Fréttablaðið - 19.01.2019, Qupperneq 10
LHG.IS
Kynning á
skipulagslýsingu
Nýtt deiliskipulag öryggissvæðisins
á Keflavíkurflugvelli
Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að
vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Í
sam ræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga er unnin lýsing fyrir
deili skipulagið.
Deiliskipulagið fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir
hættu legan farm, svæði fyrir skammtíma gistiaðstöðu, efnis
vinnslu svæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og
starfsemi, svo sem þyrlupall og girðingar.
Skilalýsingin verður aðgengileg á samráðsgátt stjórnvalda
(samradsgatt.is) og á vefsíðum utanríkisráðuneytisins og
Land helgisgæslu Íslands.
Ábendingar og athugasemdir skulu berast skriflega og má skila
þeim til Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson,
skipu lagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða
í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að skila
athuga semdum er til 6. febrúar 2019.
DÓMSMÁL Nara Walker var í des
ember síðastliðnum dæmd fyrir að
hafa bitið hluta úr tungu þáverandi
eiginmanns síns. Hún var dæmd í
átján mánaða fangelsi í Landsrétti,
fimmtán þeirra eru bundnir skil
orði.
Ekki var fallist á að viðbrögð
hennar hefðu helgast af nauðvörn
en Nara heldur því staðfastlega fram
að hún hafi verið að verja sig grófu
ofbeldi. Hún sé að auki fórnarlamb
áralangs heimilisofbeldis af hálfu
eiginmanns síns. Og að hún hafi
haft ríka ástæðu til að ætla að hún
væri í hættu stödd.
Hún hefur ákveðið að óska eftir
leyfi til áfrýjunar til Hæstaréttar
og segist gera sér grein fyrir því að
skilyrðin fyrir áfrýjun séu ströng.
Hins vegar hafi Landsréttur ekki
tekið afstöðu til mikilvægra atriða.
Þá sé málið fordæmisgefandi hvað
varðar nauðvörn kvenna sem verði
fyrir grófu ofbeldi eða sæti heimilis
ofbeldi.
„Ég tel dóm Landsréttar rangan
og byggðan á röngum vitnisburði,“
segir Nara og segir þáverandi eigin
mann sinn og vitni að atvikinu vera
í ástarsambandi. Hún hefur sætt
farbanni frá atvikinu 2017 og bíður
þess að afplána þrjá mánuði í fang
elsi.
„Það hefði verið miklu auðveld
ara að sætta sig við niðurstöðuna.
Afplána dóminn og fara. Mér finnst
ég hins vegar hafa verið beitt rang
læti og konur í minni stöðu eiga
ekki að þurfa að óttast fangelsisvist
og refsingu meiði þær ofbeldismann
sinn í nauðvörn,“ segir Nara. „Hann
er tvöfalt stærri og þyngri en ég. Við
stöndum ekki jafnt að vígi. Hann
hélt mér niðri og áverkar mínir voru
miklir. Ég taldi mig vera í lífshættu.
Ég sá bara enga undankomuleið.
Lögmaður minn vill að fram fari
nánara mat á því hvort nauðvörn
eigi við. Ég var svo hrædd,“ segir
Nara. „Ég viðurkenni að ég beit
hluta tungunnar af á meðan hann
hélt mér nauðugri. Það gerðist hins
vegar ekki í tómarúmi. Hann hafði
ráðist á mig og beitt mig ofbeldi.
Borið mig inn í íbúðina þar sem
hann hélt mér fastri og tróð upp í
mig tungunni gegn vilja mínum.
Hann gekkst við því fyrir dómi að
hafa beitt mig áður ofbeldi,“ segir
Nara. „Ég var með mikla áverka
eftir hann en lögregla fór með mig
Fórnarlömb geti varið sig án þess að
þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar
„Ég tel dóm Landsréttar rangan og byggðan á röngum vitnisburði,“ segir Nara Walker. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
„Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast
fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann
sinn í nauðvörn,“ segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári
beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns
sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi.
í fangelsi en ekki á spítala. Ég gekk
sjálf á spítalann um miðja nótt eftir
að hafa verið látin laus úr haldi,“
segir hún enn fremur og segir bæði
lögreglu og dómara líta fram hjá
ofbeldinu sem hún varð fyrir.
Ætlar áfram með málið
„Konur af erlendum uppruna eru
í sérstakri áhættu þegar kemur að
heimilisofbeldi,“ segir Nara sem
hefur tekið þátt í Metoobylting
unni. „Ég ætla með málið eins langt
og hægt er. Ég vil að réttarkerfið
fjalli um konur sem lenda í því að
þurfa að verja sig grófu og alvar
legu ofbeldi. Hvaða afleiðingar það
getur haft. Eiga þær að láta berja sig
og leggja líf sitt í hættu? Það er rétt
mæt spurning. Ég vil lagabreytingu
sem tekur sérstaklega til nauðvarnar
vegna heimilisofbeldis. Mér finnst
ég hafa verið heppin, ég er þó á lífi.
Ég gæti verið hluti af tölfræðinni,
ein af þessum konum sem láta lífið
af völdum heimilisofbeldis,“ segir
Nara.
Í beiðni um áfrýjunarleyfi kemur
fram að ekki hafi reynt á það í
dómaframkvæmd hérlendis hversu
langt þolandi heimilisofbeldis megi
ganga þegar viðkomandi er hræddur
um líf sitt eða það sem koma skal.
Ekki hafi reynt á það með afgerandi
hætti hvaða viðbrögð eru forsvaran
leg þegar þolandi heimilisofbeldis
bregst við yfirstandandi og alvar
legri árás af hendi ofbeldismanns. Í
beiðninni er vitnað í fræðigrein sem
birtist í ritrýndu lögfræðitímariti í
Bandaríkjunum, þar sem fjallað er
um svokallað Battered woman
syndrome. Í greininni er meðal
annars fjallað um það að viðbrögð
fórnarlambs heimilisofbeldis geti
verið öfgakenndari en þegar um er
að ræða viðbrögð þess sem verður
fyrir líkamsárás af hendi ókunn
ugs einstaklings. Ástæðan sé sú að
fórnarlamb heimilisofbeldis veit
hvers ofbeldismaðurinn er megn
ugur. kristjana@frettabladid.is
*Ekki náðist í þáverandi eiginmann
Nöru vegna umfjöllunarinnar þrátt
fyrir að eftir því hafi verið leitað.*
Nauðvörn í almennum hegningarlögum
Samkvæmt 12. gr. almennra hegningarlaga skal ekki refsað fyrir verknað
sem unninn er í nauðvörn. Til að teljast nauðvörn þarf verknaðurinn að
hafa verið nauðsynlegur til að verjast eða afstýra ólögmætri árás sem er
annaðhvort byrjuð eða yfirvofandi.
Þannig hefur í dómafordæmum ekki verið fallist á nauðvörn gegn
sofandi manni, enda engin árás yfirvofandi á þeim tíma sem meintri
nauðvörn er beitt.
Til að nauðvörn sé tekin til greina sem málsvörn í sakamáli má
verknaðurinn sem viðkomandi fremur ekki vera augljóslega hættulegri
en ætla má að hin yfirvofandi árás verði. Frá þessu síðara skilyrði er þó
heimilt að falla ef viðkomandi er svo skelfdur eða forviða að hann gat
ekki fullkomlega gætt sín.
Í 2. mgr. eru ákvæði sem kveða á um að manni skuli ekki refsað fari
hann út fyrir takmörk leyfilegrar nauðvarnar og ástæðan sé sú að hann
hafi orðið svo skelfdur eða forviða að hann gat ekki fullkomlega gætt
sín. Í dómi Landsréttar er ekki fjallað um hugarástand Nöru.
Lögreglumaður varðist hópi
Í hæstaréttardómi 1936, bls. 401 var lögreglumaður í Neskaupstað
sýknaður af því að hafa skotið mörgum skotum að hópi manna sem
veist höfðu að honum og þar á meðal hæft menn. Í dóminum segir
eftirfarandi um þetta: „Ákærði hefir þannig að vísu farið út fyrir takmörk
leyfilegrar neyðarvarnar, en með því að orsökina til þess má telja hina
miklu geðshræringu og æsingu, sem hann hefur komizt í vegna hinna
stórfelldu og ólögmætu árása, sem hann hafði orðið fyrir, og hótana
þeirra og ókvæðisorða, sem mannfjöldinn hafði í frammi við hann, þá
verður honum ekki gefið það að sök.“ – aá
Ég vil að réttarkerfið
fjalli um konur sem
lenda í því að þurfa að verja
sig grófu og alvarlegu ofbeldi.
Nara Walker listamaður
1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð