Fréttablaðið - 19.01.2019, Page 18
Kópavogsbær hefur hafið innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna og verða þau innleidd hjá öllum stofnunum bæjarins.
Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns,
jarðarinnar og hagsældar.
Nánari upplýsingar á www.kopavogur.is/heimsmarkmidin
kopavogur.is
Heimsmarkmiðin
K ó p a v o g s b æ r i n n l e i ð i r
u m s j á l f b æ r a þ r ó u n
P
IP
A
R
\T
B
W
A
·
S
ÍA
·
19
0
25
8
1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið
í handbolta ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur þegar keppni
í milliriðlum á HM 2019 hefst um
helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem
er leikinn í Lanxess Arena í Köln,
þar sem úrslitahelgin í Meistara-
deild Evrópu hefur farið fram
undan farin ár. Sviðið er stórt og
andstæðingarnir ógnarsterkir.
Klukkan 19.30 í kvöld mætir
Ísland Þýskalandi og á sama tíma
á morgun mæta Strákarnir okkar
heimsmeisturum Frakka. Fram
undan eru því leikir gegn tveimur
af sterkustu liðum heims á innan
við sólarhring.
Áskorunin er stór og mikil fyrir
hið unga íslenska lið en það hefur
engu að tapa. Pressan er öll á Þjóð-
verjum og Frökkum sem ætla sér að
leika um verðlaun á HM.
Aðalmarkmið Íslands, að komast
í milliriðil, náðist með sigrinum frá-
bæra á Makedóníu á fimmtudaginn.
Ísland endar því aldrei neðar en í 12.
sæti á HM. Draumurinn er væntan-
lega að leika um 7. sætið og freista
þess að komast í umspil um sæti á
Ólympíuleikunum 2020. Það verður
þó þrautin þyngri þar sem
Ísland tók ekki með sér stig
inn í milliriðil.
Þriðji og síðasti leikur
Íslendinga í milliriðlinum
er gegn Brasilíumönnum
á miðvikudaginn. Góður
möguleiki er á sigri í þeim
leik, jafnvel þótt Brassar
hafi leikið mjög vel
í riðlakeppninni
þar sem þeir
u n n u m e ð a l
annars Rússa
og Serba.
Þetta er í
fyrsta sinn
sem Ísland
mætir Brasil-
íu í milliriðli
á stórmóti.
Íslendingar
h a f a h i n s
vegar tvisvar
áður mætt
Þjóðverjum
og Frökkum
í milliriðli á
sama stór-
mótinu.
Síðast þegar leikið var í
milliriðlum á HM, í Svíþjóð
2011, mætti Ísland einn-
ig Þýskalandi og Frakk-
landi í milliriðli. Þá, líkt
og nú, var Guðmundur
Guðmundsson þjálfari
íslenska liðsins. Aðeins
tveir í íslenska hópnum
á HM 2019 voru í
liðinu fyrir átta
árum: Björg-
v i n P á l l
Gústavsson
o g A r o n
P á l m a r s -
son.
Í s l e n d -
ingar unnu
a l l a f i m m
leiki sína í
riðlakeppn-
inni á HM
2011 og tóku með sér fjögur stig
í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel.
Ísland tapaði öllum þremur leikjum
sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og
Frakklandi, og endaði á því að spila
um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar
fyrir Króötum. Sjötta sætið varð
því niðurstaðan sem er næstbesti
árangur Íslands á HM.
Á fyrsta stórmóti Guðmundar
með íslenska landsliðið, EM 2002,
mætti það einnig Frökkum og Þjóð-
verjum í milliriðli. Ísland vann tvo
af þremur leikjum sínum í riðla-
keppninni og gerði eitt jafntefli og
tók með sér þrjú stig inn í milliriðil.
Þar byrjuðu Íslendingar á því að
gera jafntefli við Frakka í hörkuleik,
26-26. Ísland vann svo öruggan sigur
á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér
toppsætið í milliriðlinum og sæti í
undanúrslitum með frábærum sigri
á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar
töpuðu tveimur síðustu leikjum
sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem
var þá besti árangur Íslands á Evr-
ópumóti.
Síðan eru liðin mörg ár og enginn
leikmaður er eftir í íslenska hópn-
um síðan á EM 2002. Þegar Ólafur
Stefánsson, Patrekur Jóhannesson,
Dagur Sigurðsson og allar þær
hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í
ársbyrjun 2002 voru margir af þeim
sem skipa íslenska HM-hópinn í dag
á leikskólaaldri.
Núna eru þessir strákar hins
vegar komnir á stórmót og hafa
vaxið með hverjum leiknum á HM
undir styrkri stjórn Guðmundar.
Strákarnir stóðust stóra prófið gegn
Makedóníu og voru verðlaunaðir
með þremur leikjum á stærsta svið-
inu. Upplifunin verður mikil, inni-
stæðan í reynslubankanum hækkar
og ekki væri verra að koma á óvart
og gera hákörlum handboltans skrá-
veifu. ingvithor@frettabladid.is
Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu
Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli
leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar.
Guðmundur
Guðmundsson er
á sínu tíunda stór-
móti sem þjálfari
Íslands. NORDIC
PHOTOS/GETTY
Frakkland og Þýskaland
hafa samtals unnið níu
heimsmeistaratitla; Frakkar
sex og Þjóðverjar þrjá.