandi í okkur Jóni að við getum ekki teflt
við hvort annað og höfum ekki gert það frá því við
skildum forðum. En það er frábært að geta rætt
verkin sín við einhvern sem er algerlega inni 1
faginu sjálfur.“
Þau hafa verið mikið á faraldsfæti undanfarin ár
með sýningar í Skandinavíu, Þýskalandi og víðar.
„Hápunkturinn á ferli mínum hingað til var Sidney-
missti aleigu sína í fyrra vegna þess að hún hafði
skrifað upp á einhverja pappíra fyrir son sinn sem
hún vissi auðvitað ekki að fælu í sér neinar alvar-
legar skuldbindingar fyrr en allt var um seinan.
Hún hafði haldið vinnukonu sem átti íbúð uppi í
Breiðholti og bauð hún nú húsmóður sinni fyrr-
verandi að búa hjá sér eftir að bankinn var búinn
að selja ofan af henni. Svo skemmtilega vildi til að
sonur vinnukonunnar, sem er stýrimaður á togara,
keypti ásamt þremur öðrum mönnum fyrir
nokkrum árum gríðarstóra seglskútu til að hafa á
Miðjarðarhafinu. Stýrimaðurinn, ráðdeildarsamur
dugnaðarforkur, átti fyrir sínum hlut en hinir þrír
voru bisnessmenn, einn þeirra varaþingmaður af
Austfjörðum, og þeir fengu 180 þúsund dollara
erlent lán og nokkru síðar 4 milljónir íslenskra
króna út á andlitin á sér hjá sama þjóðbankanum
og seldi ofan af göntlu konunni, til að fjárfesta í
seglsnekkjunni. Nú eru þremenningarnir allir
97
tvíceringurinn í Ástralíu," segir hún. „Þetta var
sýning 150 listamanna, úrvals þess besta í nútím-
anum.“ Hún segist þakklát fyrir öll þessi tækifæri.
„Þegar ég er innan um kollega mína hér finnst mér
ég vera á ágætu róli en þeir skipta þúsundum lista-
mennimir erlendis sem em á svipuðu róli og ég. Á
íslandi emm við ef til vill tíu. Ég er engin súper-
hetja í myndlist,“ bætir hún við hógvær. „Ég vil
ekki að þetta hljórni sem mont því það er svo margt
fólk hér sem dreymir um að komast inn í erlend
gallerí og því fæ ég stundum að heyra hæðnislegar
athugasemdir. Einhver sagðist til dæmis hafa heyrt
að ég væri brjálæðislega fræg í Finnlandi. Sem
stendur hef ég náð langt á íslenskan mælikvarða en
fallvalt er veraldargengið og hvað þýðir þetta svo
sem allt þegar upp er staðið. Þessi gallerí sem ég er
að sýna í em ekki toppurinn og ekki sel ég mikið.
Kreppan sér til þess að hér er eiginlega um
farandsýningar að ræða. Ég hef selt tvær myndir á
sýningum frá því í upphafi árs 1992. Það var
sænskt safn sem keypti þær báðar og ég fékk þær
loks greiddar í síðustu viku,“ segir hún flissandi.
Hún segir að þau Jón eigi fleiri verk á lista-
söfnum erlendis en hér. „Listasafn íslands hefur
keypt af mér tvö verk og tvö af Jóni, en Listasafn
Reykjavíkur hefur keypt fjögur verk af mér og
þrjú af Jóni. Innkaupastefna þessara safna er á
vissan hátt skjalleg heimild í listasögunni. Hún
segir það farsælla að þessi listasöfn séu undir
stjóm listfræðinga eða faglegra stjómenda fremur
en listamennirnir sjálfir séu „með puttana í
rekstrinum. Mín skoðun er sú að þegar listamenn
eru við stjórnvölinn er hætta á því að meðal-
mennskan fari að ráða“.
Hún segist hlakka til sýningarinnar í Listasafni
íslands í byrjun maí en sú sýning heitir Borealis.
„Þetta er samsýning norrænna og alþjóðlegra lista-
manna. Fulltrúar Islands á þessari sýningu eru
Finnbogi Pétursson og Steina Vasulka. Þessi tvö
eru mjög frambærilegir myndlistarmenn. En af
þeim íslenskum myndlistarmönnum sem hafa
veitt mér mesta andagift með verkum sínurn verð
ég að nefna Bjama Þórarinsson sjónháttafræðing.
„Það eru ekki bara lærðir listfræðingar sem hafa á
tilfinningunni að hún lifi og hrærist í eigin veröld.
Hún hefur orð á því sjálf hvað hún sé viðkvæm og
það tætir hana stundum, eins og hún orðar það, að
kynnast nýju fólki. „Ég er félagslynd en þar sem
ég er ekki snjöll að verjast ytri áreitum er ég
stundum eins og opin kvika.“ ■
komnir á hausinn og hafa auðvitað aldrei greitt
bankanum eyri af skútuskuldinni. Einhver skjálfti
er kominn í bankamennina því að þeir hafa ekki
einu sinni veð í skútunni sem vaggar á lygnum sjó
fyrir framan dómkirkjuna í Palma á Mallorca. Af
þessu geturðu séð að það er ekki sama Jón og séra
Jón þegar bankastjórar eiga í hlut og engin ofrausn
að borga slíkum snillingum milljón krónur á
rnánuði bæði meðan þeir eru að störfum og líka
eftir að þeir em hættir störfum og komnir heim að
undirbúa brottför sína úr þessum örláta heimi.“
Það er komin sólarglenna þegar við göngum
ofan brekkuna niður í Lækjargötu. „Þú sérð að það
er fleira en SÍS, fiskeldi og Seðlabankinn sem
getur farið illa með fjárhag bankanna. Þessu þyrfti
auðvitað öllu að kippa í liðinn og byggja
myndarlega upp fjárhag ríkisbankanna áður
heldur en þeir verða gefnir einhverjum traustum
og helst vel ættuðum einstaklingum.“ ■
HEIMS
MYND