Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 19.01.2019, Síða 18
Kópavogsbær hefur hafið innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og verða þau innleidd hjá öllum stofnunum bæjarins. Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðarinnar og hagsældar. Nánari upplýsingar á www.kopavogur.is/heimsmarkmidin kopavogur.is Heimsmarkmiðin K ó p a v o g s b æ r i n n l e i ð i r u m s j á l f b æ r a þ r ó u n P IP A R \T B W A · S ÍA · 19 0 25 8 1 9 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistara- deild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóð- verjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frá- bæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntan- lega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir u n n u m e ð a l annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasil- íu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar h a f a h i n s vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stór- mótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einn- ig Þýskalandi og Frakk- landi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björg- v i n P á l l Gústavsson o g A r o n P á l m a r s - son. Í s l e n d - ingar unnu a l l a f i m m leiki sína í riðlakeppn- inni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóð- verjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðla- keppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evr- ópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópn- um síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta svið- inu. Upplifunin verður mikil, inni- stæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skrá- veifu. ingvithor@frettabladid.is Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur Guðmundsson er á sínu tíunda stór- móti sem þjálfari Íslands. NORDIC­ PHOTOS/GETTY Frakkland og Þýskaland hafa samtals unnið níu heimsmeistaratitla; Frakkar sex og Þjóðverjar þrjá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.